Enn og aftur: Hive

Fyrir Hive notendur: Ert þú ánægð/ur með hraðann sem þú ert að fá?

16
36%
Nei
28
64%
 
Samtals atkvæði: 44


Höfundur
olibuijr
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Fös 07. Nóv 2003 19:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Enn og aftur: Hive

Pósturaf olibuijr » Mið 05. Jan 2005 12:32

Í byrjun Desembermánaðar frétti ég af þeim gleðifréttum að það væri komið nýtt internetfyrirtæki á Íslandi sem biði upp á ókeypis download frá útlöndum og þar af leiðandi mundi veita manni aukið frelsi á internetinu. Auðvitað stökk maður á þetta og ekki spillir fyrir að þetta er ADSL2+ tenging og ég fékk mér 20mbit tengingu hjá þeim.

Efitir 11 daga bið eftir tengingu poppaði þetta inn hjá mér og þá varð hátíð á bæ. Þegar ég fer að prufa að ná í eitthvað frá útlöndum var ég að ná í skrár á um 50-60kb/sec frá USA. En u.þ.b. 10-30 frá Evrópu. Þessi hraði var nokkuð ásættanlegur af því að þetta er utanlandsdownload og frekar er ég til í að borga ekki krónu fyrir það frekar en morðfjár.

Innanlandsdownload er bara "djók". Ég er að ná í skrár innanlands á um 800-950kb/sec sem samsvarar hraðanum sem ég var að fá á gömlu 8mbit ADSL tengingunni hjá Línu.net. Það má til gamans geta að ég var að dowload frá útlöndum frá Línu.net var um 800-950kb/sec.

Núna, einum mánuði seinna og sennilega hafa nokkrir viðskiptavinir skráð sig hjá hive í millitíðinni er ég að fá u.þ.b. 15-20kb/sec frá USA og u.þ.b. 5-10kb/sec til Evrópu. Þessi hraði er að öllu leiti óásættanlegur fyrir mig sem er að borga fyrir 20mbit á sec en félagi minn sem er með 8mbit frá sama þjónustuaðila er að fá nákvæmlega sama hraða.

Rétt úr þessu hringdi ég í þá og spurði hvort að það væri langt í að þeir stækkuðu tenginguna sína við útlönd og þeir sögðu við mig um 2-3 vikur. Þessi stækking á tengingunni á sennilega eftir að framkalla einhverja hraðaaukningu en hvað með evrópu? Hive.is að minni bestu kunnáttu (leiðréttið mig ef ég hef ekki rétt fyrir mér) notast við utanlandsgátt í gegnum Cantat-3 sæstrenginn og þar af leiðandi ef ég ætla að nálgast eitthvað efni frá evrópu þá fer það í gegnum bandaríkin fyrst sem skapar fjöldann allann af extra hoppum.

Varðandi innanlandshraðann, þá er ég búinn að hringja margoft í þá og spurja þá af hverju þetta sé svona og ég er búinn að keyra hraðatest sem er hýst á kerfi línu net sem er sama kerfi og hive.is notast við og á hraðatesti http://speed.linanet.is er ég að fá um 800-900kb/sec. Af hverju er ég ekki að fá réttann hraða miðað við 20mbit tengingu innan kerfis hjá línu.net?


En samt svona í alvöru talað. Ég er ekkert bitur! :P

kv.
./olibuijr



Skjámynd

jericho
FanBoy
Póstar: 794
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 136
Staða: Ótengdur

Pósturaf jericho » Mið 05. Jan 2005 15:13

sælir

Ég hef sömu sögu að segja, nema hvað að mín er ekki alveg jafn sorgleg, þar sem ég fékk mér eingöngu 8mbit tengingu. Ætli ég sé ekki að fá svipaðan hraða og þú. Á Huga.is er hægt að ná í t.d. 100MB file til að ath hraðann og ég var að fá 800-900kB/s. Mér liggur furða á að vita hve lengi stækkunin á utanlandsgáttinni mun endast. Ef ég verð ekki ánægður með tenginguna eftir stækkunina, mun ég íhuga það alvarlega að skipta um internetþjónustu.

En þeir nota jú Cantat-3 strenginn og ég held að það muni vera óbreytt eftir stækkunina. Mér finnst eins og allt sé í e-s konar biðstöðu, þangað til stækkunin kemur. Lítið hægt að tjá sig um þetta fyrir þann tíma....

jericho



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q


ParaNoiD
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 307
Skráði sig: Fim 26. Feb 2004 21:08
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf ParaNoiD » Mið 05. Jan 2005 15:25

ég er bæði ánægður og óánægður :)

ég er alveg að fíla þennann góða hraða innanlands og er að fá þar 1.2mb sek en að utan þennann grátlega lága hraða og er það algjört pain þegar mar er bara rétt að reyna að sækja nýjustu drivera og svona :(

samt ... ég meina ... þetta er bara cappað er það ekki ?
það er ekki alltaf svona mikið álag á strengnum er það nokkuð ?
alveg sama á hvaða tíma mar reynir að sækja eitthvað þá er þetta hraðinn sem er í gangi :(




Stebet
spjallið.is
Póstar: 424
Skráði sig: Fös 25. Jún 2004 22:15
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stebet » Mið 05. Jan 2005 15:33

Evrópusamband Hive fer gegnum Farice.. allavega það sem ég hef skoðað.. prófaðu bara að skoða með "tracert".

fékk meira að segja fínt ping í Battlefield 1942 á breskum og hollenskum serverum.

Hins vegar er sambandið við ameríku gjörsamlega að skíta á sig. Cantat gáttin þeirra er alveg ömurleg, sem gerir það að verkum að ég get ekki spilað MMORPG leikina mína sökum laggs og server disconnecta :( (ég er að spila World of Warcraft og Ultima Online).

Einnig er ég mjöööööög svekktur að heyra að þeir hafi sagt að 2 - 3 vikur væru í stækkun því fyrir ekki meira en 3 dögum síðan tjáðu þeir mér að stækkuninn yrði gerð á allra fyrstu dögum og í fyrstu viku janúar! :evil:

Ég er alvarlega að íhuga að heimta það að þurfa ekki að borga fyrsta mánuðinn ef þetta verður svona!



Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1884
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 63
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf emmi » Mið 05. Jan 2005 15:42

Málið er að það er ekki komið út final útgáfa af firmware fyrir Zyxel 660 og 662 (geri ráð fyrir að þú sért með Zyxel) sem kemur ADSL2+ í almennilega keyrslu. Ég er sjálfur með 20mbit tengingu heima í gegnum fyrirtækið sem ég vinn hjá og fæ ekki nema 950Kb/s. Ég hef talað við ZyXEL í UK og þeir segja að það sé von á final útgáfu um miðjan feb í síðasta lagi í enda febrúar.

Utanlandsgátt Hive er 20mb í gegnum Cantat, en á næstu 2-3 vikum stækka þeir hana aukalega um 155mb þannig að sambandið út ætti að skána helling.



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2831
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 211
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Pósturaf CendenZ » Mið 05. Jan 2005 17:10

hún er 20 mb og þar af 4mb secure


hehe... gaman að hafa 20 mb tengingu og hafa kannski 10 manns með 20 mb adsl :P




Höfundur
olibuijr
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Fös 07. Nóv 2003 19:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf olibuijr » Mið 05. Jan 2005 18:39

Ég get ekki spilað Counter Strike: Source t.d. á þýskum, breskum, frönskum serverum vegna þess að ég er með ping í kringum 500-600.

Ég gerði það að gamni mínu að keyra nokkur DSL test og hérna er útkoman:

ADSLGuide (Bretland)
http://www.adslguide.org.uk/tools/speedtest.asp

Do not use your connection until the test has finished.
Analysing your connection...
Testing downstream speed...
Downloaded 131070 bytes in 52828ms (19 kbps)

Speed.linanet.is
http://speed.linanet.is (prufist með internet explorer)

Áætlaður gagnahraði þinn er: 9668.2 Kbps or 1184.8 K bytes/sec

Síminn Internet
http://www.simnet.is/hradatest/?size=1024

Þinn hraði: 6974.5 kbits/s *
Sóknarhraði: 871.816 kB/s *
Keyrslutími: 1.178sek.



Skjámynd

jericho
FanBoy
Póstar: 794
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 136
Staða: Ótengdur

Pósturaf jericho » Mið 05. Jan 2005 23:02

Ég er með 8 mbit tengingu hjá Hive

Bretland - æ ég á eftir að setja inn java plugin - leituh

Speed.linanet.is
http://speed.linanet.is (prufist með internet explorer)

Áætlaður gagnahraði þinn er: 5554.8 Kbps or 680.7 K bytes/sec

Síminn Internet
http://www.simnet.is/hradatest/?size=1024

Þinn hraði: 4676.1 kbits/s *
Sóknarhraði: 584.519 kB/s *
Keyrslutími: 1.757sek.



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q


arro
Nörd
Póstar: 105
Skráði sig: Mið 20. Okt 2004 19:02
Reputation: 0
Staðsetning: 201
Staða: Ótengdur

Pósturaf arro » Fim 06. Jan 2005 00:23

Ég hef sömu sögu að segja er með 20Mbits og næ um 7Mbits innanlands (um 880Kbytes/s) en utanlands næ ég um 15Kbytes/s...

Hafði samband við Hive og þeir segja að 15Kbytes sé vegna þess að bandbreiddin verði stækkuð núna í vikunni (var sagt 5-6 jan, hringdi 2. jan).

Nú er það þannig í kvöld að ég næ ekki einu sinni sambandi við Paypal á https ... og það er orðið helvíti hart þegar þetta er orðið það hægvirkt að maður getur ekki einu sinni browsað á http !!!!

Ég ætla að gefa þeim séns fram að helgi en eftir það segi ég upp ef þetta kemst ekki í lag. Þetta er bara svindl svona, það er alveg á hreinu.

kv/ Arró



Skjámynd

arnarj
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Mán 28. Okt 2002 22:40
Reputation: 7
Staðsetning: 113 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf arnarj » Fim 06. Jan 2005 16:07

Ég veit fyrir víst að þetta er að komast í gagnið hjá þeim, ég get samt ekki sagt nákvæmlega hve margir dagar eru í það.



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2831
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 211
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Pósturaf CendenZ » Fim 06. Jan 2005 16:42

Simnet ætti að fara gera eitthvað í málinu :)



Skjámynd

hostage
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 01:37
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf hostage » Fim 06. Jan 2005 17:17

Þetta hljómar alls ekki fallega !

:?
hive.is : hringd inn og tengingu frestað tímabundið.

Talaði við starfsman og var sagt að þetta væri nýtt fyrirtæki ??????

stækkað um miðjan mánuð í fyrstalagi ....

Verkfræðingar að reyna að laga þetta :lol:

fallega.




kristjanm
1+1=10
Póstar: 1196
Skráði sig: Sun 20. Jún 2004 23:07
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf kristjanm » Fim 06. Jan 2005 17:22

hostage skrifaði:Þetta hljómar alls ekki fallega !

:?
hive.is : hringd inn og tengingu frestað tímabundið.

Talaði við starfsman og var sagt að þetta væri nýtt fyrirtæki ??????

stækkað um miðjan mánuð í fyrstalagi ....

Verkfræðingar að reyna að laga þetta :lol:

fallega.


Þetta eru nú meiru svikahrapparnir.




gutti
Bara að hanga
Póstar: 1594
Skráði sig: Lau 19. Apr 2003 22:56
Reputation: 44
Staðsetning: REYKJAVIK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gutti » Fös 07. Jan 2005 01:36

Ég hef lent í mjög miklu veseni með netið síðan ég fékk mér Hive. Þegar ég downloada frá útlöndum er hraðinn um 5 til 25Kbps og stundum minna. Ég er orðinn frekar þreyttur á því að það sé ekki hægt að nota netið án þess að detta af og til út :twisted: :evil: :x

*þýtt af þráðastjóra úr: "Ég hef lent mjög vesen með netið síðan ég fékk það aðalega. Þegar ég er að reyna að DL frá netið fæ kringum um 5 til 25 kb. Varla minna frekar orðin þreyttur á því, Sé ekki hægt að vera á netið á þess að detta af til á netið"*



Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1884
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 63
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf emmi » Fös 07. Jan 2005 13:12

Ég myndi bíða aðeins rólegur, þetta er að bresta á hjá þeim. Mjög líklega í næstu viku.




Stebet
spjallið.is
Póstar: 424
Skráði sig: Fös 25. Jún 2004 22:15
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stebet » Fös 07. Jan 2005 13:42

Hef smá fréttir að færa ykkur. Ég spurðist fyrir um hvort það væri einhver forgangsröðun á nettraffíkinni utanlands, þar sem ég sé töluverðan mun á því hvort ég er að vafra eða reyna að spila netleik (World of Warcraft). Ég get til dæmis vafrað fínt og downlódhraða hef ég séð fara mest upp í 80kb á sek sem mér finnst ágætt miðað við stærð utanlandsgáttarinnar. Hins vegar virðist World of Warcraft ekki ná nokkru samband og ef það gerist er það í besta falli slitrótt og afar hægt sem meikar engann sens miðað við hversu fínt gengur ða vafra. Því sendi ég til þeirra póst og spurðist fyrir um þetta og fékk eftirfarandi svar til baka:

"Það passar. Það er einhver forgangsröðun í gangi, og hún virðist vera of öfgafull. Við erum að láta skoða þetta. Einnig eru nokkrar tegundir umferðar sem er að fá allt of lítinn forgang m.v. mikilvægi.
Ég vona að þetta komi í lag sem fyrst"

Þannig að vandamál við netspilun eru ekki endilega takmörkuð af stærð utanlandsgáttarinnar hjá þeim, heldur virðast vera einhver vandamál við forgangsröðun (væntanlega á TCP) hjá þeim. Ég skil vel að almennt ráp sé látið hafa forgang (væntanlega bara port 80 þá) og kannski port eins og bittorrent notar (6881 - 6889) fái minni forgang. Þess vegna fyndist mér æskilegt að netleikir fengju jafnmikinn ef ekki meiri forgang en port 80 því þeir nota jú töluvert minni bandvídd (um 1kb á sek í tilfelli WoW) og því myndi það ekki trufla aðrar tengingar að neinu leyti.

Það væri því fínt ef aðrir hérna sem eru tengdir hjá Hive og eru í sömu aðstöðu (vilja spila netleikina sína, hvort sem það eru MMORPG's eða FPS) myndu einnig senda þeim póst og fara fram á að þeir skoðuðu þetta sem fyrst, allavega fyrst utanlandsgáttin er ekki að fara að stækka alveg strax.



Skjámynd

jericho
FanBoy
Póstar: 794
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 136
Staða: Ótengdur

Pósturaf jericho » Fös 07. Jan 2005 14:38

Góður punktur.

Það stemmir einmitt að hægt er að vafra á netinu á þokkalegum hraða (+50 kB/sec) en þegar kemur að WoW, þá fær maður varla nokkuð samband.

Ég sendi þeim því póst nú rétt í þessu, þar sem ég bað þá um að skoða þessi mál hið allra fyrsta og vonaðist eftir svari frá þeim fljótlega. Ég læt vita hvernig fer...



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q


Geita_Pétur
Nörd
Póstar: 108
Skráði sig: Fim 07. Okt 2004 00:44
Reputation: 0
Staðsetning: Island
Staða: Ótengdur

Pósturaf Geita_Pétur » Fös 07. Jan 2005 15:51

Það ser samt "Hryllingur" að fara inn á "secure" vefsíður.

Ég var að panta af ebay og þurfti bæði að fara inn á secure síðu hjá þeim og svo hjá paypal og það bara gekk ekki, eftir að vera búinn að rembast við af hlaða niður einni síðu þá gafst ég, upp og kláraði dæmið í annarri tölvu annarstaðar

Það sama á við um dc++ ég er að fá 28.8 módemhraða og þaðan af verra í gegnum erlenda höbba, emule er hinsvegar að virka betur þó að hraðinn þar sé almennt ekki mikill.

Ég er nú samt ekki farinn að rífa af mér hárinn ennþá þar sem þeir lofa betrumbótum




Stebet
spjallið.is
Póstar: 424
Skráði sig: Fös 25. Jún 2004 22:15
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stebet » Fös 07. Jan 2005 16:16

Geita_Pétur skrifaði:Það ser samt "Hryllingur" að fara inn á "secure" vefsíður.

Ég var að panta af ebay og þurfti bæði að fara inn á secure síðu hjá þeim og svo hjá paypal og það bara gekk ekki, eftir að vera búinn að rembast við af hlaða niður einni síðu þá gafst ég, upp og kláraði dæmið í annarri tölvu annarstaðar

Það sama á við um dc++ ég er að fá 28.8 módemhraða og þaðan af verra í gegnum erlenda höbba, emule er hinsvegar að virka betur þó að hraðinn þar sé almennt ekki mikill.

Ég er nú samt ekki farinn að rífa af mér hárinn ennþá þar sem þeir lofa betrumbótum


Það meikar sens þar sem "secure" vefsíður (HTTPS) nota yfirleitt port 443 en ekki 80 eins og venjulegt http. Þannig að líklega er þetta annað dæmi um mistök við forgangsröðun hjá þeim. En eins og ég sagði líka áður að þá skil ég að hlutir eins og bittorrent, emule, DC++ o.s.frv fái lægri forgangsröðun þar sem þessi forrit eru oft mestu bandvíddarhákarnir.




so
Ofur-Nörd
Póstar: 234
Skráði sig: Mið 07. Jan 2004 20:07
Reputation: 0
Staðsetning: Hornafjörður
Staða: Ótengdur

Pósturaf so » Fös 07. Jan 2005 21:36

Því miður og sem betur fer get ég ekki fengið mér Hæg tengingu þar sem ég bý út á landi. Vona samt að þeir hjá Hæg.is fari að hysja upp um sig :D


Athlon64 X2 5000+, Gigabyte GA-MA-770-DS3, 4GB Corsair, 2* Seagate 500GB, Xerox 19", Neovo 20" LCD skjáir

Skjámynd

jericho
FanBoy
Póstar: 794
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 136
Staða: Ótengdur

Pósturaf jericho » Mán 10. Jan 2005 12:40

jæja - alltaf lengist og lengist tíminn þar til Hive stækkar utanlandsgáttina sína.

-Þriðjudaginn 4.jan hringdi ég og ath hvenær stækkunin átti að koma í gagnið. Mér var sagt að vonandi yrði það fyrir helgi. Hún yrði a.m.k. fyrir 10.jan

Fimmtudaginn 6.jan hringdi ég og spurðist fyrir um stækkunina. "Í næstu viku" var sagt. Ég sendi einnig póst og spurði þá hvenær við mættum eiga von á stækkuninni.

-Föstudaginn 7. jan hringdi ég og grennslaðist fyrir um stækkunina. En mér var tjáð að það yrði á næstu vikum. Hvað það þýða margar vikur, það veit ég ekki. Ég spurði því um forgangsröðunina sem Stebet minntist á í pósti sínum. Svo virtist sem sum port fengu meiri forgang en önnur, og forgangsröðunin er í algeru rugli. Ég lét Hive-menn vita af óánægju margra sem væru t.d. að spila leiki sem ekki þyrftu meira en ca 1kB/sek, en fengu nánast engan forgang og væru þar af leiðandi óspilanlegir.
Ég spurði því starfsmanninn hvort það tæki ekki styttri tíma að breyta forgangsröðuninni eitthvað, í stað þess að við þyrftum að bíða í nokkrar vikur eftir stækkuninni... hann kvað að það væri svo mikið mál, sem ég get reyndar ekki skilið. Ef þeir settu t.d. DC, Bittorrent o.þ.h. í lágmarksforgang, mætti laga heilmikið og forrit sem nota sáralitla bandvídd fengu strax forgang.

Mánudaginn 10.jan fékk ég svar við póstinum sem ég sendi fimmtudag 6.jan. Þar var sagt að tengingin kæmi í upphafi febrúar.


Einhvernveginn fæ ég það á tilfinninguna að páskarnir komi á undan þessari blessuðu stækkun...
Síðast breytt af jericho á Fim 03. Feb 2005 11:50, breytt samtals 2 sinnum.



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q


Stebet
spjallið.is
Póstar: 424
Skráði sig: Fös 25. Jún 2004 22:15
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stebet » Mán 10. Jan 2005 13:54

Fyrir þá sem spila netleiki (t.d. WoW) og vilja betri utanlandssamaband (án þess að lagga til dauða) þá er til lausn (þó hún sé kannski ekki aðgengileg öllum). Hún byggist á því að viðkomandi hafi (eða þekki einhvern sem hefur) aðgaðng að server sem þarf auðvitað betri utanlandstengingu en Hive eins og er og hann getur sett upp forrit á.

Lausnin er að útbúa SOCKS Proxy server og beina t.d. WoW gegnum hann í stað þess að tengjast beint gegnum Hive.

Þau forrit sem þarf eru eftirfarandi:
Server (einhver með betri utanlandssamband en Hive) - FreeProxy
CLient (tölvan sem ætlar að spila WoW) - SocksCap

Uppsetningin er ekki ýkja flókin.

Á servernum setti ég upp FreeProxy, setti í gang og breytti honum úr WebProxy (sem er default) yfir í SOCKS Proxy. Svo stillti ég hann á að nota einungis FreeProxy authentication og setti upp user fyrir mig. Svo savea ég stillingarnar og starta honum upp í console mode( einnig hægt að starta sem service).

Á clientinum setti ég upp SocksCap. Startaði því og setti upp slóðina á proxy serverinn ásamt notandaupplýsingunum. Svo bætti ég WoW inn sem applicationi sem átti að routa gegnum proxyinn og *púff*. Laggfrír WoW og allt í gúddi... i'm so happy right now :8)

P.S.
Ég veit ekki hversu mikið lagg bætist við þetta með því að fara gegnum proxy þannig að ég veit ekki hvort þetta borgar sig fyrir CS og aðra fyrstu persónu skotleiki þar sem lagg skiptir höfuðmáli.

EDIT: Breytti linknum á FreeProxy... hinn var fökkd!




KinD^
Ofur-Nörd
Póstar: 278
Skráði sig: Þri 04. Nóv 2003 02:01
Reputation: 0
Staðsetning: VKóp
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf KinD^ » Þri 11. Jan 2005 20:01

Well þetta er h20 tenging hjá hive,

hahhaha

ADSLGuide (Bretland)
Your Connection
Direction
Actual Speed
True Speed (estimated)

Downstream 12 Kbps (1.5 KB/sec) 12 Kbps (inc. overheads)
Upstream 36 Kbps (4.5 KB/sec) 38 Kbps (inc. overheads)

Hærri upload hraði en sóknarhraði

Speed.linanet.is
Áætlaður gagnahraði þinn er: 9168.5 Kbps or 1123.6 K bytes/sec

Síminn Internet
Sóknarhraði: 860.854 kB/s *
Keyrslutími: 1.193sek.


mehehehehehe ?


Korter
Nýliði
Póstar: 14
Skráði sig: Lau 09. Okt 2004 21:30
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Korter » Mið 12. Jan 2005 23:51

Væntanlega hafa flestir Hive notendur fengið póst í dag:
Stækkun á útlandagátt hafin.

Um miðbik næstu viku mun Hive ljúka fyrsta áfanga á stækkun útlandagáttar Þessi stækkun eykur gagnaflutningsgetu Hive út úr landi um 50%- 100%. Í lok janúar mun Hive taka í notkun sína eigin útlandagátt, óháða öðrum fjarskiptafyrirtækjum, sem mun gera okkur kleift að veita viðskiptavinum okkar enn betri þjónustu.

Eftir að við fórum í loftið hefur aðsókn í tengingar frá Hive farið fram úr björtustu vonum. Íslendingar kunna greinilega vel að meta það frelsi að geta halað niður gögnum frá útlöndum án þess að hafa áhyggjur af aukakostnaði.


Með bestu kveðju

Hive.



Skjámynd

noizer
Tölvutryllir
Póstar: 699
Skráði sig: Fös 24. Sep 2004 18:40
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Pósturaf noizer » Fim 13. Jan 2005 00:00

Pabbi pantaði Hive 8 mb/s og það var sagt við hann að þetta kæmi eftir 5-10 daga. Svo hringdi hann aftur eftir einhverja daga og það var sagt við hann að við mættum ná í þetta eftir ca. 3 vikur (þetta var sko sagt þegar búnir voru 5 dagar síðan við pöntuðum)