Síða 1 af 1

Nota Planet WNRT627 til að stækka þráðlaust net.

Sent: Fös 24. Okt 2014 18:49
af Snorrmund
Sælir, á einn svona Planet WNRT627 router sem ég var að spá hvort það ætti ekki að vera hægt að tengja hann með ethernet snúru við Technicolor routerinn sem ég er með frá símanum. Prufaði að tengja frá einu lan portinu í Technicolor routernum við WAN portið á Planet græjunni en hann virðist ekkert fá aðgang inn á netið. Næ að tengjast honum en kemst ekkert inn á internetið. Einhver sérfræðingur hérna sem gæti leiðbeint mér aðeins í gegnum þetta? Það eru linkar inn á manualinn fyrir routerinn í linknum hér að ofan,

Re: Nota Planet WNRT627 til að stækka þráðlaust net.

Sent: Fös 24. Okt 2014 20:19
af BugsyB
tengdu í ethenetport og disabelaðu dhcp serverinn á planet routernum og passaðu að hann sé ekki á sömu ip tölu og technicolor routerinn

Re: Nota Planet WNRT627 til að stækka þráðlaust net.

Sent: Fös 24. Okt 2014 21:35
af elri99

Re: Nota Planet WNRT627 til að stækka þráðlaust net.

Sent: Lau 25. Okt 2014 15:41
af mainman
Ef þú ert að tengjast honum wireless þá velur þú bara að tengjast honum annað hvort með fasta ip eða dhcp en setur sem dns og gateway hjá þér ip af technicolor routernum

Re: Nota Planet WNRT627 til að stækka þráðlaust net.

Sent: Mið 29. Okt 2014 10:34
af Snorrmund
BugsyB skrifaði:tengdu í ethenetport og disabelaðu dhcp serverinn á planet routernum og passaðu að hann sé ekki á sömu ip tölu og technicolor routerinn

Þakka þér kærlega fyrir, þetta svínvirkar svona :) Var einmitt búin að prufa að slökkva á dhcp og fikta í hinu og þessu en fattaði einhvernveginn aldrei að færa snúruna úr wan í eth :)