Draga cat steng í símarör

Skjámynd

Höfundur
Krissinn
1+1=10
Póstar: 1121
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 21:19
Reputation: 1
Staðsetning: RNB
Staða: Ótengdur

Draga cat steng í símarör

Pósturaf Krissinn » Fös 09. Sep 2016 23:34

Ég var að reyna að draga cat streng úr main símdós í aðra símdós en ég kem ekki dragvírinum alla leið :/ Ég ætlaði að nota þessa leið til að koma netköplum yfir í herbergin. Hvað gæti verið að koma í veg fyrir að ég næ ekki að draga vírinn í gegn? Í main símdós koma 2 vírar úr kjallara og svo fara 2 vírar úr main símdós í rör sem liggur upp í loft og í aðra símdós inn í hjónaherbergi. Ég var að reyna þetta með dragvír úr stáli.




Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Draga cat steng í símarör

Pósturaf Dúlli » Lau 10. Sep 2016 01:33

Er eithvað í rörinu nú þegar ? Ef svo þá getur það verið ástæðan, þá er sniðugt að taka spotta binda á einn enda og draga í gegn og svo taka fjöður í gegn.



Skjámynd

Squinchy
FanBoy
Póstar: 774
Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
Reputation: 44
Staðsetning: Grafarholt
Staða: Ótengdur

Re: Draga cat steng í símarör

Pósturaf Squinchy » Lau 10. Sep 2016 02:13

Þessar stálfjaðrir eru ekki í uppáhaldi hjá mér, eru frekar máttlausar í beygjum.
Gætir prófað að setja ryksuguna á rörið til að vera viss um að main dósin sé ekki að koma við einhverstaðar áður en hún fer í hjónaherbergið


Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Gaming X+ 8GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a

Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS


arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 945
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: Draga cat steng í símarör

Pósturaf arons4 » Lau 10. Sep 2016 02:35

Mjög oft í gömlum húsum þar sem síminn er dreginn úr einni dós í aðra þannig það getur vel verið að þetta fari í gegnum aðra dós á leiðinni í hjónaherbergið. Getur prufað að hreyfa við símavírnum og vita hvort hann hreyfist hinumegin til að útiloka það.




axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1783
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 75
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Draga cat steng í símarör

Pósturaf axyne » Lau 10. Sep 2016 07:57

Ertu að nota einhverja feiti/smurningu með fjöðrinni ?
Ef ekki, þá mæli ég með að þú útvegir þér svoleiðis.


Electronic and Computer Engineer

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5017
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 892
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Draga cat steng í símarör

Pósturaf jonsig » Lau 10. Sep 2016 11:20

Þegar ég var ungur í rafvirkjun og síðustu örþrifaráðin voru eftirfarandi.

2. notaður var gamli vírinn í rörinu til að draga 1 eða 2 nýja í staðinn.

1.... Komist var yfir girni, eins fínt og mögulegt var. Fest á það lítill bútur af plastpoka á endan. Svo við hinn enda rörsins var annar með ryksugu
og einhverja fixeringu eins og td áfastan 16mm barka/afskorna plastflösku til að troða inní eða reyna þétta rörið á hinum endanum til að fá sem best sog gegnum lögnina.
ÞEGAR fína girnið komst í gegn var fest á það nylon reipi (þetta appelsínugula) því girnið var of fínt til að draga fjöðrina næst. Síðan var fjöðrin dregin með nylon reipinu.

eins og ég segi þá var þetta last resort en virkaði nánast alltaf þegar allt annað var reynt.



Skjámynd

Höfundur
Krissinn
1+1=10
Póstar: 1121
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 21:19
Reputation: 1
Staðsetning: RNB
Staða: Ótengdur

Re: Draga cat steng í símarör

Pósturaf Krissinn » Fös 23. Sep 2016 20:45

Dúlli skrifaði:Er eithvað í rörinu nú þegar ? Ef svo þá getur það verið ástæðan, þá er sniðugt að taka spotta binda á einn enda og draga í gegn og svo taka fjöður í gegn.


Það eru 2 vírar í hina símdósina.



Skjámynd

Höfundur
Krissinn
1+1=10
Póstar: 1121
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 21:19
Reputation: 1
Staðsetning: RNB
Staða: Ótengdur

Re: Draga cat steng í símarör

Pósturaf Krissinn » Fös 23. Sep 2016 20:45

axyne skrifaði:Ertu að nota einhverja feiti/smurningu með fjöðrinni ?
Ef ekki, þá mæli ég með að þú útvegir þér svoleiðis.


Hvar fæ ég slíkt? :)



Skjámynd

Höfundur
Krissinn
1+1=10
Póstar: 1121
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 21:19
Reputation: 1
Staðsetning: RNB
Staða: Ótengdur

Re: Draga cat steng í símarör

Pósturaf Krissinn » Fös 23. Sep 2016 20:47

arons4 skrifaði:Mjög oft í gömlum húsum þar sem síminn er dreginn úr einni dós í aðra þannig það getur vel verið að þetta fari í gegnum aðra dós á leiðinni í hjónaherbergið. Getur prufað að hreyfa við símavírnum og vita hvort hann hreyfist hinumegin til að útiloka það.


Þessi eign er byggð 1989, Ég hef prófað að hreyfa við þeim og þeir hreyfast alveg :) Það eru einungis 2 símdósir til staðar.



Skjámynd

Höfundur
Krissinn
1+1=10
Póstar: 1121
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 21:19
Reputation: 1
Staðsetning: RNB
Staða: Ótengdur

Re: Draga cat steng í símarör

Pósturaf Krissinn » Fös 23. Sep 2016 20:47

Squinchy skrifaði:Þessar stálfjaðrir eru ekki í uppáhaldi hjá mér, eru frekar máttlausar í beygjum.
Gætir prófað að setja ryksuguna á rörið til að vera viss um að main dósin sé ekki að koma við einhverstaðar áður en hún fer í hjónaherbergið


Það var það fyrsta sem ég prófaði.



Skjámynd

Oak
Bara að hanga
Póstar: 1590
Skráði sig: Fim 15. Okt 2009 16:51
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Draga cat steng í símarör

Pósturaf Oak » Fös 23. Sep 2016 21:00

Það getur verið varasamt að draga meðfram þar sem er eitthvað fyrir í rörinu. Best settur að draga t.d. fjöðrina á vírnum sem er í og draga þá tvo cat strengi þegar að þú ert kominn með fjöðrina í gegn. Það gengur náttúrulega ekki ef rörið er ekki nógu stórt.
Getur notað sápu sem feiti eða talað við næsta rafvirkja og fengið smá í box eða eitthvað, óþarfi að kaupa brúsa fyrir eina lögn. Setur feitina á þegar að þú ert að draga cat-inn í gegn.


i7 950 @ 3.2 GHz | Scythe Yasha | GA-X58A-UD3R | Mushkin 12GB kit (3x4GB) DDR3 1333MHz | PNY GTX570 | HDD 1 TB | Tacens 700W | 24" ViewSonic | W7 x64

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5017
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 892
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Draga cat steng í símarör

Pósturaf jonsig » Fös 23. Sep 2016 21:17

EKKI SÁPU!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Breytist í lím eftir smá tíma.