Síða 1 af 1

Er hægt að deila snúru (rj-45) frá router yfir í annað tæki

Sent: Mán 20. Maí 2013 22:20
af flottur
Sælir meistarar.

Ég er með borðtölvu og sjónvarp í einu herberginu hjá mér, það er ein lan snúra sem liggur í þetta herbergi og hún er tengd í afruglarann. Er hægt að deila þessari lan snúru á milli afruglara og borðtölvu með einhverju splitter eða eitthvað í þá áttina?

Hér kemur útskýring
Aðal Router
Port 1 er fyrir fartölvu
Port 2 er fyrir borðtölvuna í stofunni
Port 3 fer í afruglaran í herbergið - Spurning hvort það sé hægt að splitta þessari snúru svo að það sé hægt að tengja borðtölvu og afruglara?
Port 4 fer í afruglaran í stofunni


Er hjá símanum með gamlan speedtouch router.

Re: Er hægt að deila snúru (rj-45) frá router yfir í annað t

Sent: Mán 20. Maí 2013 22:24
af J1nX
færð þér switch?

Re: Er hægt að deila snúru (rj-45) frá router yfir í annað t

Sent: Mán 20. Maí 2013 22:26
af gardar
Splittar snúrunni á báðum endum, tengir annan endann í tv og internet port á router. Hinn endann tengirðu í borðtolvu og afruglara.

Það sem þú þarft er vír 1,2,3,6 á báðum endum.


S.s. hvítur appelsínugulur, appelsínugulur, hvítur grænn, autt, autt, grænn.

Svo raðarðu bláa og brúna parinu eins. (t.d. hvítur brúnn, brúnn, hvítur blár, autt, autt, blár.)


Með þessu færðu 2x100mbit yfir einn cat5e streng.


Ef þú þarft fleiri port til að tengja í þá þarftu að setja switch hjá routernum. Passaðu þig bara að þú mátt ekki blanda tv og net tengingum í sama svissinum. (þyrftir 2 svissa ef þú myndir vilja bæði fleiri tv og net tengi)

Re: Er hægt að deila snúru (rj-45) frá router yfir í annað t

Sent: Mán 20. Maí 2013 22:33
af flottur
gardar skrifaði:Splittar snúrunni á báðum endum, tengir annan endann í tv og internet port á router. Hinn endann tengirðu í borðtolvu og afruglara.

Það sem þú þarft er vír 1,2,3,6 á báðum endum.


S.s. hvítur appelsínugulur, appelsínugulur, hvítur grænn, autt, autt, grænn.

Svo raðarðu bláa og brúna parinu eins. (t.d. hvítur brúnn, brúnn, hvítur blár, autt, autt, blár.)


Með þessu færðu 2x100mbit yfir einn cat5e streng.


Ok takk gardar og j1nX, ég er víst orðin aðeins of þreyttur til að átta mig á þessu en ég myndi örugglega gera það á morgun. Hins vegar hljómar það sem j1nX var að benda á ágætlega og það væri að fá sér switch fyrir þetta dót í sjónvarpsherbergið, það væri svona minnsta fyrirhöfnin á þessu öllu saman......svo er það spurning hvort einhver hafi fengið sér switch og gert þetta sem ég er að spyrja um?

edit : var ða sjá það sem þú varst að segja gardar og er að pæla í þessu.

Re: Er hægt að deila snúru (rj-45) frá router yfir í annað t

Sent: Mán 20. Maí 2013 22:42
af arons4
flottur skrifaði:
gardar skrifaði:Splittar snúrunni á báðum endum, tengir annan endann í tv og internet port á router. Hinn endann tengirðu í borðtolvu og afruglara.

Það sem þú þarft er vír 1,2,3,6 á báðum endum.


S.s. hvítur appelsínugulur, appelsínugulur, hvítur grænn, autt, autt, grænn.

Svo raðarðu bláa og brúna parinu eins. (t.d. hvítur brúnn, brúnn, hvítur blár, autt, autt, blár.)


Með þessu færðu 2x100mbit yfir einn cat5e streng.


Ok takk gardar og j1nX, ég er víst orðin aðeins of þreyttur til að átta mig á þessu en ég myndi örugglega gera það á morgun. Hins vegar hljómar það sem j1nX var að benda á ágætlega og það væri að fá sér switch fyrir þetta dót í sjónvarpsherbergið, það væri svona minnsta fyrirhöfnin á þessu öllu saman......svo er það spurning hvort einhver hafi fengið sér switch og gert þetta sem ég er að spyrja um?

edit : var ða sjá það sem þú varst að segja gardar og er að pæla í þessu.

Til þess að gera það sem gardar segir þarftu 2 laus port á routernum. Er hinsvegar ekki viss hvort það sé hægt að ná netsambandi á sjónvarpsportunum.

Re: Er hægt að deila snúru (rj-45) frá router yfir í annað t

Sent: Mán 20. Maí 2013 22:45
af gardar
Það er ekkert mál að stilla portin fyrir net og tv að vild, getur dúndrað á mig einkaskilaboðum ef þig vantar hjálp við að stilla routerinn.

Re: Er hægt að deila snúru (rj-45) frá router yfir í annað t

Sent: Mán 20. Maí 2013 22:47
af arons4
gardar skrifaði:Það er ekkert mál að stilla portin fyrir net og tv að vild, getur dúndrað á mig einkaskilaboðum ef þig vantar hjálp við að stilla routerinn.

Sammt nokkuð viss um að þessir speedtouch routerar séu bara með 4 port og samkvæmt OP eru þau í notkun.

Re: Er hægt að deila snúru (rj-45) frá router yfir í annað t

Sent: Mán 20. Maí 2013 22:49
af flottur
arons4 skrifaði:
flottur skrifaði:
gardar skrifaði:Splittar snúrunni á báðum endum, tengir annan endann í tv og internet port á router. Hinn endann tengirðu í borðtolvu og afruglara.

Það sem þú þarft er vír 1,2,3,6 á báðum endum.


S.s. hvítur appelsínugulur, appelsínugulur, hvítur grænn, autt, autt, grænn.

Svo raðarðu bláa og brúna parinu eins. (t.d. hvítur brúnn, brúnn, hvítur blár, autt, autt, blár.)


Með þessu færðu 2x100mbit yfir einn cat5e streng.


Ok takk gardar og j1nX, ég er víst orðin aðeins of þreyttur til að átta mig á þessu en ég myndi örugglega gera það á morgun. Hins vegar hljómar það sem j1nX var að benda á ágætlega og það væri að fá sér switch fyrir þetta dót í sjónvarpsherbergið, það væri svona minnsta fyrirhöfnin á þessu öllu saman......svo er það spurning hvort einhver hafi fengið sér switch og gert þetta sem ég er að spyrja um?

edit : var ða sjá það sem þú varst að segja gardar og er að pæla í þessu.

Til þess að gera það sem gardar segir þarftu 2 laus port á routernum. Er hinsvegar ekki viss hvort það sé hægt að ná netsambandi á sjónvarpsportunum.


Já ok, það var niðurstaðan sem ég var komin með en var samt ekki viss, ég hringi bara niður í símann og spyr þá að þessu á morgun.

Takk fyrir svörin strákar þau voru vel þegin.

gardar skrifaði:Það er ekkert mál að stilla portin fyrir net og tv að vild, getur dúndrað á mig einkaskilaboðum ef þig vantar hjálp við að stilla routerinn.

Takk Gardar minn, ég fæ að hugsa málið. Ég þarf nauðsynlega að fara hvíla mig eftir erfiðan dag.

Re: Er hægt að deila snúru (rj-45) frá router yfir í annað t

Sent: Mán 20. Maí 2013 22:52
af gardar
arons4 skrifaði:
gardar skrifaði:Það er ekkert mál að stilla portin fyrir net og tv að vild, getur dúndrað á mig einkaskilaboðum ef þig vantar hjálp við að stilla routerinn.

Sammt nokkuð viss um að þessir speedtouch routerar séu bara með 4 port og samkvæmt OP eru þau í notkun.



Nefndi þetta bara í framhaldi þess sem ég nefndi að hann þyrfti 2 svissa. Segjum sem svo að hann vilji vera með 3 myndlykla og 4 tolvur. Þá getur hann sleppt við að kaupa sér 2 svissa, notar bara 1 port fyrir netið og tengir 5 porta sviss þar í, notar svo hin portin 3 á routernum fyrir tv.

Það er ekkert mál að fá tv samband á oll 4 port þessvegna, eða netsamband á oll 4.

Re: Er hægt að deila snúru (rj-45) frá router yfir í annað t

Sent: Mán 20. Maí 2013 22:56
af flottur
gardar skrifaði:
arons4 skrifaði:
gardar skrifaði:Það er ekkert mál að stilla portin fyrir net og tv að vild, getur dúndrað á mig einkaskilaboðum ef þig vantar hjálp við að stilla routerinn.

Sammt nokkuð viss um að þessir speedtouch routerar séu bara með 4 port og samkvæmt OP eru þau í notkun.



Rétt er það, nefndi þetta bara í framhaldi þess sem ég nefndi að hann þyrfti 2 svissa. Segjum sem svo að hann vilji vera með 3 myndlykla og 4 tolvur. Þá getur hann sleppt við að kaupa sér 2 svissa, notar bara 1 port fyrir netið og tengir 5 porta sviss þar í, notar svo hin portin 3 á routernum fyrir tv.


Ég fatta hvað þú átt við, þetta meikar fullkomlega sens og þetta er örugglega ekkert svo mikið vesen að græja þetta , en þegar það eru 5 börn á heimilinu og eitt er 4 mánaða :baby og maður er í vinnu þá er ekki mikill tími til fyrir tölvufikt :thumbsd

Re: Er hægt að deila snúru (rj-45) frá router yfir í annað t

Sent: Þri 21. Maí 2013 01:59
af Viktor
Eru menn hættir að nota WiFi?

Re: Er hægt að deila snúru (rj-45) frá router yfir í annað t

Sent: Þri 21. Maí 2013 02:20
af Minuz1
flottur skrifaði:
gardar skrifaði:
arons4 skrifaði:
gardar skrifaði:Það er ekkert mál að stilla portin fyrir net og tv að vild, getur dúndrað á mig einkaskilaboðum ef þig vantar hjálp við að stilla routerinn.

Sammt nokkuð viss um að þessir speedtouch routerar séu bara með 4 port og samkvæmt OP eru þau í notkun.



Rétt er það, nefndi þetta bara í framhaldi þess sem ég nefndi að hann þyrfti 2 svissa. Segjum sem svo að hann vilji vera með 3 myndlykla og 4 tolvur. Þá getur hann sleppt við að kaupa sér 2 svissa, notar bara 1 port fyrir netið og tengir 5 porta sviss þar í, notar svo hin portin 3 á routernum fyrir tv.


Ég fatta hvað þú átt við, þetta meikar fullkomlega sens og þetta er örugglega ekkert svo mikið vesen að græja þetta , en þegar það eru 5 börn á heimilinu og eitt er 4 mánaða :baby og maður er í vinnu þá er ekki mikill tími til fyrir tölvufikt :thumbsd

Heyrist á öllu að þig vanti ekkert sjónvarp í herbergið... 5 börn.......

Re: Er hægt að deila snúru (rj-45) frá router yfir í annað t

Sent: Þri 21. Maí 2013 08:26
af beatmaster
Ef að þú þarft að tengja 1 fartölvu, 2 borðtölvur og 2 afruglara þá verðurðu að kaupa þér sviss þar sem að þér vantar auka port.

Re: Er hægt að deila snúru (rj-45) frá router yfir í annað t

Sent: Þri 21. Maí 2013 09:55
af Snæri
Ég keypti mér crimptöng og nokkra rj-45 hausa fyrir viku og gerdi nákvæmlega það sem gardar talar um.
Það tók minna en 10 mínútur svo ég mæli klárlega með því.

Re: Er hægt að deila snúru (rj-45) frá router yfir í annað t

Sent: Þri 21. Maí 2013 09:58
af flottur
Sallarólegur skrifaði:Eru menn hættir að nota WiFi?


Stundum er wifi ekki alveg nóg vegna laggs þegar að það er verið að stream-a video yfir í sjónvarpið.
Minuz1 skrifaði:
flottur skrifaði:
gardar skrifaði:
arons4 skrifaði:
gardar skrifaði:Það er ekkert mál að stilla portin fyrir net og tv að vild, getur dúndrað á mig einkaskilaboðum ef þig vantar hjálp við að stilla routerinn.

Sammt nokkuð viss um að þessir speedtouch routerar séu bara með 4 port og samkvæmt OP eru þau í notkun.



Rétt er það, nefndi þetta bara í framhaldi þess sem ég nefndi að hann þyrfti 2 svissa. Segjum sem svo að hann vilji vera með 3 myndlykla og 4 tolvur. Þá getur hann sleppt við að kaupa sér 2 svissa, notar bara 1 port fyrir netið og tengir 5 porta sviss þar í, notar svo hin portin 3 á routernum fyrir tv.


Ég fatta hvað þú átt við, þetta meikar fullkomlega sens og þetta er örugglega ekkert svo mikið vesen að græja þetta , en þegar það eru 5 börn á heimilinu og eitt er 4 mánaða :baby og maður er í vinnu þá er ekki mikill tími til fyrir tölvufikt :thumbsd

Heyrist á öllu að þig vanti ekkert sjónvarp í herbergið... 5 börn.......


já það er nú satt, en þar sem elstu börnin vita nú orðið hvað sjónvarp er (sjónvarp er góð barnapía.....sá sem segir eitthvað annað á ekki mikið af börnum) og við nennum ekki að hafa þau inn í stofu þá er alveg eins gott að skella þeim í sjónvarpsherbergi.


beatmaster skrifaði:Ef að þú þarft að tengja 1 fartölvu, 2 borðtölvur og 2 afruglara þá verðurðu að kaupa þér sviss þar sem að þér vantar auka port.


Ertu að tala um að ég þyrfti einn sviss hjá router og síðan annan sviss inn í sjónvarpsherbergi

Re: Er hægt að deila snúru (rj-45) frá router yfir í annað t

Sent: Þri 21. Maí 2013 10:05
af beatmaster
Svona til að bæta við það sem að ég var að segja hérna fyrir ofan

Þú getur haft eina snúru inn í herbergið eins og gardar lýsti, það virkar alveg en þá þarf tölvutengingin að fara í annaðhvort portið sem að fartölvan eða borðtölvan er tengd núna.

Semsagt ef að þú ert að spyrja hvort að þú getir fært borðtölvuna inn í herbergi og tengt hana við sömu snúru og afruglarinn þá er svarið það sem gardar benti á

Ef að þú ert að spyrja hvort að þú getir bætt við einni tölvu í viðbót við þær sem að eru núna til staðar með því að splitta upp kaplinum þá er svarið nei, þú verður að fá sviss til að gera það.

Re: Er hægt að deila snúru (rj-45) frá router yfir í annað t

Sent: Þri 21. Maí 2013 10:29
af flottur
beatmaster skrifaði:Svona til að bæta við það sem að ég var að segja hérna fyrir ofan

Þú getur haft eina snúru inn í herbergið eins og gardar lýsti, það virkar alveg en þá þarf tölvutengingin að fara í annaðhvort portið sem að fartölvan eða borðtölvan er tengd núna.

Semsagt ef að þú ert að spyrja hvort að þú getir fært borðtölvuna inn í herbergi og tengt hana við sömu snúru og afruglarinn þá er svarið það sem gardar benti á

Ef að þú ert að spyrja hvort að þú getir bætt við einni tölvu í viðbót við þær sem að eru núna til staðar með því að splitta upp kaplinum þá er svarið nei, þú verður að fá sviss til að gera það.


Einmitt þá er það komið á hreint, ætli ég bíð ekki eftir ljósnetinu og athugi hvort það breytist eitthvað þá ef ekki þá verður farið í einhverjar aðgerðir þegar að tími er til.