Sérstakt vandamál með vafra og síður í w8


Höfundur
birkirpall
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Fös 21. Mar 2014 19:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Sérstakt vandamál með vafra og síður í w8

Pósturaf birkirpall » Fös 21. Mar 2014 19:22

Sælir!

Er ekki alveg viss með hvort þetta vandamál eigi heima á þessum hluta á þessu forum en vonast til að geta fengið aðstoð frá ykkur.

Er í miklum vandræðum með netið hjá mér á þann hátt að á óreglulegum tímum þá dettur út hjá mér facebook, twitter og google (allar aðrað síður sem ég hef prófað virka).
Ég fæ þá þennan error: "SSL connection error (Error code: ERR_SSL_PROTOCOL_ERROR)". Kemur þetta fyrir í öllum browsers sem ég er með (chrome, firefox, IE).

Þegar þetta gerist hef ég engan aðgang og tíminn sem þetta skeður er aldrei eins. Stundum dett ég út í nokkrar mínútur, stundum minna. Sama er með hvenær þetta gerist, það eru oftast nokkrar mínútur á milli. Ég hef reynt að googla um þetta eins og ég get og reynt ýmislegt (skannað tölvuna, engin vírusvörn að blocka, firewall og defender eru óvirkir).

Eina sem ég hef fundið er að það eru stundum IP tölur frá Hollandi og Jórdaníu aðalega að reyna negla sig inn á netið hjá mér. Ef það væri verið að reyna flæða IP töluna hjá mér myndi ekki allt netið detta út, ekki bara facebook/twitter/google? Þetta byrjaði hjá mér fyrir um 3 dögum síðan að þá var þetta allt í einu svona þegar ég kveikti aftur á tölvunni hjá mér, ég var ekki búinn að installa neinu sem ætti að valda þessu daginn áður.

Vonast til í að einhver ykkar geti hjálpað mér!

-Birkir P




Höfundur
birkirpall
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Fös 21. Mar 2014 19:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Sérstakt vandamál með vafra og síður í w8

Pósturaf birkirpall » Lau 22. Mar 2014 22:17

Komst að þessu, voru vandamál með playmo í tengslum við Netflix. DNS skipti í gangi hjá þeim sem voru að rugla í netinu hjá mér. Endilega látið fólk vita sem eru í sömu stöðu! :D




bob birgisson
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Mán 24. Mar 2014 10:38
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Sérstakt vandamál með vafra og síður í w8

Pósturaf bob birgisson » Mán 24. Mar 2014 10:45

hvernig er hægt að koma þessum stillingum inn aftur?

Var með sama vandamál og eyddi út stillingunum og kemst ekki inn á netflix aftur???