Síða 1 af 1

Kvikmyndaupplýsingar frá kvikmyndir.is

Sent: Mið 13. Feb 2013 11:26
af eythorarnason
Hefur einhver búið til forrit fyrir xbmc sem sækir kvikmyndaupplýsingar af kvikmyndir.is?

Það myndi sérstaklega nýtast vel með barnamyndum þar sem þær heita flestar einhverju íslensku nafni. Eða er einhver með góða lausn á þessu með barnamyndirnar?

Re: Kvikmyndaupplýsingar frá kvikmyndir.is

Sent: Mið 13. Feb 2013 11:59
af kjarrig
Þeir hjá kvikmyndir.is bjuggu til fyrir mig vefsíðu þar sem ég bjó til scraper fyrir MediaPortal. En ég bjó ekki til neitt forrit fyrir þetta. Það er plugins í MediaPortal sem heitir MovingPictures sem las svo scraper-inn sem ég bjó til og henti inn í sinn gagnagrunn.
Veit ekki hvort að þetta hjálpi þér nokkuð.

Re: Kvikmyndaupplýsingar frá kvikmyndir.is

Sent: Mið 13. Feb 2013 12:00
af dori
Hérna eru upplýsingar um hvernig þetta virkar. Virðist vera xml+regexp. Ekki fallegasta blanda sem ég hef séð.

http://wiki.xbmc.org/index.php?title=HO ... o_Scrapers

Ætti samt ekki að vera mjög erfitt að útbúa þetta.

Re: Kvikmyndaupplýsingar frá kvikmyndir.is

Sent: Mið 13. Feb 2013 13:16
af eythorarnason
kjarrig skrifaði:Þeir hjá kvikmyndir.is bjuggu til fyrir mig vefsíðu þar sem ég bjó til scraper fyrir MediaPortal. En ég bjó ekki til neitt forrit fyrir þetta. Það er plugins í MediaPortal sem heitir MovingPictures sem las svo scraper-inn sem ég bjó til og henti inn í sinn gagnagrunn.
Veit ekki hvort að þetta hjálpi þér nokkuð.


Ég var náttúrulega að meina plugin fyrir xbmc :-"

dori skrifaði:Hérna eru upplýsingar um hvernig þetta virkar. Virðist vera xml+regexp. Ekki fallegasta blanda sem ég hef séð.

http://wiki.xbmc.org/index.php?title=HO ... o_Scrapers

Ætti samt ekki að vera mjög erfitt að útbúa þetta.


Ok! getur þú græja svona og deild með okkur hinum? Ég hef þvímiður ekki kunnáttu í þetta :(

Re: Kvikmyndaupplýsingar frá kvikmyndir.is

Sent: Mið 13. Feb 2013 13:32
af intenz
Ohh það væri svo sweet ef kvikmyndir.is væri með API. :D

Re: Kvikmyndaupplýsingar frá kvikmyndir.is

Sent: Mið 13. Feb 2013 13:39
af dori
Það er spurning hvort maður skoði þetta betur í kvöld eftir vinnu.

Re: Kvikmyndaupplýsingar frá kvikmyndir.is

Sent: Mið 13. Feb 2013 13:53
af eythorarnason
dori skrifaði:Það er spurning hvort maður skoði þetta betur í kvöld eftir vinnu.


Djöfull er ég ánægður með þig.

Hérna er þetta sem kjarrig var að tala um ef það hjálpar eitthvað http://forum.team-mediaportal.com/threads/updated-version-of-the-icelandic-scraper.90897/

Re: Kvikmyndaupplýsingar frá kvikmyndir.is

Sent: Mið 13. Feb 2013 14:39
af kjarrig
eythorarnason skrifaði:Ég var náttúrulega að meina plugin fyrir xbmc :-"


Veit það :megasmile , var bara hugsa um hvort að hægt væri að nota fyrirmyndina til aðlögunar fyrir xmbc.

Re: Kvikmyndaupplýsingar frá kvikmyndir.is

Sent: Mið 13. Feb 2013 14:44
af dori
Spurning hvort einhver sem hefur aðgang á þessari síðu þarna geti droppað mediaportal scrapernum á http://gist.github.com eða eitthvað slíkt.

Ég hata forum þar sem ekki er hægt að skoða attachment án þess að skrá sig.

Re: Kvikmyndaupplýsingar frá kvikmyndir.is

Sent: Mið 13. Feb 2013 15:07
af eythorarnason
dori skrifaði:Spurning hvort einhver sem hefur aðgang á þessari síðu þarna geti droppað mediaportal scrapernum á http://gist.github.com eða eitthvað slíkt.

Ég hata forum þar sem ekki er hægt að skoða attachment án þess að skrá sig.


Gjörðu svo vel væni: https://eythor.tonidoid.com/urlsupvlv

Re: Kvikmyndaupplýsingar frá kvikmyndir.is

Sent: Fös 15. Feb 2013 09:37
af eythorarnason
dori skrifaði:Spurning hvort einhver sem hefur aðgang á þessari síðu þarna geti droppað mediaportal scrapernum á http://gist.github.com eða eitthvað slíkt.

Ég hata forum þar sem ekki er hægt að skoða attachment án þess að skrá sig.


Gastu kíkt eitthvað á þetta?