Ég er að fara að setja upp heimasíðu fyrir sjálfan mig.
Er kominn með hýsingu, lén og allt það. En mig vantar bara heimasíðuna.
Það sem þessi heimasíða þarf að hafa er:
Blog/Fréttakerfi, Myndaalbúm, Viðburðadagatal (Ekki bara sem sýnir bloggin) og svo custom pages til að setja inn upplýsingar og annað.
Vil líka geta haft Ads á síðunni.
Ég ætlaði mér fyrst að nota WordPress og er búinn að setja það uppá localhost. En ég á erfitt með að finna Gallery og Calendar Add-On sem ég er nógu sáttur með.
Hafið þið einhverjar hugmyndir um fleiri góð heimasíðukerfi?
Heimasíðan má kosta eitthvað smotterí í startgjald en ekki föst mánaðargjöld eða ársgjöld.



