Síða 1 af 2

ISP að reyna að fara illa með mig?

Sent: Fös 01. Jan 2016 20:32
af HalistaX
Svo er mál með vexti að ég er á alveg hreint útsagt hræðilegri tengingu. Max speed er í kringum 470kbps og er max niðurhal 100gb. Þessvegna hef ég notað VPN þjónustu Lokunar síðasta árið. Ég er svo sem ekki sá eini á heimilinu en ég er vanalega sá eini sem notar netið af einhverri alvöru og. Á meðan það er verið að downloada @ full speed þá hægist verulega á netinu og geta aðrir varla skoðað póstinn eða Facebook fréttaveituna sína.

Fyrir desember fóru yfir 50gb yfir 100gb mörkin, eða 150ish gb í heildina þökk sé bróður mínum sem getur ekki fokkast fyrir sitt litla líf að nota VPN en hann var rétt svo að koma heim í hálfan mánuð vegna jólafrís í menntaskólanum þar sem hann fær endalaust niðurhal og einhverja helvítis hellings bandvídd. Allavegana, eins og þið sáuð kannski þá er ég að fikta í einhverju námu dóti og er ég svo heppinn/feginn að það þarf ööörlitla bandvídd til þess að worka það þannig að það fer ekki allt í klessu þó ég sé með það í gangi.

Það og að Streama American Dad þáttum af síðuni http://www.toonova.com/ er það eina sem ég gerði á netinu í nótt og ef ég þekki svona Stream síður og teiknimyndir rétt þá er niðurhalið fyrir hvern þátt sirka 90-150mb(Fer eftir gæðum) en klukkan 8:30-9 í morgun bankaði móðir mín hjá mér og sagði mér að kíkja á niðurhalsmælinn á síðuni hjá ISPanum okkar og sá ég þessa massífu 32gb tölu eins og sést á myndini hér að neðan.

Mín spurning er, þar sem ég er enginn stærðfræði snillingur, er fræðilegur að námuvinnan og Streamið og kannski eitthvað smotterí sem bróðir minn hefur verið að gera geti orsakað þessi 32gb? Miðað við að ef hann væri að downloada þá gæti ég ekki streamað og ef ég væri að streama gæti hann rétt svo spilað smá CS:GO. Að bestu vitund minnar var ég tengdur við Lokun alla nóttina, eru þeir kannski að skíta á sig?

Er ISPinn kannski að reyna að smjúga einhverju stóru og feitu uppí afturendann á okkur?
Því þeir hjá Gagnaveitu Suðurlands eru þeir einu á svæðinu sem bjóða uppá svona þjónustu þar sem innlenda niðurhalið er ókeypis og eiga þeir ALDREI eftir að viðurkenna(tala af reynslu) að þetta sé villa á þeirra enda.

Re: ISP að reyna að fara illa með mig?

Sent: Fös 01. Jan 2016 22:36
af frappsi
Ef þetta eru 470kbps max þá eru það 5GB á sólarhring max. Ef þetta eru 470kB/s (finnst það líklegra) þá eru það um 40GB/sólarhring max. Ég hef lent í því í gegnum tíðina að notkunartölur ISPanna geta hoppað upp og niður. Ef þetta verður ekki komið í lægri tölu á mánudaginn skaltu bara hringja í þá. Mig minnir að það sé hægt að fá sundurliðun á notkuninni. Hvernig router ertu með? Kannski er fídus í honum sem heldur utanum upp- og niðurhal.
Tengt þessu: Ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig þessum mælingum er háttað? Gilda einhverjar reglur um þetta og hvernig þetta er mælt, sbr. að hin og þessi mælitæki fyrir viðskipti (vogir, bensíndælur) þurfa löggildingu frá Einkaleyfastofu?

Re: ISP að reyna að fara illa með mig?

Sent: Fös 01. Jan 2016 22:48
af HalistaX
frappsi skrifaði:Ef þetta eru 470kbps max þá eru það 5GB á sólarhring max. Ef þetta eru 470kB/s (finnst það líklegra) þá eru það um 40GB/sólarhring max. Ég hef lent í því í gegnum tíðina að notkunartölur ISPanna geta hoppað upp og niður. Ef þetta verður ekki komið í lægri tölu á mánudaginn skaltu bara hringja í þá. Mig minnir að það sé hægt að fá sundurliðun á notkuninni. Hvernig router ertu með? Kannski er fídus í honum sem heldur utanum upp- og niðurhal.
Tengt þessu: Ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig þessum mælingum er háttað? Gilda einhverjar reglur um þetta og hvernig þetta er mælt, sbr. að hin og þessi mælitæki (vogir, bensíndælur) þurfa löggildingu frá Einkaleyfastofu?

Æj fyrirgefðu, auðvitað er þetta 470kB/s, kann bara ekki alveg á þetta dót hahaha.
En þegar ég segi max 470 þá meina ég að þetta helst ekki þannig allann tímann, netið er mjög súrt hjá mér og hoppar upp og niður, það mesta sem ég hef sótt á dag er svona 20gb, hef prufað bæði Torrent og Steam. Það averagear örugglega einhverstaðar á 200kB/s bilinu.

En já ég er náttúrulega ekki skráður fyrir netinu, það ku vera mamma #22andlivingathome #noshameinthat haha. En hún reyndi einhverntímann að fá sundurliðun en þeir voru bara með leiðindi til baka. Grunar að þetta sé eitthvað half-assed fyrirtæki. En 10.000 kall á mánuði fyrir lítið niðurhal og lítinn hraða er bara það eina sem er á þessu svæði.

En já, við hringjum til þeirra á mánudaginn. Skal athuga hvernig router ég er með, þegar ég skrifa http://192.168.1.1/ inní Chrome kemur allavegana DrayTek login síða.

Re: ISP að reyna að fara illa með mig?

Sent: Fös 01. Jan 2016 23:18
af Hargo
Varstu að búa þér til bitcoin wallet sem þurfti svo að synca?

Þá er þetta alveg eðlilegt. Ég fæ töluvert stökk í erlent niðurhal þegar ég opna Litecon, Bitcon eða Dogecoin wallet sem hefur ekki verið opnað lengi og þarf að synca.

Re: ISP að reyna að fara illa með mig?

Sent: Fös 01. Jan 2016 23:38
af HalistaX
Hargo skrifaði:Varstu að búa þér til bitcoin wallet sem þurfti svo að synca?

Þá er þetta alveg eðlilegt. Ég fæ töluvert stökk í erlent niðurhal þegar ég opna Litecon, Bitcon eða Dogecoin wallet sem hefur ekki verið opnað lengi og þarf að synca.

Bjó til Bitcoin wallet í síðasta mánuði og sótti blockchainið héðan: http://en.blockchaindownload.nl/all_downloads og eftir að ég unraraði því og setti það ásamt veskinu á einn geymsludiskinn var það í svona 20 mín max að synca sig.

En annars, eins og ég segi, er ég búinn að vera tengur við Lokun síðasta árið. Ég tók reyndar eftir því að lokun er búið að vera eitthvað óstabílt, disconnectast stundum uppúr þurru, en ég kíki mjög reglulega á https://www.lokun.is/connected og connecta mig strax og ég sé að ég sé ekki tengdur.

Gæti lokun verið að klikka? Ég sótti samtals 200-250ish gb erlent í Desember í gegnum Lokun, svo hangir bróðir minn alltaf á Youtube, Soundcloud, Þátta streami og öðrum síðum með tónlist og myndböndum í góðum gæðum sem þarf að niðurhala. Ætli average lag á Soundcloud sé ekki svona 10-20mb en þegar menn hlusta á hundruðir laga á sólarhring fer það náttúrulega að telja. Og guð einn veit hvað hann hefur veri að torrentast eða Steamast, hann vill samt ekki viðurkenna neitt. Áður en ég stekk á það að bróðir minn sé að ljúga, þá vil ég bara ganga úr skugga um að það sé allt í lagi hjá mér. Lokun segist hafa tekið við 322gb síðan 5.12/15 og þrátt fyrir að segjast ekki taka við innlendri umferð, eða allavegana upphali í gegnum tenginguna þá gerir hún það samt.

Ég senti Lokun mail áðan, bíð spenntur eftir svari. Sá að hann Benedikt sem átti Lokun síðast þegar ég vissi hefur ekki skráð sig hingað inn síðan 21.Des þannig að ég senti bara mail í staðin fyrir einkapóst.

Re: ISP að reyna að fara illa með mig?

Sent: Fös 01. Jan 2016 23:50
af frappsi
Þú getur líka prófað VPNetmon eða VPNCheck sem einfalda lausn til að tryggja að ákveðin forrit, t.d. torrent og browserar, séu ekki að DL framhjá VPN. Mér sýnist meira að segja að VPNCheck geti slökkt alveg á nettengingunni ef VPN tenging fer niður. Bætir þessu bara í startup þ.a. þú gleymir ekki að kveikja á því með tölvunni.

Re: ISP að reyna að fara illa með mig?

Sent: Lau 02. Jan 2016 00:02
af HalistaX
frappsi skrifaði:Þú getur líka prófað VPNetmon eða VPNCheck sem einfalda lausn til að tryggja að ákveðin forrit, t.d. torrent og browserar, séu ekki að DL framhjá VPN. Mér sýnist meira að segja að VPNCheck geti slökkt alveg á nettengingunni ef VPN tenging fer niður. Bætir þessu bara í startup þ.a. þú gleymir ekki að kveikja á því með tölvunni.

Sniðugt. :P

Þetta með að slökkva á netinu eða ákveðnum forritum sýnist mér vera bara inní keyptu útgáfuni af VPNCheck, kannski maður splæsi í þetta, maður var náttúrulega að fá útborgað :D Sé til með það.

EDIT: Las vitlaust, þá er það bara að stilla þetta dót...

Re: ISP að reyna að fara illa með mig?

Sent: Lau 02. Jan 2016 14:11
af HalistaX
Nú er kominn 2.Jan. Skv. síðuni voru 5gb í gær og eru þessi 32gb enþá þarna...

Re: ISP að reyna að fara illa með mig?

Sent: Lau 02. Jan 2016 15:09
af Nitruz
gæti verið eitthvað svona...

viewtopic.php?f=18&t=67006&p=607310#p607310

Re: ISP að reyna að fara illa með mig?

Sent: Lau 02. Jan 2016 15:46
af russi
HalistaX skrifaði:Nú er kominn 2.Jan. Skv. síðuni voru 5gb í gær og eru þessi 32gb enþá þarna...


Gagnaveita Suðurlands gékk í gegnum eigandabreytingar í Nóvember, get með fullri vissu staðfest að viðmótið er betra núna en áður, núna er meira að segja svarað í símann.

Að öðru leyti skaltu hringja í þá á mánudag.

Fyrirtækið sem ég vinn hjá er núna eigandi að GS og skal ég skoða þetta með þeim sem sér um GS hjá okkur á mánudag.

Varðandi mælingar þá er notað viðurkennt tól frá Cisco, sem ég held að allir ISP nota.

Væri fínt að þú sendir mér Skilaboð um hver er notandi á tenginu eða IP töluna, sérð hana með að fara á www.myip.is

Re: ISP að reyna að fara illa með mig?

Sent: Lau 02. Jan 2016 18:00
af HalistaX
russi skrifaði:
HalistaX skrifaði:Nú er kominn 2.Jan. Skv. síðuni voru 5gb í gær og eru þessi 32gb enþá þarna...


Gagnaveita Suðurlands gékk í gegnum eigandabreytingar í Nóvember, get með fullri vissu staðfest að viðmótið er betra núna en áður, núna er meira að segja svarað í símann.

Að öðru leyti skaltu hringja í þá á mánudag.

Fyrirtækið sem ég vinn hjá er núna eigandi að GS og skal ég skoða þetta með þeim sem sér um GS hjá okkur á mánudag.

Varðandi mælingar þá er notað viðurkennt tól frá Cisco, sem ég held að allir ISP nota.

Væri fínt að þú sendir mér Skilaboð um hver er notandi á tenginu eða IP töluna, sérð hana með að fara á http://www.myip.is

Hahaha frábært, það voru greinilega ekki bara við sem fengum ekkert svar þegar við hringdum.
Niðurhalið er búið að vera til friðs hingað til, það datt út í storminum í des eða nóv eða eitthvað, þurftum að hringja þá, þá var svarað. Það hefur greinilega verið eftir breytingarnar.

Gæti þetta verið eitthvað DDoS dót eins og Nitruz bendir á?

En já, ég skal senda þér skilaboð með þessum upplýsingum :)

Re: ISP að reyna að fara illa með mig?

Sent: Mán 04. Jan 2016 07:02
af HalistaX
Nú er greinilega eitthvað búið að eiga við mælinn þar sem hann sýnir núna:
'Gagnamagn í áskrift (pr. mánuð): 100 GB
Erlent niðurhal frá mánaðarmótum: 149 GB
Samtals yfir: 49 GB
Síðast uppfært: 31.12.2015 23:14:12'

Varst það kannski þú russi? Ætla að minna mömmu á að hringja í dag, held að það sé betra að hún tali við þá þar sem hún er skráð fyrir tenginguni.

Annars hef ég gleðifréttir að færa, Bróðir minn fór í gær aftur á heimavistina og núna ætti niðurhalið að vera til friðs* svo lengi sem Lokun heldur uppi sínum enda :D

*Ekki fara yfir 3 gb á dag allavegana.

EDIT: Klukkan er korter í ellefu og var að taka eftir því að mælirinn er orðinn svona:
Gagnamagn í áskrift (pr. mánuð): 100 GB
Erlent niðurhal frá mánaðarmótum: 34 GB
Samtals eftir: 66 GB
Síðast uppfært: 1.1.2016 08:07:13

Re: ISP að reyna að fara illa með mig?

Sent: Mán 04. Jan 2016 11:32
af HalistaX
Hafði samband við bæði Vortex og Hringdu, ekkert net fyrir mig í boði hjá Vortex en ADSL í boði hjá Hringdu, thing is, ég er bara svo langt frá símstöðini að sambandið yrði líklega algjört crap, tjáði ónefndur sölumaður hjá Hringdu mér og bennti hann mér á Lofthraða frá 365. http://lofthradi.is/

Hefur einhver reynslu af þessu? Hef aldrei heyrt um þetta áður. Ætla að prufa að hafa samband við þá.

EDIT: Já nei. Ætli ég sé ekki bara fastur með GS.

Re: ISP að reyna að fara illa með mig?

Sent: Mán 04. Jan 2016 19:33
af DJOli
Hvað ertu langt frá símstöð?
og ég veit að þetta er far-fetched spurning, en ertu í beinni sjónlínu við einhvern sem er með gott net?

Re: ISP að reyna að fara illa með mig?

Sent: Mán 04. Jan 2016 19:43
af HalistaX
DJOli skrifaði:Hvað ertu langt frá símstöð?
og ég veit að þetta er far-fetched spurning, en ertu í beinni sjónlínu við einhvern sem er með gott net?

Samkvæmt Ja.is mælistikuni eru það svona 14km loftlína.
Og nei, það efast ég um, það er annar bær stutt frá en ég efast um að þau séu með eitthvað sérstakt net.

Re: ISP að reyna að fara illa með mig?

Sent: Mán 04. Jan 2016 20:15
af DJOli
HalistaX skrifaði:
DJOli skrifaði:Hvað ertu langt frá símstöð?
og ég veit að þetta er far-fetched spurning, en ertu í beinni sjónlínu við einhvern sem er með gott net?

Samkvæmt Ja.is mælistikuni eru það svona 14km loftlína.
Og nei, það efast ég um, það er annar bær stutt frá en ég efast um að þau séu með eitthvað sérstakt net.


Ef mér skjátlast ekki, þá er þráðlaust net sent frá Patreksfirði út í tungu, þaðan að hnjóti og svo einhvernveginn út í breiðuvík, og áfram, lengra með notkun á einhverjum svona 20x20cm unidirectional/omnidirectional wifi "plöttum".

Þetta eru t.d. sirka 19km ef þetta er í beinum línum.
Mynd

Re: ISP að reyna að fara illa með mig?

Sent: Mán 04. Jan 2016 20:26
af HalistaX
DJOli skrifaði:
HalistaX skrifaði:
DJOli skrifaði:Hvað ertu langt frá símstöð?
og ég veit að þetta er far-fetched spurning, en ertu í beinni sjónlínu við einhvern sem er með gott net?

Samkvæmt Ja.is mælistikuni eru það svona 14km loftlína.
Og nei, það efast ég um, það er annar bær stutt frá en ég efast um að þau séu með eitthvað sérstakt net.


Ef mér skjátlast ekki, þá er þráðlaust net sent frá Patreksfirði út í tungu, þaðan að hnjóti og svo einhvernveginn út í breiðuvík, og áfram, lengra með notkun á einhverjum svona 20x20cm unidirectional/omnidirectional wifi "plöttum".

Þetta eru t.d. sirka 19km ef þetta er í beinum línum.
Mynd

Vá, 19km.... Verður sambandið samt ekkert slappt eftir svona langa vegalengd?

Hvernig virka svona "Plattar"?

Annars var lagður ljósleiðari inn afleggjarann(sem er 6,5km) hjá okkur en ekki lagður alla leið. Ég veit ekki alveg hvernig þetta virkar allt saman, er einhver sem ég get haft samband við til þess að tjékka hvenar hann verður lagður inní bæ?
Er það Rarik sem sér um að leggja svonalagað? Langar bara að forvitnast og mögulega fá grófann ETA á hann.

Re: ISP að reyna að fara illa með mig?

Sent: Mán 04. Jan 2016 20:30
af DJOli
HalistaX skrifaði:
DJOli skrifaði:
HalistaX skrifaði:
DJOli skrifaði:Hvað ertu langt frá símstöð?
og ég veit að þetta er far-fetched spurning, en ertu í beinni sjónlínu við einhvern sem er með gott net?

Samkvæmt Ja.is mælistikuni eru það svona 14km loftlína.
Og nei, það efast ég um, það er annar bær stutt frá en ég efast um að þau séu með eitthvað sérstakt net.


Ef mér skjátlast ekki, þá er þráðlaust net sent frá Patreksfirði út í tungu, þaðan að hnjóti og svo einhvernveginn út í breiðuvík, og áfram, lengra með notkun á einhverjum svona 20x20cm unidirectional/omnidirectional wifi "plöttum".

Þetta eru t.d. sirka 19km ef þetta er í beinum línum.
Mynd

Vá, 19km.... Verður sambandið samt ekkert slappt eftir svona langa vegalengd?

Hvernig virka svona "Plattar"?

Annars var lagður ljósleiðari inn afleggjarann(sem er 6,5km) hjá okkur en ekki lagður alla leið. Ég veit ekki alveg hvernig þetta virkar allt saman, er einhver sem ég get haft samband við til þess að tjékka hvenar hann verður lagður inní bæ?
Er það Rarik sem sér um að leggja svonalagað? Langar bara að forvitnast og mögulega fá grófann ETA á hann.


Varðandi ljósleiðarann, þá verðurðu bara að spyrja þá sem lögðu hann, hvort það sé míla, eða annar aðili, og þú átt að geta látið leggja hann fyrir þig, og auðvitað með þeim fylgjandi kostnaði.

Hinsvegar, þá held ég að plattarnir væru hentugri lausn, ef þú kæmist frekar í það, og þeir eru nú frekar sterkir, og mér skilst að þeir nái að halda hraðanum alveg all þokkalega, miðað við hvað eru margir notendur (10+) og uppruninn á Patreksfirði er bara basic ljósnet (~50 niður ~25 upp), en mér skyldist á frænda mínum sem fer reglulega út í hænuvík og er að fá netsamband í gegnum sama kerfi, sé yfirleitt að fá sirka 700kB/s, sem aftur, hljómar ekkert illa miðað við marga notendur.

Re: ISP að reyna að fara illa með mig?

Sent: Mán 04. Jan 2016 20:58
af HalistaX
DJOli skrifaði:
HalistaX skrifaði:
DJOli skrifaði:
HalistaX skrifaði:
DJOli skrifaði:Hvað ertu langt frá símstöð?
og ég veit að þetta er far-fetched spurning, en ertu í beinni sjónlínu við einhvern sem er með gott net?

Samkvæmt Ja.is mælistikuni eru það svona 14km loftlína.
Og nei, það efast ég um, það er annar bær stutt frá en ég efast um að þau séu með eitthvað sérstakt net.


Ef mér skjátlast ekki, þá er þráðlaust net sent frá Patreksfirði út í tungu, þaðan að hnjóti og svo einhvernveginn út í breiðuvík, og áfram, lengra með notkun á einhverjum svona 20x20cm unidirectional/omnidirectional wifi "plöttum".

Þetta eru t.d. sirka 19km ef þetta er í beinum línum.
Mynd

Vá, 19km.... Verður sambandið samt ekkert slappt eftir svona langa vegalengd?

Hvernig virka svona "Plattar"?

Annars var lagður ljósleiðari inn afleggjarann(sem er 6,5km) hjá okkur en ekki lagður alla leið. Ég veit ekki alveg hvernig þetta virkar allt saman, er einhver sem ég get haft samband við til þess að tjékka hvenar hann verður lagður inní bæ?
Er það Rarik sem sér um að leggja svonalagað? Langar bara að forvitnast og mögulega fá grófann ETA á hann.


Varðandi ljósleiðarann, þá verðurðu bara að spyrja þá sem lögðu hann, hvort það sé míla, eða annar aðili, og þú átt að geta látið leggja hann fyrir þig, og auðvitað með þeim fylgjandi kostnaði.

Hinsvegar, þá held ég að plattarnir væru hentugri lausn, ef þú kæmist frekar í það, og þeir eru nú frekar sterkir, og mér skilst að þeir nái að halda hraðanum alveg all þokkalega, miðað við hvað eru margir notendur (10+) og uppruninn á Patreksfirði er bara basic ljósnet (~50 niður ~25 upp), en mér skyldist á frænda mínum sem fer reglulega út í hænuvík og er að fá netsamband í gegnum sama kerfi, sé yfirleitt að fá sirka 700kB/s, sem aftur, hljómar ekkert illa miðað við marga notendur.

Já, 700kB/s er bara fínt held ég, betra en ég er með núna og það í bland við ótakmarkað niðurhal væri unstoppable combo. Tæknilega séð eru þessi 470kB/s sem ég er með núna alveg nóg, sé ekkert að því að bíða í klukkutíma eftir þætti í HD, það er bara bandvíddin og niðurhalið sem er að drepa okkur. Annars erum við ekki í beinni sjónlínu frá sendinum(stöðini) ef það skiptir einhverju máli, sem ég efast um.

Hver sér um að setja upp svona platta? Er það eitthvað dýrt sport? Hvað helduru að maður þyrfti marga á 14km? Það kannski fer eftir 'the lay of the land'...

Ætla að prufa að senda mail á Mílu, sem mér skilst hafa sett niður ljósleiðarann fyrir ári eða svo síðan.

Re: ISP að reyna að fara illa með mig?

Sent: Þri 05. Jan 2016 12:56
af Glókolla
Það er líka möguleiki að Míla geti komið upp magnara/endurvaka á símalínuna sem bætir oft hraðann á svona löngum línum.

Re: ISP að reyna að fara illa með mig?

Sent: Mið 06. Jan 2016 17:08
af DJOli
Endilega kynntu þér þetta vinur, og hafðu okkur svo í lúppunni með það hvort þessar pælingar í okkur hafi bætt stöðuna eitthvað, og reynum að finna eitthvað sniðugt út úr þessu til að koma ykkar heimili almennilega inn á 21. öldina.

Re: ISP að reyna að fara illa með mig?

Sent: Mið 06. Jan 2016 18:50
af HalistaX
Glókolla skrifaði:Það er líka möguleiki að Míla geti komið upp magnara/endurvaka á símalínuna sem bætir oft hraðann á svona löngum línum.

DJOli skrifaði:Endilega kynntu þér þetta vinur, og hafðu okkur svo í lúppunni með það hvort þessar pælingar í okkur hafi bætt stöðuna eitthvað, og reynum að finna eitthvað sniðugt út úr þessu til að koma ykkar heimili almennilega inn á 21. öldina.

Skilst á frétt sem ég fann um priorities hjá sveitastjórninni í sveitinni að markmiðið væri að öll heimilin í sveitinni yrðu tengd við ljósleiðara í síðasta lagi í lok þessa árs;
""Aðalatriðið er að það verði öll heimili í sveitarfélaginu komin með ljósleiðara sem fyrst, helst á næsta ári, en ekki seinna en á þar næsta ári. Það að koma á ljósleiðaratengingu er eitt stærsta málið hér," sagði Ingibjörg.""
http://www.dfs.is/sveitastjornarmal/676 ... oe-og-trju
Frétt frá 2014 nota bene.

Hvort maður reyni að halda út þennan tíma og gefi GS séns fyrst það er búið að skipta um eigendur, eða þá að væla einhverjar græjur útúr mílu, svo lengi sem verðmiðinn er innan skynsemismarka. Það er spurning. Annars lofa ég að uppfæra þráðinn um leið og eitthvað gerist, er eins og er að bíða eftir svari frá Mílu.

Annars er þetta mælirinn í dag, búið að fjarlægja þessi 32gb sem var stjarnfræðilega ómögulegt að niðurhala á 7-8 tímum á þessarri tengingu:

Gagnamagn í áskrift (pr. mánuð): 100 GB
Erlent niðurhal frá mánaðarmótum: 17 GB
Samtals eftir: 83 GB
Síðast uppfært: 3.1.2016 08:19:07

Re: ISP að reyna að fara illa með mig?

Sent: Mið 06. Jan 2016 19:14
af odinnn
Fyrst sveitastjórnin er að berjast fyrir þessu þá er væntanlega einhver gangur í að koma ljósleiðaranum inn að bæjum. Spurning um að reyna að komast að því hver hafi umsjón með skipulagningu á því í hvaða röð bæirnir eru tengdir og koma því á framfæri að það sé mikill áhugi á að fá þetta sem fyrst, þeir þurfa nefnilega að vita hverjir hafa áhuga annars taka þeir þetta væntanlega bara í einhverri röð. Það er allavegana mín hugmynd.

Re: ISP að reyna að fara illa með mig?

Sent: Mið 06. Jan 2016 19:22
af HalistaX
odinnn skrifaði:Fyrst sveitastjórnin er að berjast fyrir þessu þá er væntanlega einhver gangur í að koma ljósleiðaranum inn að bæjum. Spurning um að reyna að komast að því hver hafi umsjón með skipulagningu á því í hvaða röð bæirnir eru tengdir og koma því á framfæri að það sé mikill áhugi á að fá þetta sem fyrst, þeir þurfa nefnilega að vita hverjir hafa áhuga annars taka þeir þetta væntanlega bara í einhverri röð. Það er allavegana mín hugmynd.

Já ókei, Pabbi er vara-oddviti og hann veit aldrei dick um þetta.

En já, kannski maður sendi póst bara beint á sveitastjórann.

Takk fyrir þessa hugmynd :happy

Re: ISP að reyna að fara illa með mig?

Sent: Sun 10. Jan 2016 17:34
af russi
HalistaX skrifaði:Hvort maður reyni að halda út þennan tíma og gefi GS séns fyrst það er búið að skipta um eigendur, eða þá að væla einhverjar græjur útúr mílu, svo lengi sem verðmiðinn er innan skynsemismarka. Það er spurning. Annars lofa ég að uppfæra þráðinn um leið og eitthvað gerist, er eins og er að bíða eftir svari frá Mílu.

Annars er þetta mælirinn í dag, búið að fjarlægja þessi 32gb sem var stjarnfræðilega ómögulegt að niðurhala á 7-8 tímum á þessarri tengingu:

Gagnamagn í áskrift (pr. mánuð): 100 GB
Erlent niðurhal frá mánaðarmótum: 17 GB
Samtals eftir: 83 GB
Síðast uppfært: 3.1.2016 08:19:07



Það sem var að gerast hjá þér og öðrum hjá GS, var að SQL sem heldur utan um gagnamagn var ekki hreinsaður af fyrri eiganda og því einhverja hluta vegna varstu líka með Janúar 2015 þarna inni. Allavega gott mál að það sé búið að lagfæra það og ætti því talan að vera rétt núna.

En til að svara ykkur með það sem þið eruð að kalla platta, þá er það samskonar lausn og HalistaX er að nota núna, nema að plattin hans skýtur á sellu sem fleirri en hann er að nota.
Aftur á móti getur HalistaX sett upp sína platta sjálfur, eina sem hann þarf er sjónlína til einhvers sem er með aðgegni að ljósleiðara/ljósneti. Ef það er ekki sjónlína þá þarf skjóta frá stað A yfir á B, sem væri þá með sjónlínu til C(HalistaX). En við það að þurfa að bæta við hoppi tvölfaldast auðvitað kostnaður. Platti kostar frá 30k-150k stk, fer eftir því hvað er verið að leitast eftir og vegalengdum. Við góðar aðstæður eru þeir að ná 150Mbits í báðaráttir, það gefur fólki um 75Mbits niður og 75Mbits upp.

Reyndar er verið að uppfæra kerfin hjá GS og skipta út búnaði, nýji búnaðurinn er reynast vel. Það eru ekki öll svæði sem fá uppfærslu í fyrsta fasa og ekki er komið á hreint hvort að öll svæði fái uppfærslur. Enda er þetta í raun nýfarið af stað.

Í hvaða sveitafélagi ertu? Svo ég geti svarað þér einhverju um ljósleiðaran.