[Leyst]Vandamál með screen resolution á TV tengt við PC


Höfundur
Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 604
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 86
Staða: Ótengdur

[Leyst]Vandamál með screen resolution á TV tengt við PC

Pósturaf Manager1 » Þri 08. Nóv 2016 00:20

Ég var að tengja 40" sjónvarpið mitt við PC tölvuna mína í gegnum HDMI. Sjónvarpið virðist eitthvað rugla í upplausninni og birta 1920x1080 vitlaust. Þannig að 1920x1080 á tölvuskjánum mínum og sjónvarpinu virðist ekki vera sama upplausnin. Ég hef áður tengt þetta sama sjónvarp við þessa sömu tölvu en þá í gegnum VGA snúru og þá virkaði allt fínt.

Þetta skjákot af Nvidia control panel lýsir kannski best vandamálinu, þarna er Nvidia control panel að sýna mér hvað 1920x1080 upplausn er en þetta er langt frá því að fylla útí skjáinn (svarta svæðið fyrir utan örvarnar er skjástærðin á sjónvarpinu). 1920x1080 er native upplausn á sjónvarpinu. Þannig að þetta kemur út eins og sjónvarpið þysji inn á upplausninni og allt er þ.a.l. miklu stærra en það á að vera.

Eftir talsverða leit á Google komst ég að því að margir eru að lenda í þessu og yfirleitt er svarið að stillingarnar á sjónvarpinu eru vitlausar, en ég er búinn að breyta öllum mögulegum stillingum og það virðist ekki laga þetta.

Capture.JPG
Capture.JPG (61.04 KiB) Skoðað 1091 sinnum
Síðast breytt af Manager1 á Mið 09. Nóv 2016 22:20, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Jon1
Geek
Póstar: 843
Skráði sig: Sun 20. Jan 2008 04:25
Reputation: 15
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með screen resolution á TV tengt við PC

Pósturaf Jon1 » Þri 08. Nóv 2016 00:24

Er þetta ekki bara overscan ? Leitaðu að overscan eða p.size size aspect ratio eitthvað þannig venjulega ættir annað hvort að breyta overscan í off eða stilla þetta á 16:9

Sent from my SM-G900F using Tapatalk


i7 6700k @ 4.0 GHz | Custom Loop Water Cooling| AsRock z170 extreme 6+ | G.skill trident z 16 GB DDR4 @ 3200 MHz | Gigabyte Aorus GTX 1080ti| Wallmount | BeQuiet Darkpower pro 850+ | Samsung 950 pro nvme m.2 512gb + Samsung SSD 850 evo 2.5'' 2x250GB SATA3|Acer X34a - BenQ G2450 24'' | W10 x64

Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2492
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 116
Staða: Tengdur

Re: Vandamál með screen resolution á TV tengt við PC

Pósturaf svanur08 » Þri 08. Nóv 2016 02:01

Hvernig sjónvarpstæki er þetta? Sérð á þessari síðu Which picture size to choose ----> https://www.avforums.com/pages/pictureperfect-step1/


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR

Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með screen resolution á TV tengt við PC

Pósturaf upg8 » Þri 08. Nóv 2016 02:06

Prófa að velja perform scaling on GPU?


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"


Höfundur
Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 604
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 86
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með screen resolution á TV tengt við PC

Pósturaf Manager1 » Þri 08. Nóv 2016 18:29

Jon1 skrifaði:Er þetta ekki bara overscan ? Leitaðu að overscan eða p.size size aspect ratio eitthvað þannig venjulega ættir annað hvort að breyta overscan í off eða stilla þetta á 16:9

Búinn að prufa að breyta overscan í underscan, auto select og do not report en það breytti engu. Ekki hægt að stilla á 16:9 (fann a.m.k. enga stillingu)

svanur08 skrifaði:Hvernig sjónvarpstæki er þetta? Sérð á þessari síðu Which picture size to choose ----> https://www.avforums.com/pages/pictureperfect-step1/

Toshiba sjónvarp, stillti picture mode á Hollywood 1 og picture size á native eins og stungið er uppá á þessari síðu, breytti engu. Prufaði reyndar allar stillingarnar og flestar breyttu mjög litu eða engu :)

upg8 skrifaði:Prófa að velja perform scaling on GPU?

Prufaði þetta er það breytti engu. Prufaði líka að setja scaling mode í aspect ratio, full-screen og no scaling en allar stillingar gáfu sömu útkomu og löguðu ekki vandamálið. Prufaði allar scaling mode stillingarnar á bæði GPU scaling og display scaling.



Í Change resolution tabinu í Nvidia control panel eru gefnir upp tveir listar yfir upplausnir sem ég get stillt á. Annar listinn er merktur "Ultra HD, HD, SD og leyfir hann mest 1920x1080 sem er native upplausn á sjónvarpinu. Hinn listinn er merktur "PC" og fer bara uppí 1360x768 og ef ég stilli á þá upplausn þá virkar allt scaling rétt, en þessi upplausn er auðvitað ekki boðleg, sérstaklega þar sem tölvuskjárinn minn er í 1920x1080 og vont að hafa mismunandi upplausn á skjánum.
Ef ég reyni að búa til custom resolution, 1920x1080, 60hz, 32bit progressive þá segir tölvan að þessi upplausn sé nú þegar til í PC listanum, sem er ekki rétt. Þannig að ég get ekki búið til custom resolution sem ég gæti hugsanlega notað nema einhver viti ráð til þess að búa hana til.



Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með screen resolution á TV tengt við PC

Pósturaf upg8 » Þri 08. Nóv 2016 18:33

Af forvitni, hvað gerist þegar þú velur 1920x1080 interlaced?


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"


Höfundur
Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 604
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 86
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með screen resolution á TV tengt við PC

Pósturaf Manager1 » Þri 08. Nóv 2016 19:12

upg8 skrifaði:Af forvitni, hvað gerist þegar þú velur 1920x1080 interlaced?

Meinaru þegar ég geri custom resolution? Tölvan leyfir mér að búa hana til og bætir henni við listann yfir custom resolutions en þegar ég haka við hana og smelli á OK þá gerist ekki neitt nema glugginn yfir custom resolutions lokast. Custom upplausnin bætist við hvorugan resolution listann og ég get þ.a.l. ekki valið hana eða notað.



Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með screen resolution á TV tengt við PC

Pósturaf upg8 » Þri 08. Nóv 2016 20:54

Ekki skoða undir PC upplausnum, það á að vera sér section fyrir sjónvörp ef þú tengir það með HDMI tengi (Ultra HD, HD, SD) og þar áttu að geta valið 1080i án þess að bæta við custom upplausn.


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"


Höfundur
Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 604
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 86
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með screen resolution á TV tengt við PC

Pósturaf Manager1 » Þri 08. Nóv 2016 21:40

Já get valið 1920x1080 þar en enn sama vandamálið.



Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2492
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 116
Staða: Tengdur

Re: Vandamál með screen resolution á TV tengt við PC

Pósturaf svanur08 » Mið 09. Nóv 2016 03:34

Prufa næst að setja nýjann skjákorts driver?


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR


Höfundur
Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 604
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 86
Staða: Ótengdur

Re: [Leyst]Vandamál með screen resolution á TV tengt við PC

Pósturaf Manager1 » Mið 09. Nóv 2016 22:25

Fyndið hvað vandamál sem líta út fyrir að vera flókin geta svo reynst ótrúlega einföld.

Undir Display settings í Windows er stilling sem heitir "change the display size of text, apps and other items". Windows datt í hug að hafa recommended stillingu á sjónvarpinu í 150% og var þ.a.l. default stilling, ég breytti í 100% og vandamálið leystist :D

Að þetta væri stillt á 150% hafði algjörlega farið framhjá mér, enda mest skoðað stillingar í Nvidia control panel, en ég er bara ánægður með að vandamálið er úr sögunni og ég get farið að nota sjónvarpið sem viðbótarskjá aftur.

*Edit*

Takk allir fyrir að hafa nennt að hjálpa mér :-)



Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2492
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 116
Staða: Tengdur

Re: [Leyst]Vandamál með screen resolution á TV tengt við PC

Pósturaf svanur08 » Fim 10. Nóv 2016 07:06

Frábært þú fannst út úr þessu. :)


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR