Windows 8.1: Ekkert hljóð (realtek)

Skjámynd

Höfundur
MyraMidnight
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Mið 30. Apr 2014 09:08
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Windows 8.1: Ekkert hljóð (realtek)

Pósturaf MyraMidnight » Þri 03. Jún 2014 10:42

Hæhæ, vegna þess að ég keypti nýja teiknitöflu þá varð ég að uppfæra tölvuna mína úr Windows XP, svo ég ákvað að prufa Windows 8.1 (32bit).

Vandamálið:
  • Það kemur ekkert hljóð úr hátalaranum (sem er tengdur og virkar alveg) þótt að tölvan skynjar hljóð: stikan hreyfist sem gefur til kynna að það er hljóð í gangi á tölvunni. Fyrir utan það þá virðist allt ganga vel á tölvunni með Win8 eins og er.

Tölvan sjálf er frekar gömul, móðurborðið er MSI K9A2 Neo (model: MS-7388) og nýjasti hugbúnaðurinn fyrir það er gert fyrir Windows7, en mér skildist að það virkar flest fyrir Windows8 líka.
Náði í drivers hjá official síðunni: MSI Global, en þar stendur sérstaklega í sviga (NonWin8) við Realtek audio manager. En ég prufaði hann samt, og svo prufaði ég að ná í það frá official Realtek síðunni sem var fyrir windows8, en það virkaði alveg eins (ekkert hljóð, en það sýnist skynja hljóð).

Er einhver leið framhjá þessu? eða þarf ég að sætta mig við Windows7 (miðað við allt sem ég fann með google, þá er þetta vandamál með Realtek og Win8 ekki óalgengt). Þar sem teiknitaflan mín gefur mér snertiflöt álíka stór og flestir snertiskjáir, þá virkar það afskaplega skemmtilega með windows8 sem er hannað fyrir svoleiðis, þessvegna vildi ég garnan ekki þurfa að fara niður í Win7 bara út af þessu hljóð vandamáli.