Síða 1 af 1

get ekki tengst netinu á windows 10

Sent: Þri 24. Maí 2016 16:49
af thorby
Hæ, ég var að fá nýja tölvu í gær með windows 10 en vandinn er að ég get ekki tengst netinu, það kemur bara no connections available, svo ætlaði ég að prufa að gera reset computer to factory en þá er það ekki heldur hægt, kemur bara eitthvað babl um missing files.
En ég er með aðra tölvu og downloadaði driver í hana sem gæti vantað en þá vantar mig brennara til að brenna driverinn og koma honum í nýju tölvuna.
Æ, þetta er eitthvað ömurlegt vesen, hvaða brennara væri best að nota til að brenna á cd disk eða dettur ykkur eitthvað annað í hug? Þið væruð algerir lifesavers ef þið gætuð aðstoðað mig í þessu.

kv. thorby

Re: get ekki tengst netinu á windows 10

Sent: Þri 24. Maí 2016 16:57
af Sam
Ég myndi biðja söluaðilann að redda þessu.

Re: get ekki tengst netinu á windows 10

Sent: Þri 24. Maí 2016 17:13
af Andri Þór H.
Gætir reddað þer USB lykli til að setja driverana á (8GB kostar 1250kr í Tölvulistanum) eða tengja símann þinn við og setja inná hann og tengjann svo við tölvuna sem er netlaus.

Re: get ekki tengst netinu á windows 10

Sent: Þri 24. Maí 2016 17:20
af gutti
ef þú átt usb lykill þá getur nota recovery frá microsoft.

Re: get ekki tengst netinu á windows 10

Sent: Þri 24. Maí 2016 22:14
af AntiTrust
Nota USB, mikið fljótlegra en að skrifa á disk.

Varstu að kaupa nýja tölvu út úr verslun? Þetta hljómar eins og þú hafir fengði tölvu afhenta með engum reklum. Borðtölva eða fartölva?