Síða 1 af 1

Cisco E4200 við ljósleiðara

Sent: Sun 02. Mar 2014 21:08
af addi32
Kvöldið,

Var að kaupa mér á Amazon Cisco E4200 router. Fór fyrst í gegnum basic uppsetningu og allt gekk vel. Fékk alltaf limited connection á Wifi á bara Gagnaveitusíðu þegar ég reyndi að komast á netið.

Prufaði að tengja vélina mína beint í routerinn og það sama var upp á teningnum.

Samkvæmt öðrum póstum hér virðist routerinn ekki fá IP tölu frá telsey þar sem ég fæ 10.xxx.xxx.xxx.

Tók print screen af status upplýsingum þegar ég tengdist routernum. Búinn að endurræsa öllu þó nokkuð oft.


Öll hjálp vel þegin.

kv. Andrés

Re: Cisco E4200 við ljósleiðara

Sent: Sun 02. Mar 2014 21:21
af einarth
Skráðu þig inn á gagnaveitusíðuna og þá skráist routerinn í kerfið og fær alvöru ip tölu eftir það.

Re: Cisco E4200 við ljósleiðara

Sent: Mán 03. Mar 2014 04:03
af Viktor
Skráir þig inn á gagnaveitusíðuna, endurræsir ljósleiðaraboxið, endurræsir router og hreinsar vafrann(cache).

Re: Cisco E4200 við ljósleiðara

Sent: Mán 03. Mar 2014 15:15
af Icarus
http://skraning.gagnaveita.is

Sláðu þar inn n-númer og lykilorð. Færð það hjá þjónustuveitunni þinni ef þú veist það ekki.

Re: Cisco E4200 við ljósleiðara

Sent: Mán 03. Mar 2014 15:23
af Plushy
Getur líka farið inn á front01.4v.is til að skrá þig inn á síðu gagnaveitunnar.

Re: Cisco E4200 við ljósleiðara

Sent: Mán 03. Mar 2014 16:04
af einarth
Þetta er allt sama síðan:

Gagnaveitu síðan sem Addi32 fær upp (wildcard dns)
skraning.gagnaveita.is
front01.4v.is


Skiptir engu hvað af þessum er notað..

Það þarf heldur ekki að endurræsa netaðgangstæki þegar verið er að skipta úr router.

Kv, Einar.

Re: Cisco E4200 við ljósleiðara

Sent: Mán 03. Mar 2014 17:00
af Viktor
einarth skrifaði:Það þarf heldur ekki að endurræsa netaðgangstæki þegar verið er að skipta úr router.


Ég var að vinna við það að aðstoða fólk með svona uppsetningar, og jú, í 80% tilvika þarf að endurræsa boxið svo að það úthluti réttri IP tölu.

Re: Cisco E4200 við ljósleiðara

Sent: Mán 03. Mar 2014 17:54
af einarth
Það hefur kannski litið þannig út - en boxið er ekki að úthluta tölunum...umferðin fer bara gegnum það.

Í því tilviki sem ekki er verið að setja internetþjónustu í gang eða skipta milli þjónustuaðila heldur einungis verið að skrá nýjan router - þá þarf ekki að endurræsa netaðgangstæki.

Ef þú ert ekki að kaupa þetta þá geturðu heyrt í mér í PM..óþarfi að lengja þennan þráð meira..

Kv, Einar.

Re: Cisco E4200 við ljósleiðara

Sent: Mán 03. Mar 2014 18:33
af kazgalor
Þú getur líka haft samband við þjónustuaðila hjá þínu símafyrirtæki og gefið þeim upp MAC addressuna á ciscoinum. Þeir geta skráð þetta handvirkt :happy

Re: Cisco E4200 við ljósleiðara

Sent: Mið 05. Mar 2014 22:29
af Mummi
Var einmitt að kaupa mér Cisco EA4500 og tengja við ljósleiðara í gegnum Vodafone. Endaði á því að heyra bara í þeim, lang einfaldast. Þá gátu þeir einmitt líka sett réttan prófíl í gang til að fá meiri hraða. Var með Bewan sem höndlaði lítið sem ekkert.

En ég þurfti að endurræsa ljósleiðaraboxið til að þetta small í gang á endanum.

Re: Cisco E4200 við ljósleiðara

Sent: Fim 06. Mar 2014 00:10
af hkr
Mummi skrifaði:Var einmitt að kaupa mér Cisco EA4500 og tengja við ljósleiðara í gegnum Vodafone. Endaði á því að heyra bara í þeim, lang einfaldast. Þá gátu þeir einmitt líka sett réttan prófíl í gang til að fá meiri hraða. Var með Bewan sem höndlaði lítið sem ekkert.

En ég þurfti að endurræsa ljósleiðaraboxið til að þetta small í gang á endanum.


Er Vodafone með mismuandi profile á ljósleiðaraboxinu eftir hvernig router þú ert með?

Re: Cisco E4200 við ljósleiðara

Sent: Fim 06. Mar 2014 00:16
af einarth
Þeir voru með 50Mb áður en þeir buðu uppá 100Mb - einhverjir eru ennþá með 50Mb þjónustu virka þótt 100Mb sé núna í boði.

Hann á væntanlega við að Bewan réði hvort sem er ekki við meira en 50Mb svo það skipti ekki máli þá - en hægir á cisco routernum.

Kv, Einar.