Síða 1 af 1
					
				Kemst ekki inn á kisildalur.is
				Sent: Fim 18. Okt 2012 18:44
				af steinarorri
				Vandamálið er það að ég kemst ekki inn á Kísildalur.is
Ég hef ekki komist inn á þá síðu í meira en mánuð og hélt einfaldlega að búðin hefði hætt en svo sá ég einhvern linka á þá síðu um daginn og datt mér þá í hug að þetta gæti verið bara vandamál mín megin. Einnig segir isup.me að kísildalur sé uppi.
Mér finnst þetta mjög skrítið og útilokað að þetta sé e-ð blokkað í hosts skránni í vélinni minni því ég er búinn að formatta vélina í millitíðinni. Auk þess opnast vefsíðan ekki heldur í símanum mínum.
Það er engin vefsía í gangi á routernum :/
Er með ljósnet hjá Hringiðunni ef það kemur málinu við.
			 
			
					
				Re: Kemst ekki inn á kisildalur.is
				Sent: Fim 18. Okt 2012 18:47
				af Yawnk
				steinarorri skrifaði:Vandamálið er það að ég kemst ekki inn á Kísildalur.is
Ég hef ekki komist inn á þá síðu í meira en mánuð og hélt einfaldlega að búðin hefði hætt en svo sá ég einhvern linka á þá síðu um daginn og datt mér þá í hug að þetta gæti verið bara vandamál mín megin. Einnig segir isup.me að kísildalur sé uppi.
Mér finnst þetta mjög skrítið og útilokað að þetta sé e-ð blokkað í hosts skránni í vélinni minni því ég er búinn að formatta vélina í millitíðinni. Auk þess opnast vefsíðan ekki heldur í símanum mínum.
Það er engin vefsía í gangi á routernum :/
Er með ljósnet hjá Hringiðunni ef það kemur málinu við.
Kannski browserinn?  

 
			
					
				Re: Kemst ekki inn á kisildalur.is
				Sent: Fim 18. Okt 2012 18:52
				af svanur08
				www.tl.is hefur ekki virkað lengi lengi hjá mér.
 
			 
			
					
				Re: Kemst ekki inn á kisildalur.is
				Sent: Fim 18. Okt 2012 18:55
				af viggib
				Sama sagan hér,er líka hjá Hringiðunni
			 
			
					
				Re: Kemst ekki inn á kisildalur.is
				Sent: Fim 18. Okt 2012 18:57
				af Xovius
				Ég kemst inn á kísildal en tl.is hefur einmitt ekki virkað hjá mér lengi...
			 
			
					
				Re: Kemst ekki inn á kisildalur.is
				Sent: Fim 18. Okt 2012 19:05
				af steinarorri
				Komst heldur ekki inn á tl.is á tímabili en kemst núna. Þetta getur ekki verið browserinn, búinn að prófa chrome, ie og símann.
			 
			
					
				Re: Kemst ekki inn á kisildalur.is
				Sent: Fim 18. Okt 2012 19:48
				af Arkidas
				Sama hér. Búið að vera svona í rúmlega mánuð. Líka með ljós hjá Hringiðunni.
			 
			
					
				Re: Kemst ekki inn á kisildalur.is
				Sent: Fim 18. Okt 2012 19:55
				af steinarorri
				Ok, þetta hlýtur að vera eitthvað hjá Hringiðunni. Stórskrítið :/
Búinn að senda þeim mail, vonandi verður þetta lagað.
			 
			
					
				Re: Kemst ekki inn á kisildalur.is
				Sent: Fim 18. Okt 2012 20:15
				af Arkidas
				
			 
			
					
				Re: Kemst ekki inn á kisildalur.is
				Sent: Fim 18. Okt 2012 20:25
				af Xovius
				
			 
			
					
				Re: Kemst ekki inn á kisildalur.is
				Sent: Fim 18. Okt 2012 21:44
				af steinarorri
				Kemst inn á psx-scene já.
Er niðri í háskóla núna og kemst inn á kísildal þar.