Síða 1 af 1

Nýr Usenet Indexer

Sent: Fös 14. Des 2012 21:27
af magnusgu87
Góða kvöldið

Í ljósi þess að NZBMatrix eru hættir störfum, hvaða usenet-indexer eru menn að nota, og þá aðallega fyrir Couch Potato. Sickbeard er með nokkra innbyggða en ég hef ekkert á móti því að borga eitt lítið gjald að indexer sem virkar fyrir bæði forritin rétt einsog NZBMatrix gerði.

Kveðja

Re: Nýr Usenet Indexer

Sent: Fös 14. Des 2012 21:44
af hagur
Er sjálfur einnig að leita að nýjum ... Hef bara fundið:

1. Opna, ókeypis indexa sem eru farnir á hliðina sökum álags og svara aldrei
2. Ókeypis indexa sem hafa lokað á nýskráningar

Re: Nýr Usenet Indexer

Sent: Fös 14. Des 2012 23:32
af gRIMwORLD
Ég er einmitt svo feginn að hafa komist inn á nzbs.org á sínum tíma. Þeir eru ókeypis en með lokað fyrir nýskráningar.

Re: Nýr Usenet Indexer

Sent: Fös 14. Des 2012 23:34
af Stuffz
nú hef ég aldrei notað usenet, hvað varð þess valdandi að þessir NZBMatrix "hættu störfum"?

Re: Nýr Usenet Indexer

Sent: Lau 15. Des 2012 00:06
af rango
We have had to make this decision due to a very large takedown request from a company called Wiggin LLC. These represent the following: Federation Against Copyright Theft Limited ("FACT"), Paramount Home Entertainment International Limited; Sony Pictures Home Entertainment Limited; The Walt Disney Company Limited; Twentieth Century Fox Film Company Limited; Universal Pictures (UK) Limited; Warner Bros. Entertainment UK Limited.


Re: Nýr Usenet Indexer

Sent: Lau 15. Des 2012 00:28
af Oak
http://nzb.su er fín getur verið frí en hugsanlega betra ef að þú ert duglegur að downloada að kaupa aðgang.

Re: Nýr Usenet Indexer

Sent: Lau 15. Des 2012 10:58
af cartman
Blessaðir

Ég er núna að skoða newznab núna til að keyra bara locally. Ég hef ekki fundið almennilegar síður eftir að newzbin, newzbin2 og nzbmatrix dóu.

Læt ykkur vita hvernig gengur með newznab þegar það er up and running( Ég er búinn að gera smá tilraunir með það og það lookar mjög promising )

Re: Nýr Usenet Indexer

Sent: Lau 15. Des 2012 11:23
af hagur
Ég er með þetta uppsett líka hjá mér, er bara með classic útgáfuna en fékk slatta af regular expressions af github. Mér finnst þetta bara ekki finna nægilega mikið af dóti, en já endilega deildu með okkur hvernig þetta virkar hjá þér.

Re: Nýr Usenet Indexer

Sent: Lau 15. Des 2012 18:04
af magnusgu87
Ég prófaði að búa til account á nzbsRus, ætla sjá hvort það virki. Keypti samt ekki VIP account. Ég asnaðist til að eyða 10GBP í þetta Newznab dót það var tóm þvæla, skildi ekkert hvernig það virkar og fannst það þvílíkur hausverkur að reyna finna útúr, linkar sem ég fékk í emili hjá þeim virkuðu ekki svo ég varð bara pirraður og gafst strax uppá þeim. Waste of money hjá mér.

Re: Nýr Usenet Indexer

Sent: Fim 20. Des 2012 08:27
af Jon1
er eitthver búin að finna eitthvern góðan ? vantar einn góðan alveg tilbúin að borga fyrir vip ef hann er góður

Re: Nýr Usenet Indexer

Sent: Fim 20. Des 2012 13:14
af starionturbo
https://www.nzbsrus.com er aftur komin upp.

Ég fann svo tvær aðrar opnar:
- http://usenet-crawler.com/
- http://newnzb.tv/

Svo eina lokaða, þarf invite, ég er að vinna í að komast þangað:
- www.nzbgrabit.co.uk

Re: Nýr Usenet Indexer

Sent: Fim 20. Des 2012 14:34
af Jon1
eitthver með reynslu af nzbrus og bitcoins ? eitthvað við það að borga 22 dali fyrir 12 er að fara í mig þar .... á mánuði og vantar bara að komast á www.nzbgrabit.co.uk

Re: Nýr Usenet Indexer

Sent: Lau 05. Jan 2013 01:44
af Örn ingi
Er einhver með góðan index er alveg til í áskrift, er ekki alveg að skilja þetta bitcoins dæmi.

Re: Nýr Usenet Indexer

Sent: Lau 05. Jan 2013 17:22
af Dagur
http://nzbx.co er efnileg

Re: Nýr Usenet Indexer

Sent: Fim 07. Feb 2013 17:42
af magnusgu87
Ætla leyfa mér að endurvekja þennann þráð aðeins þar sem ég á í vandræðum með Couchpotatoe. Málið er að ég er með nokkrar myndir á wanted listanum hjá mér. Ég er með Nzbrus account go nzbx.co account líka og CP styður báða þessa indexa. Hinsvegar er CP ekki að ná myndirnar sem ég er með á listanum þrátt fyrir að ég veit að þær séu til þegar ég leita að þeim manually á síðunum.

Svo virðist sem að SB eigi það aðeins til að klikka líka. Er t.d að dl Revolution og Supernatural, SB finnur ekki 6.þátt af revolution (out of your servers retiontion - hef googlað en lausninar sem ég fundið hafa ekki skilað neinu) og ekki heldur 9.þátt í 8.seríu af Supernatural, segir Snatched en svo failar dl-ið og sami error kemur upp og fyrir Revolution þegar dl-ið er ca hálfnað. Nota Nzbrus, SickBeard index og Womble's index.

Er búinn að setja upp API stillingar fyrir Nsbsrus í SB en er reyndar ekki með VIP acount hjá þeim þar sem ég nenni ekki að standa í þessu bitcoin rugli.
Er ekki alveg að átta mig á hvernig ég fæ API stillingar fyrir nzbx.co þar sem það virðist ekki vera neitt ákveðið user ID + API Key hjá þeim.

Væri snild ef einhverir gæti aðstoða mig. Þetta hefur ekki verið að fúnkera 100% síðan að nzbmatrix var tekin niður :(

Re: Nýr Usenet Indexer

Sent: Fim 07. Feb 2013 19:34
af Dagur
Þessi "out of your servers retention" villa er líklegast út af því að Usenet þjónustan þín er búin að fjarlægja skrár af servernum (m.ö.o. réttindahafar eins og MPAA hafa krafist þess að þeir geri það). Ég hef lent frekar oft í þessu þegar ég hef verið að sækja kvikmyndir undanfarið en hef sloppið við þetta þegar ég hef verið að sækja þætti.

Annars á þetta innlegg frá þér alls ekki heima á þessum þræði.

Til að fara aftur on-topic þá bendi ég á þessar síður:

http://www.findnzbs.info/
https://nzb.baconbytes.nl/

Re: Nýr Usenet Indexer

Sent: Mið 06. Nóv 2013 23:40
af axyne
Hefur einhver dottið inná nýjan indexer?
Hvað eruði að nota í dag ?

Re: Nýr Usenet Indexer

Sent: Mið 27. Nóv 2013 10:47
af starionturbo
Mér finnst Sickbeard indexerinn bara eiginlega vera bestur.

Ég er með þetta svona:
[X] Sick Beard Index
[X] nzbndx
[X] SDOY