Dedicated server - GET EKKI LINUX!

Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6774
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 935
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Dedicated server - GET EKKI LINUX!

Pósturaf Viktor » Fös 29. Ágú 2014 21:25

Sælir.

Í tilefni þess að ég var að fá ljósleiðara ákvað ég að ég skyldi setja upp dedicated server fyrir hvað sem mér dettur í hug.

Er með ýmsar pælingar, en mest langar mig að setja upp vefsvæði og FTP svæði - fyrir mig persónulega.
Þegar fram í sækir mun ég svo líka setja upp einhvers konar streaming dæmi eins og Plex eða slíkt - en látum það liggja á milli hluta.

Er kominn með ágæta vél með C2D og 4GB í vinnsluminni sem ætti að duga í mitt persónulega stöff. Ég var ekki að tengjast internetinu í gær - svo ég þykist vita að Linux sé málið í þetta verkefni - en guð minn almáttugur hvað ég get ekki þetta kerfi.

Hef reynt amk. þrisvar á mínu 15 ára tölvuferli að færa mig yfir, en það er alltaf eitthvað sem fer svo óstjórnlega í taugarnar á mér sem ég næ ekki að redda með einföldu gúggli - eins og með ÖLL vandamál sem ég hef lent í með Windows.
Ég þoli ekki þetta terminal vesen, config skrár, engir eiginlegir installers - og ég veit ekkert hvaða kerfi eru í raun í gangi í tölvunni - þó að þau séu vissulega komin í gang og ég fæ APACHE default heimasíðuna upp.

Ég er aftur algerlega búinn að gefast upp á Linux í bili, ég lenti bæði í vandræðum með að setja upp vefsíðu - og að setja upp FTP/SFTP - svo ég gefst upp. Ég var í miklu basli með að vísa tölvunni á aðra möppu þegar ég setti vefsíðuna upp(default www) - og gafst upp á því. Ég reyndi bæði nginx og LAMP - Gúggl mín skiluðu svo engum lausnum - alltaf einhverjir errors þegar ég skrifa það sem fólk bendir á.
Reyndi svo að setja upp SFTP með ssh tólinu - náði að koma því í gang - en userinn sem ég bjó til fór alltaf beint á rót harða disksins, í stað dedicated möppu - og enn og aftur hjálpaði Googl ekki neitt.
Þriðja vandamálið var svo þegar ég setti nýjan 2TB disk í vélina - hann kemur eðlilega upp og tölvan greinir hann - en Ubuntu finnur hann hvergi - og ég finn ekkert tól sem svipar til Disk manager til þess að formata hann og setja hann upp. Enn og aftur skilaði Google engum lausnum - heldur fleiri terminal ævintýrum sem gengu ekki upp.

Ég viðurkenni fúslega að þetta er gott kerfi og þetta skrifast algerlega á kunnáttuleysi í mér - en samt sem áður er ég ekki tilbúinn að eyða svona miklum tíma til þess að læra inn á þetta Terminal kerfi eins og er - því miður.

Þar sem þetta project er bara fyrir mig sjálfan og nokkra félaga nú í bili - spyr ég ykkur fræðingana - hvað á ég að setja upp? Windows Server? Venjulegt Windows? Hvaða útgáfu?

Hvaða tól get ég notað fyrir vefsíðu? WAMP?
Hvaða tól nota ég fyrir FTP eða SFTP server?

Ef það er til eitthvað Linux kerfi sem ég sting bara USB-setuppi í gang og gerir þetta allt fyrir mig er ég til í að endurskoða þessa ákvörðun mína - en á meðan allt í Linux gerist í Terminal þá segi ég pass í bili. Ég kem klárlega til þess að mastera þetta þegar fram líða stundir - en ég hef ekki tíma í bili.

Takk kærlega fyrir lesturinn.

TL;DR
  • Ætla að setja upp vefsíðu og FTP server (á netinu btw, ekki local)
  • Nenni ekki Linux
  • Hvaða Windows kerfi á ég að setja upp
  • Hvaða tól nota ég fyrir vefsíðu og FTP eða SFTP


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3104
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 449
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Dedicated server - GET EKKI LINUX!

Pósturaf hagur » Fös 29. Ágú 2014 22:10

Settu bara upp Windows 7 eða 8 og svo IIS til að hýsa vefsíður og FTP þjón. Ef þú vilt alvöru server stýrikerfi, t.d til að fá VPN server ofl þá seturðu upp Windows server 2008 eða 2012.



Skjámynd

odinnn
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Reputation: 8
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Re: Dedicated server - GET EKKI LINUX!

Pósturaf odinnn » Lau 30. Ágú 2014 03:11

Búinn að skoða eitthvað eins og FreeNas eða eitthvað álíka? Virkar frekar straumlínulagað fyrir hauslausan server með góðu viðmóti í web-gui. Er sjálfur að keyra OpenMediaVault þar sem FreeNas var ekki komið með ZFS stuðning á þeim tíma og mig langaði líka að grúska og læra aðeins á terminal. En það virkar á mig eins og að FreeNas sé að reyna að höfða til þeirra sem kunna lítið á terminal með plugins.


Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb

Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1370
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 194
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Dedicated server - GET EKKI LINUX!

Pósturaf nidur » Lau 30. Ágú 2014 09:47

Ég myndi ekki mæla með freenas fyrir hann, vissulega er uppsetningin og útlitið einfalt en ef eitthvað gerist og þú ert með raid þá er nauðsynlegt að kunna á terminal og þá þarf að nota unix commands.

Hinsvegar eru plugin mjög sniðug og ef gögnin eru ekki það sem skiptir mestu máli þá gæti þetta virkað.

Ég eyddi 2 vikum í að læra á freenas áður en ég þorði að nota þetta fyrir gagnageymslu.


Everyone knows the phrases "time is money" and "money is power". That naturally concludes that time is also power. Time gives you the ability to learn how to do things, but people don't want the power in today's world. They want their time and money.

Skjámynd

daremo
spjallið.is
Póstar: 460
Skráði sig: Mið 27. Okt 2004 00:39
Reputation: 71
Staða: Ótengdur

Re: Dedicated server - GET EKKI LINUX!

Pósturaf daremo » Lau 30. Ágú 2014 10:57

Linux er ekki svo erfitt. Maður þarf bara að setja smá effort í að læra á það :)


Sallarólegur skrifaði:Reyndi svo að setja upp SFTP með ssh tólinu - náði að koma því í gang - en userinn sem ég bjó til fór alltaf beint á rót harða disksins, í stað dedicated möppu - og enn og aftur hjálpaði Googl ekki neitt.


Það er ekki til neitt home folder fyrir notandann. Búðu bara til möppu og gefðu notandanum aðgang að henni.

Kóði: Velja allt

sudo mkdir /home/notandi
sudo chown -R notandi.notandi /home/notandi


Sallarólegur skrifaði:Þriðja vandamálið var svo þegar ég setti nýjan 2TB disk í vélina - hann kemur eðlilega upp og tölvan greinir hann - en Ubuntu finnur hann hvergi - og ég finn ekkert tól sem svipar til Disk manager til þess að formata hann og setja hann upp. Enn og aftur skilaði Google engum lausnum - heldur fleiri terminal ævintýrum sem gengu ekki upp.


Það er til gui tól sem heitir GParted fyrir svona hluti.

Kóði: Velja allt

sudo apt-get install gparted


Ef þú vilt gera þetta í terminal.. :)

Kóði: Velja allt

fdisk -l
Nýji diskurinn er sennilega aftasti bókstafurinn þarna, i.e. /dev/sdb

Kóði: Velja allt

fdisk /dev/sdb
Býrð til partition þarna með því að skrifa 'n', þá færðu hjálplegar leiðbeiningar um hvernig skal halda áfram.
Það þarf svo að formatta diskinn

Kóði: Velja allt

mkfs.ext4 /dev/sdb1



Edit: Já og notaðu bara Windows. Það er alveg jafn gott og Linux í svona server hluti og betra í mörgum tilvikum, en það er ekki jafn kúl í augum margra.




Gislinn
FanBoy
Póstar: 769
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: Dedicated server - GET EKKI LINUX!

Pósturaf Gislinn » Lau 30. Ágú 2014 16:14

daremo skrifaði:*snip*
Edit: Já og notaðu bara Windows. Það er alveg jafn gott og Linux í svona server hluti og betra í mörgum tilvikum, en það er ekki jafn kúl í augum margra.


Ég tek undir hjá daremo, val á stýrikerfi á server ætti að fara algerlega eftir því hvað þú ætlar að gera með servernum. Ef þú getur gert allt sem þú vilt að serverinn geri á windows þá er í raun engin ástæða fyrir þig til að fara í linux (nema þá bara ef þú vilt það).


common sense is not so common.

Skjámynd

daremo
spjallið.is
Póstar: 460
Skráði sig: Mið 27. Okt 2004 00:39
Reputation: 71
Staða: Ótengdur

Re: Dedicated server - GET EKKI LINUX!

Pósturaf daremo » Lau 30. Ágú 2014 18:24

Sallarólegur skrifaði:Þar sem þetta project er bara fyrir mig sjálfan og nokkra félaga nú í bili - spyr ég ykkur fræðingana - hvað á ég að setja upp? Windows Server? Venjulegt Windows? Hvaða útgáfu?

Hvaða tól get ég notað fyrir vefsíðu? WAMP?
Hvaða tól nota ég fyrir FTP eða SFTP server?


Allar útgáfur af Windows duga fyrir vef og ftp servera.

IIS Express er frítt og er bara mjög gott og auðvelt í notkun. Getur notað það fyrir næstum því hvað sem er í dag. .net, php, node osfrv.
Það fylgir held ég FTP server með IIS, en sjálfur hef ég yfirleitt notað Filezilla.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3104
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 449
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Dedicated server - GET EKKI LINUX!

Pósturaf hagur » Lau 30. Ágú 2014 20:05

Já, það er hægt að setja upp FTP service í IIS, en ég nota einmitt sjálfur frekar FileZilla Server. FTP service-ið í IIS finnst mér óþarflega flókið í uppsetningu, þ.e notendahlutinn. Þú þarft að stofna actual notendur á vélinni. Finnst þetta svo mikið einfaldara og þægilegra í FileZilla server.



Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Dedicated server - GET EKKI LINUX!

Pósturaf intenz » Sun 31. Ágú 2014 01:39

Ég er nú ekki mikill Linux maður en ég henti upp Ubuntu Server 14.04 (bara terminal) í VirtualBox frekar auðveldlega. Er að keyra nokkra hluti þar; Apache, MySQL, FTP, SSH, Git og eitthvað fleira. Setti IP tölu á vélina í uppsetningarferlinu. Svo náði ég að tengjast við LAN hjá mér með því að stilla á Bridged Adapter í VirtualBox stillingunum. Svo vísa ég bara porti 80 á IP töluna á virtual vélina, þannig öll HTTP traffík routast þangað.

Ég setti upp vsftpd sem er rosalega basic FTP server. Installar bara með því að gera: sudo apt-get install vsftpd. Tutorial hér: http://ubuntuforums.org/showthread.php?t=518293 ... getur líka notað configginn minn: http://gaui.is/stuff/vsftpd.conf sem er stilltur fyrir local users og að FTP login path sé stillt á /home/NOTANDI/public_html/

Svo er bara að henda upp Apache2 og PHP

sudo apt-get install apache2
sudo apt-get install php5

Svo editaru /etc/apache2/apache2.conf og breytir þessari línu:

Kóði: Velja allt

<Directory /var/www/>


Í:

Kóði: Velja allt

/home/NOTANDI/public_html/


Restartar svo bara Apache2 með því að gera: sudo service apache2 restart

Þá ættiru að vera good to go. FTP'ar þig svo bara inn og setur vefinn þangað inn.


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64


Siggihp
Nörd
Póstar: 103
Skráði sig: Mán 13. Des 2010 15:27
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Dedicated server - GET EKKI LINUX!

Pósturaf Siggihp » Mán 01. Sep 2014 09:38

Ég byggði serverinn minn á ubuntu 12.04 og lærði helling á terminalið í leiðinni. Svo í öllu googlinu varðandi serverinn rekst ég á þessa síðu sem er eiginlega nákvæmlega það sem ég vildi gera, nema þetta er með display en ekki bara terminal.

http://flawless-server.com/



Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6774
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 935
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Dedicated server - GET EKKI LINUX!

Pósturaf Viktor » Þri 02. Sep 2014 14:42

Takk kærlega fyrir öll svörin!

Þetta fór svo að ég setti upp clean Ubuntu Server með SSH og gardar græjaði þetta fyrir mig í gegnum SSH.

Hann setti upp Webmin sem er alveg nægilega dummy proof fyrir mig, mæli með því. En þetta Flawless Server er klárlega eitthvað sem vert er að skoða - er í smá basli með að komast inn á Plex remotely, lætur eins og portið sé lokað þó að enginn eldveggur sé í gangi.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Dedicated server - GET EKKI LINUX!

Pósturaf gardar » Þri 02. Sep 2014 20:04

Minnsta málið vinur :happy