Síða 1 af 1
					
				hvernig set ég upp windows xp á
				Sent: Fim 30. Ágú 2012 13:36
				af jardel
				Tvískiptan disk?
Þegar ég set diskinn í tölvuna og ýt á f12
Fæ ég bara villu meldingu um að diskirinn er tvískiptur.
Ég veit ekki hvernig ég get tekið diskinn úr tvískiptongu þannig að hann verdi einn diskur
			 
			
					
				Re: hvernig set ég upp windows xp á
				Sent: Fim 30. Ágú 2012 14:19
				af fannar82
				Nú veit ég ekki hvort að þú ert að tala um Dual booting, eða bara að vera með disk tvískiptan HD , þá ertu raunvörulega bara að segja tölvuni að deila niður einum harðadisk sem tveim (þrem eða fleirum)
ef þú hinsvegar eyðir partitioninu (skiptinguni) þá tapast öll gögn sem voru inni á því drifi
http://en.wikipedia.org/wiki/Disk_partitioning <- meira um þetta.
 
			
					
				Re: hvernig set ég upp windows xp á
				Sent: Fim 30. Ágú 2012 14:23
				af IL2
				Hvaða stýrikerfi ertu með?
			 
			
					
				Re: hvernig set ég upp windows xp á
				Sent: Fim 30. Ágú 2012 14:34
				af jardel
				Er að reyna að setja windows xp upp á tölvu.
Sem er fyrir með windows vista.
Það er bara einn harður diskur í vélinni en hann er  tvískiptur.
			 
			
					
				Re: hvernig set ég upp windows xp á
				Sent: Fim 30. Ágú 2012 14:43
				af agust1337
				Tvískiptur? Ertu að meina að þú ert með tvö partition?
Þú getur eytt út partitioninu svo þú ert með t.d. 500gb í staðin fyrir tvo 250 gb partions.
http://windows.microsoft.com/is-IS/wind ... -partition 
			
					
				Re: hvernig set ég upp windows xp á
				Sent: Fim 30. Ágú 2012 15:39
				af Frantic
				Þú skiptir niður disknum áður en þú formattar.
Þá geturðu valið hvað hvert partition er stórt.
			 
			
					
				Re: hvernig set ég upp windows xp á
				Sent: Fim 30. Ágú 2012 15:49
				af Daz
				Þú verður að gefa betri upplýsingar. 
Hvenær ýtirðu á F12? 
Hvenær seturðu diskinn í?
Hvað nákvæmlega kemur fram í villunni?
Veistu hvort diskurinn þinn sé tvískiptur?
			 
			
					
				Re: hvernig set ég upp windows xp á
				Sent: Fim 30. Ágú 2012 16:53
				af jardel
				Hvar skipti ég disknum niður?
			 
			
					
				Re: hvernig set ég upp windows xp á
				Sent: Fim 30. Ágú 2012 18:02
				af jardel
				Það blikkar alltaf appelsinugult ljós á vélinni batteri orðið slappt.
Hún slekkur alltaf á sér.
			 
			
					
				Re: hvernig set ég upp windows xp á
				Sent: Þri 04. Sep 2012 13:21
				af jardel
				Er mikið mál að skipta diskinum aftur í upprunalegt horf þannig að hann virkar eins og einn diskur?
			 
			
					
				Re: hvernig set ég upp windows xp á
				Sent: Þri 04. Sep 2012 13:28
				af Daz
				jardel skrifaði:Er mikið mál að skipta diskinum aftur í upprunalegt horf þannig að hann virkar eins og einn diskur?
Ef þú myndir útskýra vandamálið þitt betur, þá væru örugglega fleiri til í að hjálpa þér. Hingað til skilja þetta fáir.
 
			
					
				Re: hvernig set ég upp windows xp á
				Sent: Þri 04. Sep 2012 15:29
				af agust1337
				jardel skrifaði:Er mikið mál að skipta diskinum aftur í upprunalegt horf þannig að hann virkar eins og einn diskur?
Kíktu á linkinn sem ég gaf upp áður 
http://windows.microsoft.com/is-IS/wind ... -partitionVertu bara búinn að gera backup á þau skjöl og forrit sem þér langar að eiga annars geturu bara sagt bæbæ við þau skjöl.
 
			
					
				Re: hvernig set ég upp windows xp á
				Sent: Þri 04. Sep 2012 16:25
				af tlord
				er þetta VILLUMELDING? er hann ekki að spyrja hvora partitiona þú vilt nota?
ef þú villt hafa allann diskinn í 1 partition, þarf að eyða öllum partition og gera svo 1 sem tekur allann diskinn.
ÖLL GÖGN HVERFA þegar þetta er gert