Síða 1 af 2

Síminn að afnema utanlandsdownload eftir áramót?

Sent: Lau 25. Des 2004 02:15
af Sveinn
Einhver fugl upp í tré hvíslaði að mér að það ætti kanski að afnema utanlandsdownload eftir áramót, eitthvað vit í því?

Sent: Lau 25. Des 2004 02:17
af MezzUp
Ólíklegt að það gerist strax eftir áramót, en maður veit aldrei ;) (og heldur í vonina :P)

Sent: Lau 25. Des 2004 03:24
af skipio
Neinei, þarf ekkert að vera ólíklegt. Ef Farice breytir verðskránni sinni gerist það einmitt um áramótin og þá er kjörið fyrir Símann að nýta sér það og lækka einnig sín verð.

Sent: Mán 27. Des 2004 09:37
af einarsig
Síminn "má ekki" fella niður utanlandsrukkið vegna þess að Síminn er að selja sumum netveitu aðgang að sínum strengjum, þeir aðilar sem eru að leigja hlut í strengjunum sem síminn er með verða þess vegna að hætta að rukka fyrir download.

Samkeppnisstofnun myndi vera fljót að setja bann á þessa niðurfellingu og segja það brot á samkeppnislögum.

Svo stórlega efast ég um að netveitur á Íslandi vilji fella niður þessa tekjulind, halda bara áfram að taka okkur ósmurt í taðgatið.

Hive er hinsvegar álitlegur kostur fyrir þá sem eru að borga meira en 7 þúsund í internet kostnað á mánuði, þessi almenni notandi er að borga að meðaltali 4-5 þús, og því klárlega ekki að borga sig að fara yfir til hive.

Sent: Mán 27. Des 2004 12:41
af MezzUp
einarsig skrifaði:Samkeppnisstofnun myndi vera fljót að setja bann á þessa niðurfellingu og segja það brot á samkeppnislögum.
Þeir eiga nú ekki að geta sagt neitt á meðan Síminnn er ekki að niðurgreiða þetta?

einarsig skrifaði:Svo stórlega efast ég um að netveitur á Íslandi vilji fella niður þessa tekjulind, halda bara áfram að taka okkur ósmurt í taðgatið
Nei, þeir vilja það vitaksuld ekki, en ef að þeir eru að tapa mörgum viðskiptavinum til Hive neyðast þeir líklega til þess.

einarsig skrifaði:Hive er hinsvegar álitlegur kostur fyrir þá sem eru að borga meira en 7 þúsund í internet kostnað á mánuði, þessi almenni notandi er að borga að meðaltali 4-5 þús, og því klárlega ekki að borga sig að fara yfir til hive.
Rétt hjá þér, og það er líklega ástæðan fyrir því að Síminn getur verið nokkuð öruggur með sig, en maður veit nú ekki hversu margir hafa farið yfir til Hive.

ps. svo á Síminn vitaskuld alla landsbyggðina er það ekki?

Sent: Mán 27. Des 2004 14:47
af einarsig
MezzUp skrifaði:
einarsig skrifaði:Samkeppnisstofnun myndi vera fljót að setja bann á þessa niðurfellingu og segja það brot á samkeppnislögum.
Þeir eiga nú ekki að geta sagt neitt á meðan Síminnn er ekki að niðurgreiða þetta?

Finnst þér ekkert asnalegt að Ef Síminn myndi fella niður download gjaldið en halda samt áfram að rukka t.d hringiðuna fyrir downloadið sem þeirra kúnnar eru að nota ?


MezzUp skrifaði:
einarsig skrifaði:Hive er hinsvegar álitlegur kostur fyrir þá sem eru að borga meira en 7 þúsund í internet kostnað á mánuði, þessi almenni notandi er að borga að meðaltali 4-5 þús, og því klárlega ekki að borga sig að fara yfir til hive.
Rétt hjá þér, og það er líklega ástæðan fyrir því að Síminn getur verið nokkuð öruggur með sig, en maður veit nú ekki hversu margir hafa farið yfir til Hive.

ps. svo á Síminn vitaskuld alla landsbyggðina er það ekki?


held það alveg örruglega

Re: Síminn að afnema utanlandsdownload eftir áramót?

Sent: Mán 27. Des 2004 15:00
af Birkir
Sveinn skrifaði:Einhver fugl upp í tré hvíslaði að mér að það ætti kanski að afnema utanlandsdownload eftir áramót, eitthvað vit í því?

Vááá ég vona að þeir geri það ekki :lol:

Re: Síminn að afnema utanlandsdownload eftir áramót?

Sent: Mán 27. Des 2004 15:27
af Johnson 32
Birkir skrifaði:
Sveinn skrifaði:Einhver fugl upp í tré hvíslaði að mér að það ætti kanski að afnema utanlandsdownload eftir áramót, eitthvað vit í því?

Vááá ég vona að þeir geri það ekki :lol:


Nei einmitt ég vil nú dl eitthvað utanlands og getað farið á erlandar síður ;)

Sent: Mán 27. Des 2004 15:31
af MezzUp
einarsig skrifaði:
MezzUp skrifaði:
einarsig skrifaði:Samkeppnisstofnun myndi vera fljót að setja bann á þessa niðurfellingu og segja það brot á samkeppnislögum.
Þeir eiga nú ekki að geta sagt neitt á meðan Síminnn er ekki að niðurgreiða þetta?

Finnst þér ekkert asnalegt að Ef Síminn myndi fella niður download gjaldið en halda samt áfram að rukka t.d hringiðuna fyrir downloadið sem þeirra kúnnar eru að nota ?
Jújú, rétt hjá þér. Ef að Síminn myndi fella niður utanlandsdownloadskvóta þyrfti hann að bjóða öllu viðskiptavinum sínum það.
Ég hélt fyrst að þú værir að meina svona Flugleiðir/Iceland Express dæmi, tengdi ekki þess setningu við það fyrsta sem að þú sagðir :P

Birkir skrifaði:
Sveinn skrifaði:Einhver fugl upp í tré hvíslaði að mér að það ætti kanski að afnema utanlandsdownload eftir áramót, eitthvað vit í því?

Vááá ég vona að þeir geri það ekki :lol:
hehe, fattaði þetta ekki :)

Sent: Mán 27. Des 2004 18:45
af Emizter
En sko.. Síminn og Símnet eru ekki sömu fyrirtækin þannig séð sko.. og fyrirtækin verla við símann sjálfan er það ekki? Ekki símnet.. ?
Ég ætla samt ekki að vera að fulllyrða neitt.

Sent: Mán 27. Des 2004 19:14
af gumol
Emizter skrifaði:En sko.. Síminn og Símnet eru ekki sömu fyrirtækin þannig séð sko.. og fyrirtækin verla við símann sjálfan er það ekki? Ekki símnet.. ?
Ég ætla samt ekki að vera að fulllyrða neitt.

Ég hef bara aldrei heyrt þessa sögn áður, að verla.

Símnet er internet deild símans (símnet = Síminn Internet). Símnet er ekki sér fyrirtæki heldur hluti af Símanum.

Sent: Mán 27. Des 2004 19:43
af JReykdal
Internetþjónusta Símans er deild innan Símans en þarf að versla við t.d. Útlandagáttina eins og aðrir Internetþjónustuaðilar. Samkeppnislög og innri uppbygging Símans valda því.

Sent: Mán 27. Des 2004 19:53
af MezzUp
JReykdal skrifaði:Internetþjónusta Símans er deild innan Símans en þarf að versla við t.d. Útlandagáttina eins og aðrir Internetþjónustuaðilar. Samkeppnislög og innri uppbygging Símans valda því.

Þannig að þessar minni internetveitur standa jafnfætis Símnet gagnvart Utanlandsgáttinni?

Sent: Þri 28. Des 2004 01:21
af gnarr
fyrir utan ad simnet a hluta i farice, og er thessvegna ad borga sjalfum ser akvedna prosentu thegar their kaupa link til utlanda.

Sent: Þri 28. Des 2004 13:45
af einarsig
hva... gátuði ekki haldið ykkur frá vaktinni í fríinu ? ;)

Sent: Þri 28. Des 2004 16:53
af Birkir
einarsig skrifaði:hva... gátuði ekki haldið ykkur frá vaktinni í fríinu ? ;)

Þau tvö eru meira en nokkru sinni fyrr á Vaktinni núna :wink:

Sent: Þri 04. Jan 2005 22:50
af Sveinn
Jæja ég prufaði að senda Símanum póst sem hljóðaði svona:

"
Heyriði, ég er viðskiptavinur hjá ykkur og við erum eiginlega með allt
tengt
gegnum ykkur, farsíma og meira. En jæja hvað með það, mig langaði bara að
vita, ætliði ekkert að fara taka þennann utanlandsdownloadskvóta af? ég er
að verða klikkaður, það eru komnir hérna 3 dagar af mánuðinum og ég er
þegar
kominn af limit :l
"
Þeir svöruðu:

"
Sæll Sveinn

Það verður aldrei, að ég geti sagt 100%, hætt að rukka fyrir download
erlendis frá, við þurfum að borga leigu fyrir að nota strenginn eins og
önnur internet fyrirtæki. Hins vegar er Síminn Internet ekki að rukka fyrir
innanlands download og það er ekki okkar stefna að gera það í bráð.
"

Sent: Mið 05. Jan 2005 00:44
af vldimir
Æi, gaman að sjá hvað síminn er örlátur, láta okkur ekki borga fyrir innanlands downloadið en hafa utanlands downloadið upp úr öllu valdi.. En ég yrði s.s. alveg sáttur ef síminn myndi bara lækka utanlands downloadið slatta . Náttúrlulega best ef þeir myndu afnema það alveg en eins og hann sagði, það er ekki alveg að fara gerast!

Sent: Mið 05. Jan 2005 10:20
af Icarus
jájá... þeir sem sjá um að svara þessu e-mailum vita voða takmarkað um hvað er raunverulega að ske. Einnig finnst mér þessi yfirlýsing alltof sterk. Pabbi minn virðist halda því fram að síminn sé að fara að hætta með þetta en hann hefur ákveðin "sambönd" innan símans.... STÓR viðskiptavinur :lol:

Sent: Mið 05. Jan 2005 10:32
af emmi
Veistu sirka hvenær ?

Sent: Mið 05. Jan 2005 10:46
af tms
emmi skrifaði:Veistu sirka hvenær ?

Um svipað leiti og Dukenukem Forever kemur út!

Sent: Mið 05. Jan 2005 10:54
af gumol
Sveinn skrifaði:"Sæll Sveinn

Það verður aldrei, að ég geti sagt 100%, hætt að rukka fyrir download
erlendis frá, við þurfum að borga leigu fyrir að nota strenginn eins og
önnur internet fyrirtæki. Hins vegar er Síminn Internet ekki að rukka fyrir
innanlands download og það er ekki okkar stefna að gera það í bráð.
"

Við eigum semsagt bara að passa okkur að halda kjafti. Annars fara þeir að rukka fyrir innanlandsdl líka.
Það væri fróðlegt að fá að vita í hvað mánaðargjöldin fara fyrst þeir eru svona einstaklega góðir við okkur að gefa okkur innanlandsdownloadið frítt. Ég hef greinilega misskilið þetta eitthvað. Ég hélt að mánaðargjalds hlutinn sem fer til internetveitunnar (ekki það sem maður þarf að borga fyrir ADSL línuna) væri akkurat til að tengjast netinu.

Sent: Mið 05. Jan 2005 11:58
af emmi
Ithmos skrifaði:
emmi skrifaði:Veistu sirka hvenær ?

Um svipað leiti og Dukenukem Forever kemur út!


Haha, góður. Duke Nukem Forever er bara myth. :)

Sent: Mið 05. Jan 2005 12:09
af skipio
Duke Nukem Forever er sko víst á leiðinni - sjáiði bara til! :evil:

Allavega er ég að bíða eftir honum ... [-o<

Sent: Mið 05. Jan 2005 12:17
af tms