Síða 1 af 2

Með hvernig adsl módemi mæliði með?

Sent: Fös 15. Okt 2004 01:15
af GoDzMacK
Með hvernig adsl módemi mæliði með? segja helst hvaða gerð og hvar er hægt að kaupa það, eða þá ef einhver veit um búð sem selur utanáliggjandi adsl módem ekki usb heldur rafmagnstengt eða þá switch með adsl módemi en ekki router með firewall og öllu því, því ég keypti mér router í usa og vissi ekki að það var ekki adsl módem í honum.

Sent: Fös 15. Okt 2004 01:20
af MezzUp
blessður, borgar sig ekkert að elita uppi Ethernet tengt ADSL módem án routers, notað Alcatel 1000 er eina sem mér dettur í hug, en það er komið til ára sinna.

Ég myndi bara fá mér ADSL/router combo einsog eru allstaðar á tilboði og reyna að selja þennan USA router á auglýsinga-vaktinni.

Sent: Fös 15. Okt 2004 01:22
af BlitZ3r
router er miklu betri kostur það er inn bygður firewall í routerum og netið er alltaf í gangi (þarft ekki að diala og shit í hvert skipti sem þú restartar).
eini galli við router er að hann er aðeins lengur að connecta á irc

Sent: Fös 15. Okt 2004 02:16
af MezzUp
BlitZ3r skrifaði:router er miklu betri kostur það er inn bygður firewall í routerum og netið er alltaf í gangi (þarft ekki að diala og shit í hvert skipti sem þú restartar).
eini galli við router er að hann er aðeins lengur að connecta á irc

sjitt, hvað þú veist ekkert hvað þú ert að tala um!

Er router miklu betri kostur en hvað?

Einsog mig minnir að ég hafi sagt áður, þá er router bara tæki sem að deilir einn tengingu á margar. En í sambandi sem oftast er notað í dag er verið að tala um ADSL módem, router og oft switch í sama tæki. (E.t.v. misskilningur sem lét þig kaupa þennan router þarna í byrjun?)
Það er ekki innbyggður firewall í router, þótt að hann innihaldi að hluta til einhverja virki úr firewall.
Lausninn sem hann var að tala um var utanáliggjandi módem, tengt í router. Sem að, alveg einsog ADSL módem/router, þarfnast ekki þess að tengjast í hvert skipti sem tengt er á tölvunni.
En hvað hefurru þetta með IRC?

Ég ætla að biðja þig um að afla þér smá visku, áður en þú ferð að deila henni með okkur. Eða allavega lesa upprunalega póstinn.
GoDzMacK skrifaði:switch með adsl módemi

Hmm, sé ekki alveg hvernig það sé til. Afþví að switch inniheldur nokkur port, og til þess að ADSL módemið geti deilt tengingunni á nokkur port þarf að hafa innbyggðan router, nema að þú sést með public IP tölur á allar tölvurnar, en það efa ég.

Sent: Fös 15. Okt 2004 02:45
af GoDzMacK
vantar helst módem sem tengist ekki í tölvuna(þá ekki með usb heldur bara beint í rafmagn) því ef ég fer eitthvað verða aðrir að komast á netið og nenni ekki að vera að selja þennan router því hann er mjög góður og ef þú ert lengi að connecta á ircið þá er það útaf firewall því fyrst þarf irc að komast í gegnum hann og það er t.d. það sem ég er að reyna að sleppa við og að ég gerti gert server í einhverjum leik og annað fólk sjái hann og gerti komist inná hann en verði ekki útlokaður af firewall(veit um firewallinn á þessum router sem ég á með engu módemi en er búinn að stilla hann rétt þannig)
any other suggestions?

Sent: Fös 15. Okt 2004 02:47
af MezzUp
GoDzMacK skrifaði:og að ég gerti gert server í einhverjum leik og annað fólk sjái hann og gerti komist inná hann en verði ekki útlokaður af firewall
þetta heitir einfaldlega port forwarding og er auðvelt að stilla í öllum routernum(líka þessum með innbyggt ADSL módem)

Sent: Fös 15. Okt 2004 02:50
af gumol
GoDzMacK skrifaði:vantar helst módem sem tengist ekki í tölvuna(þá ekki með usb heldur bara beint í rafmagn) því ef ég fer eitthvað verða aðrir að komast á netið og nenni ekki að vera að selja þennan router því hann er mjög góður og ef þú ert lengi að connecta á ircið þá er það útaf firewall því fyrst þarf irc að komast í gegnum hann og það er t.d. það sem ég er að reyna að sleppa við og að ég gerti gert server í einhverjum leik og annað fólk sjái hann og gerti komist inná hann en verði ekki útlokaður af firewall(veit um firewallinn á þessum router sem ég á með engu módemi en er búinn að stilla hann rétt þannig)
any other suggestions?

Þetta er lengsta málsgrein sem ég hef nokkurtíman lesið. Það er mikklu auðveldara að lesa greinar þegar fólk notar punkta og kommur.

Hvernig tengi eru á routernum?

Sent: Fös 15. Okt 2004 02:57
af GoDzMacK
veit að það er hægt að forwarda port er alltof leiðinlegt og tengi fyrir internetið er RJ-45 port eða það er eins og á bara venjulegum switch eða netkorti(er eins og hin 4 portin sem aðrar tölvur geta tengst í og svo er hann líka wireless btw)

Sent: Fös 15. Okt 2004 03:07
af GoDzMacK
samt væri náttúrulega draumur að finna adsl módem/eða switch sem er ekki router sem er tengt í rafmagn oftast 12V AC eða DC(helst DC) og væri með einu RJ-45 tengi til að tengja í routerinn, og 1 RJ-11 tengi sem tengist þá með símasnúru í símatengið á veggnum.

Sent: Fös 15. Okt 2004 04:01
af halanegri
BlitZ3r skrifaði:eini galli við router er að hann er aðeins lengur að connecta á irc


Þú ert lengur að tengjast IRC því að IRC þjónninn er ekki að fá ident svarið sem hann bíður eftir. En þetta væri ekki vandamál ef þú kynnir láta routerinn þinn forwarda porti 113 á tölvuna þína.

GoDzMacK:

Farðu til Símans og reyndu að væla útúr þeim einn SpeedTouch 545 router, það er hægt að nota hann sem router eða innhringimódem eftir vild, auk þess er hægt að setja í hann Alcatel þráðlaust kort(einnig fáanlegt hjá Símanum) til að fá WiFi stuðning.

Sent: Fös 15. Okt 2004 07:54
af gnarr
GoDzMacK: .,.!,,?...;?:,.!,:,:?,:.?,?;:,!.;:.,!


notist eftir þörf.


þetta tæki sem þú ert að leita að (switch með innbygðu modemi) er, og verður aldrei til. til að svona tæki virki, þá verður að vera router innbygður. tækin verða að vera í þessari röð ef þú ætlar að hafa allt í sér tæki.

internet - modem - router - switch.

það virkar ekki að setja bæði modemið og switchinn fyrir aftan routerinn.

internet - modem - switch - router

þannig að ef þú ert alveg fastur á því að þú "verðir" að finna þér switch og modem, en ekki router með innbygðum switch og modemi, þá ertu líklegast kominn uppí meiri pening heldur en ef þú mydnir hreinlega bara kaupa nýjann router með switch og modemi.

Sent: Fös 15. Okt 2004 08:57
af einarsig
ég veit að þú gætir fengið þér speedtouch router frá símanum og stillt hann þannig að þessi tiny eldveggur á honum sé á off .... og þannig þarftu aldrei að stilla inn port forwarding ;) annars myndi ég ekki nenna vera á netinu óvarinn svoleiðis ;)

Sent: Fös 15. Okt 2004 09:12
af bizz
Bíddu hvað er vandamálið???
Þú getur fengið ADSL router á 5-6þúsund.
Svo stilliru hann sem bridge og tengir inn á WAN portið á routernum sem þú átt. Í PPPoE stillingunni í honum seturu username og password fyrir ADSL-ið.
Flest allir ADSL routerar geta verið módem.

Sent: Fös 15. Okt 2004 09:15
af bizz
Flest allir ADSL routerar geta verið módem


Þá er ég að meina hafa möguleika á því að vinna í bridge mode.

Sent: Fös 15. Okt 2004 10:19
af Voffinn
MezzUp skrifaði:
BlitZ3r skrifaði:router er miklu betri kostur það er inn bygður firewall í routerum og netið er alltaf í gangi (þarft ekki að diala og shit í hvert skipti sem þú restartar).
eini galli við router er að hann er aðeins lengur að connecta á irc

sjitt, hvað þú veist ekkert hvað þú ert að tala um!


Það er rosalega gaman að sjá fólk bulla um eitthvað sem það veit ekkert um. :)

Sent: Fös 15. Okt 2004 11:05
af MezzUp
Voffinn skrifaði:
MezzUp skrifaði:
BlitZ3r skrifaði:router er miklu betri kostur það er inn bygður firewall í routerum og netið er alltaf í gangi (þarft ekki að diala og shit í hvert skipti sem þú restartar).
eini galli við router er að hann er aðeins lengur að connecta á irc

sjitt, hvað þú veist ekkert hvað þú ert að tala um!


Það er rosalega gaman að sjá fólk bulla um eitthvað sem það veit ekkert um. :)

ahh, ekki finnst mér það. Svo hættulegt að aðrir gleypi þetta upp strax og geri einhverja vitleysu :=/

Sent: Fös 15. Okt 2004 11:37
af fallen
Ég er með rúmlega 2gja ára gamalt innbyggt PCI módem og það virkar über vel. Mynd

Re: Með hvernig adsl módemi mæliði með?

Sent: Sun 17. Okt 2004 17:02
af corflame
GoDzMacK skrifaði:Með hvernig adsl módemi mæliði með? segja helst hvaða gerð og hvar er hægt að kaupa það, eða þá ef einhver veit um búð sem selur utanáliggjandi adsl módem ekki usb heldur rafmagnstengt eða þá switch með adsl módemi en ekki router með firewall og öllu því, því ég keypti mér router í usa og vissi ekki að það var ekki adsl módem í honum.


Eins og einhver hér sagði, fáðu þér bara Alcatel 1000 modem, margir sem eru að reyna að losa sig við sín gömlu, ég þar á meðal ;)

Þú ættir að geta fengið svona fyrir ca. 2-3þús ef þú auglýsir/fylgist með á partalistanum.

Ég ætla að nota tækifærið og auglýsa Alcatel 1000 ADSL modem fyrir ISDN til sölu ódýrt í leiðinni :lol:

Sent: Sun 17. Okt 2004 17:43
af einarsig
og ég á speedtouch home ef einhverjum vantar ;)

Sent: Sun 17. Okt 2004 21:07
af GoDzMacK
fer bráðlega og fæ mér speedtouch router hjá símanum og reyni að slökkva á flest öllu nema dial up og læt hinn sjá um allt en takk samt fyrir öll þessi svör, hann halanegri kom vitinu í mig í mig með þennan router. Og btw er með þráðáust kort en nota það ekki því þarf þess varla þegar ég er hliðina á routernum. ,;.:!? :? svona notaði þetta alltsaman núna.

Sent: Sun 17. Okt 2004 22:17
af hahallur
Bara nota þann sem símfyrirækið skaffar þetta er allt eins held ég

Sent: Sun 17. Okt 2004 23:54
af MezzUp
halanegri skrifaði:SpeedTouch 545 router, það er hægt að nota hann sem router eða innhringimódem eftir vild
huh, endilega fræddu mig hvernig :)

Sent: Mán 18. Okt 2004 09:06
af bizz
MezzUp skrifaði:
halanegri skrifaði:SpeedTouch 545 router, það er hægt að nota hann sem router eða innhringimódem eftir vild
huh, endilega fræddu mig hvernig :)


það er hægt að nota hann sem bridge... eins og sjá má á þessum spekkum: http://www.speedtouch.com/pdf%5Cdatasheet545.pdf

Sent: Mið 20. Okt 2004 21:31
af GoDzMacK
jæja fékk mér speedtouch 545 en hann er ekki að finna linksys routerinn minn, þannig hverig gæti ég farið að því að hafa hann bara sem dialup og láta hinn hjá um allt annað?

Sent: Mið 20. Okt 2004 21:51
af einarsig
afhverju notaru ekki bara speedtouchinn og einfaldar hlutina ? og selur linksys gaurinn