Síða 1 af 1

Internet explorer sjálfvirkt refresh?

Sent: Lau 02. Okt 2004 18:35
af Tyler
Sælir
Vitið þið hvort hægt sé að stilla Internet explorerinn þannig að hann refreshi sjálfvirkt eftir viss margar mínutur?

Með fyrirfram þökk,
Tyler

Sent: Lau 02. Okt 2004 18:42
af MezzUp
veit ekki um IE, en þú ættir að athuga hvort að það sé ekki til svona plugin fyrir Firefox

Mætti ég spyrja hver tilgangurinn er hjá þér?

Sent: Lau 02. Okt 2004 19:38
af Hawley
ewww hættu að nota IE, náðu þér í firefox

Sent: Lau 02. Okt 2004 20:37
af Snorrmund
Þetta er allavega hægt í Opera.. en afhverju þarftu þetta? svo það sýni að fleiri hafi komið á heimasíðu :D

Sent: Lau 02. Okt 2004 21:09
af Tyler
Ég skoða t.d. síðurnar hjá verðbréfamörkuðunum og það væri þægilegt að þurfa ekki alltaf að ýta á F5 (bara leti í manni) :8) . Síðan fer það líka í taugarnar á mér að ef maður fer inn á einkabankann hjá sér og þarf að skreppa aðeins frá þá slitnar tengingin.

Sent: Lau 02. Okt 2004 21:13
af Tyler
Ef ég myndi nú breyta um vafrara. Hvort myndið þið mæla með Firefox eða Opera? Og af hverju?

Sent: Lau 02. Okt 2004 21:15
af Pandemic
Firefox-Örrugari,plug-in support,rrs feed,tíðar uppfærslur,pop-upblocker og viðmótið þæginlegt

Sent: Lau 02. Okt 2004 21:51
af Hawley
Fyrir ykkur sem eru hugsanlega að lesa þetta.

þegar að þið skiptið yfir á firefox þá er hægt að flytja öll bookmarks/favorites, cookies, notendanöfn/password frá IE yfir á firefox þegar að þið insetjið firefox.

ástæðan fyrir því að ég er að minnast á þetta er að flestir sem að ég hef talað við neita að skipta um vafrara vegna þess að þeir halda að þeir þurfi að færa allar þessar upplýsingar á milli, og einfaldlega nenna því ekki.

með þetta sagt, þá hafið þið einnga ástæðu fyrir því að skipta ekki yfir á firefox

http://ftp.mozilla.org/pub/mozilla.org/ ... 01.0PR.exe

Sent: Lau 02. Okt 2004 23:03
af Tyler
Jæja, þá er best að prufa Firefox-inn og sjá hvernig hann kemur út. Verst hvað maður er orðinn háður Explorernum. Er eitthvað plug-in sem er bráðnauðsynlegt fyrir Firefoxin?

Takk annars fyrir góð viðbrögð.

Sent: Lau 02. Okt 2004 23:23
af MezzUp
Tyler skrifaði:Jæja, þá er best að prufa Firefox-inn og sjá hvernig hann kemur út. Verst hvað maður er orðinn háður Explorernum. Er eitthvað plug-in sem er bráðnauðsynlegt fyrir Firefoxin?

Takk annars fyrir góð viðbrögð.

Adblock - Must t.d. á TomsHardware. Hinsvegar er líka siðferðislega hliðin, auglýsingarnar eru að borga fría efnið sem við skoðum.
Popup count - Svo að þú vitir hvort að það er verið að blokka mikilvægt popup
Og ef þú ert paranoid einsog ég: Permit cookies - blokka síðan allar cookies default í Firefox en hleypa bara þeim sem þurfa.

Sent: Lau 02. Okt 2004 23:31
af Hawley
flashblock kemur í veg fyrir að allskyns flash rugl poppi up og taki yfir skjáin hjá manni
reload every: refresh-ar síðuna sem þú ert á með ákveðnu millibili

Allow Right-Click 0.1 - Defeats web sites' right-click prevention scripts.

Disable Targets For Downloads 0.6 - Prevents download links opening a blank window.

Sent: Sun 03. Okt 2004 00:12
af ICM
Tyler ef þú ert að skoða verðbréfamarkaði þá er ég næstum viss um að þeir bjóði allir upp á RSS news feeds svo þú getur fengið allar þínar tölur á skjáin t.d. í sidebar eða á desktopið hjá þér og stillir svo sjálfur hve oft þetta uppfærist og getur gert alla þína eigin grafík, mun hentugara nema auðvitað þú sért að fylgjast með þeim fleiri gengjum.

Sent: Sun 03. Okt 2004 01:20
af Hawley
þá kæmi sage RSS sér að góðum notum

Sent: Sun 03. Okt 2004 19:52
af Tyler
Takk fyrir þetta.

Þetta sýnir manni bara að maður á að vera meira opinn fyrir nýjungar í tölvuheiminum. Ég er sáttur við Firefoxin og ánægður með að geta reloadað sjálfkrafa eftir ákveðinn tíma.

Alltaf hægt að treysta á að þið hjálpið manni hérna á Vaktinni.

P.s. Það væri kannski sniðugt að búa til þráð þar sem komið er með hugmyndir í sambandi við Firefoxin og jafnvel mælt er með hinum ýmsu plug-ins fyrir hann.

Sent: Sun 03. Okt 2004 21:13
af ICM
iss notið eitthvað svona Mynd

Sent: Sun 03. Okt 2004 22:46
af Pandemic
Ég er að nota firefox 1preview dæmið alveg morandi í göllum en þó er hægt að treysta á að mozilla teamið lagi gallana sem fólk segir þeim að laga miðaðvið microsoft sem maður spammar error report og ekkert gerist