Eins og staðan er í dag er ég með 100mbit ljós, pfsense router og managed 10/100 sviss, eina HTPC vél og einn ubuntu server 12.04LTS. Serverinn keyrir PMS og fleyri þjónustur. 2 access pointar er á netinu, annar VLAN capable. pfsense er VPN server inná lanið og openVPN client.

Nú er Plex serverinn minn orðinn overloaded og kominn tími á breytingar. Þetta er gróft það sem ég er að hugsa:
1. Skipta hlutverki ubuntu vélarinnar á tvær vélar. PMS vél og NAS vél.
2. Færa PMS yfir á Win 7 (Silverlight fyrir Netflix á Plex)
3. Velja NAS (FreeNAS, NAS4free, unraid, flexraid,...)
4. Vélbúnaður:
NAS:P4S775/2GB ram
Plex:E8400/4 GB ram
5. Configga VPN routing Þetta er kannski eini liðurinn sem er ekki alveg trivielt að gera. Hér myndi ég vilja get stjórnað því hvaða traffík fer yfir VPNið. Eins og staðan er í dag er ég að senda alla traffík frá einstaka vélum yfir VPNið.
Það sem ég myndi vilja fá feedback á er aðalega liður 3. og 5. Hvaða NAS myndu vaktarar velja og afhverju. Mér finnst freeNAS lúkka solid og ekki skemmir ZFS. Ég held þó að vélbúnaðurinn sem er eirnamerktur fyrir NAS boxið sé tæplega nógu öflugur. Minni er allavega way off. Unraid hefur skemmtilega eiginleika varðandi að mixa og matcha diska.
Er einhver sleipur í pfsense/openvpn/routing? Draumurinn væri að geta stillt það þannig að öll Netflix og NNTP traffík myndir fara yfir VPN tenginguna.
Er ég way off að ætla að reyna að nota þetta hardware. Væri möguleiki að fara í 4ja kjarna örgjörva fyrir plex vélina, ætti að hjálpa við transcoding.