Ljósleiðari eða Ljósnet?


Höfundur
Elmar-sa
Fiktari
Póstar: 78
Skráði sig: Fim 28. Ágú 2014 00:33
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Ljósleiðari eða Ljósnet?

Pósturaf Elmar-sa » Fös 06. Nóv 2015 17:56

Er að spá í ljósleðara tengingu frá Hringdu. Núna er er ég með Ljósnet 100/25, er einhver munur á þessum tengingum í hraða eða einhvað annað? Hef ég nokkuð ástæðu til að skipta yfir?
Kv. Elmar




darkppl
Gúrú
Póstar: 543
Skráði sig: Mán 12. Júl 2010 21:40
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari eða Ljósnet?

Pósturaf darkppl » Fös 06. Nóv 2015 18:06

ljósleiðari er ss hraðari minnir að coparinn sé einhver 10ms meðan ljósleiðari er 1-2ms ef ég man rétt
svo er ljósleiðarinn 50/50,100/100/,200/200, 500/500 etc ss kemst töluvert hraðar


I7-8700K|Corsair H-150i|Asus Maximus X Hero (Wifi) |32GB G.Skill Tridend Z RGB|GTX 1080ti |
Coolermaster Mastercase 5|

Skjámynd

BugsyB
1+1=10
Póstar: 1105
Skráði sig: Mán 19. Nóv 2007 22:51
Reputation: 16
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari eða Ljósnet?

Pósturaf BugsyB » Fös 06. Nóv 2015 18:09

munurinn er aðalega upload, þegar þú ert kominn út fyrir ísland þá skiptir þessi hraði ,mjög litlu - ég fæ betri utanlandstengingu á vdsl frá símanum heldur en 500/500 hjá vortex t.d. en ég er fljotari að downloada á ljósi hjá vortex heldur en símanum og vortex telur ekki innlent, né upload meðan síminn telur allt.


Símvirki.

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16318
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2020
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari eða Ljósnet?

Pósturaf GuðjónR » Fös 06. Nóv 2015 18:17

Ég var með 100/25 ljósnet hjá Hringdu, fór yfir í 50/50 ljósleiðara og það er ekki hægt að bera þessar tengingar saman.
Ljósleiðarinn er svo margfalt skemmtilegri, ég get verið að uploda 6.3MBs á sama tíma downlodað á sama hraða, en á ljósnetinu þá drepur þú download hraðann ef þú ert að uploda í botni.
Ef ég er að torrentast, þá limita ég hraðan við 4.5MBs þá hafa hin tækin 1.8MBs .. hinir geta verið að browsa eða spila online leiki án þess að lagga þó ég sé að blasta 70% af bandvíddinni í torrent. Allt er líka svo snögg og hratt, allar síður opnast hraðar.
Og þetta er í fyrsta sinn sem IPTV er ekki að pixlast í tíma og ótíma, það fór alltaf í klessu á ljósnetinu um leið og ég fór yfir 1MBs í download hraða.

Ég prófaði líka 500/500 tenginguna, var að downloda 63MBs og uplodaði 63MBs á sama tíma, gat með góðu móti browsað netið og horft á HD rásir á IPTV á meðan...
Ef þú hefur tök á ljósleiðara þá ertu alltaf að fá betri tengingu en með ljósneti eða adsl sama hvað hver segir. Það er eiginlega ekki hæg að bera saman epli og appelsínur þetta eru svo ólíkar tengingar.

Ljósnet / adsl = fortíðin.
Ljósleiðari = nútíminn > framtíðin.




Höfundur
Elmar-sa
Fiktari
Póstar: 78
Skráði sig: Fim 28. Ágú 2014 00:33
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari eða Ljósnet?

Pósturaf Elmar-sa » Fös 06. Nóv 2015 18:20

Takk fyrir þetta Guðjón.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3104
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 449
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari eða Ljósnet?

Pósturaf hagur » Fös 06. Nóv 2015 19:27

Tekur ljósleiðarann ef hann er í boði, það er einfaldlega engin spurning.




Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 960
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Reputation: 25
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari eða Ljósnet?

Pósturaf Icarus » Fös 06. Nóv 2015 22:03

Ljósleiðari alla leið. Betri svartími, öruggari uppitími, meira upphal. Að öllu leyti betra.