Síða 1 af 1

Hvernig get ég merkt myndir í Windows 8.1?

Sent: Mán 07. Apr 2014 16:22
af Heliowin
Ég hef verið að reyna að finna aðferð við að merkja (tag) myndir í myndamöppum í Windows 8.1 en ég hlýt að vera að misskilja þetta eitthvað því þetta er eins og berja hausnum við vegg. ](*,)

Ég hélt að þetta væri innbyggður möguleiki í Windows og svo virðist sem það sé allavega í W7 en ekki W8.1.

Það væri ágætt að fá að heyra hvort þetta sé mögulegt í W8.1 eða hvort ég þurfi að setja upp forrit til þess, og þá hvaða forrit.

Það væri enn betra ef forritið væri til í Linux líka eða að mögulegt væri að export-a lista úr myndaforritinu með þessum merkingum.