Enn og aftur, hvaða Linux?


Höfundur
digiculture
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Sun 02. Nóv 2003 15:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Enn og aftur, hvaða Linux?

Pósturaf digiculture » Þri 22. Jún 2004 11:41

Ég er að fara að setja upp server sem mun keyra DNS (BIND), Apache, Postfix og fleira. Var svona að spá hvort þið hefðuð einhverjar sniðugar tillögur að hvaða *nix ég ætti að nota. Ég er alveg til í að ganga í gegnum smá ves með uppsetningu ef ég fæ meiri stöðugleika útúr því, þetta á nefnilega að vera einn af þessum STÖÐUGU serverum. ég er ekki alveg kominn með hardwareið á hreint þannig að ég get ekki alveg gefið upp nákvæmlega hvað ég mun nota í þeim efnunum en basicly þá er þetta bara tölva með 2-3 hörðum diskum og netkorti.

Gústi


Nei!


Höfundur
digiculture
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Sun 02. Nóv 2003 15:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf digiculture » Þri 22. Jún 2004 11:45

Heh, ég rak augun í þessa athugasemd:
ATH: Stílum er hægt að innsetja snögglega
þegar ég var að skrifa þennan þráð :lol:. Er það nokkuð bara mér sem finnst þetta drepfyndið?

Gústi


Nei!

Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Þri 22. Jún 2004 12:08

hehe, hef verið hérna í tæplega 3 ár en var fyrst að fatta þetta núna :D



Skjámynd

Voffinn
Vaktari
Póstar: 2249
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 17:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Voffinn » Þri 22. Jún 2004 15:01

Getur í rauninni notað hvað sem er. Þetta er bara spurning um hvaða distró þér líkar vel við.


*hóst*


Voffinn has left the building..


Höfundur
digiculture
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Sun 02. Nóv 2003 15:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf digiculture » Þri 22. Jún 2004 18:39

Voffinn skrifaði:Getur í rauninni notað hvað sem er. Þetta er bara spurning um hvaða distró þér líkar vel við.


*hóst*

Jájá, það er reyndar frekar svona í augljósari kantinum. Ég var meira svona að spá í hvort menn hefðu einhverjar actual tillögur eða langaði að miðla reynslu sinni af hinum og þessum distróum í svona notkun.

Gústi


Nei!


kiddisig
Fiktari
Póstar: 63
Skráði sig: Mán 28. Júl 2003 01:39
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf kiddisig » Þri 22. Jún 2004 19:21

Ég mæli með FreeBSD. Ég nota það persónulega á alla mína þjóna, bæði hightraffic og lowtraffic þjóna. Pakkakerfið er með reverse dependencies (*hóst* ólíkt Gentoo *hóst*), mjög auðvelt að uppfæra alla pakka (getur gert það manually eða notað 3rd party forrit eins og t.d. portupdate) og svo er mjög einfalt að uppfæra allt kerfið í nýjasta stable hverju sinni, bæði alla system pakka og kjarnann (jafnvel á milli stórra útgáfa, eins og t.d. úr 4.x upp í 5.x, þó svo það sé alltaf mælt með fresh install, þá hef ég heyrt að það gangi mjög vel).

FreeBSD 5.x hef ég samt sem áður ekki notað (held mig við official stable útgáfuna). Býst samt við að þeir fari að gefa 5.x út sem stable release fljótlega, gæti jafnvel verið bara í næstu 5.x útgáfu. 5.x er mikið nútímalegra heldur en 4.x (t.d. er ekkert devfs í 4.x) og auk þess á það að vera miklu hraðvirkara (þó maður hafi nú aldrei þurft að væla yfir hraðanum).

Ég hef allavega mesta reynslu af FreeBSD á þjónum. Hef keyrt það nonstop á næstum því öllum þjónum sem ég keyri í nokkur ár og ég er mjög sáttur.


There can be only one.


gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Þri 22. Jún 2004 19:44

digiculture skrifaði:Heh, ég rak augun í þessa athugasemd:
ATH: Stílum er hægt að innsetja snögglega
þegar ég var að skrifa þennan þráð :lol:. Er það nokkuð bara mér sem finnst þetta drepfyndið

Ég er líka lengi búinn að spá í hvað þetta þýðir :lol:
Líka skemmtilegar þýðingar eins og "Innsetja mynd" og "Stöðva Broskalla"



Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Þri 22. Jún 2004 20:27

gumol skrifaði:
digiculture skrifaði:Heh, ég rak augun í þessa athugasemd:
ATH: Stílum er hægt að innsetja snögglega
þegar ég var að skrifa þennan þráð :lol:. Er það nokkuð bara mér sem finnst þetta drepfyndið

Ég er líka lengi búinn að spá í hvað þetta þýðir :lol:
Líka skemmtilegar þýðingar eins og "Innsetja mynd" og "Stöðva Broskalla"

hmm, þúrt ekki alveg að skilja þetta einsog ég a.m.k. :P
veist hvað stíll er, þ.e. lyfjaformið? :)




Zaphod
Gúrú
Póstar: 562
Skráði sig: Sun 06. Apr 2003 17:13
Reputation: 0
Staðsetning: Omaha Beach
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Zaphod » Þri 22. Jún 2004 21:18

Ef þú vilt eitthvað distró sem er mjög einfalt , þá er Mandrake afskaplega gott ......


"You can fool some of the people all of the time, and all of the people some of the time, but you can not fool all of the people all of the time."

Skjámynd

tms
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mán 04. Ágú 2003 00:56
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf tms » Þri 22. Jún 2004 21:48

Gentoo, FreeBSD, OpenBSD, Mandrake, debian, þetta eru öll fín distró sem er varið í að prufa. Ef þú ert í sumarfríi og hefur góðann tíma til að dunda við hluti sem maður botnar ekkert í er gentoo málið fyrir þig held ég, annars væri kannski mandrake ágætt. Munurinn á BSD og linux er ekki augljóslega mikill, en þegar maður hefur prufað bæði þá sér maður að það er þó nokkur munur.




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Mið 23. Jún 2004 21:10

MezzUp skrifaði:veist hvað stíll er, þ.e. lyfjaformið? :)

ahh, got it :oops:

En ekki var það upphaflega merkingin, skil ekki hvað þetta á að þýða.



Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1031
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Pósturaf Revenant » Fim 24. Jún 2004 15:04

Ég mæli með Slackware. Mjög stabílt kerfi og þægilegt að nota. Slackware 10 var að koma út en ég hef verið að nota útgáfu 9 sem er rock solid.



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6432
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 293
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Fim 24. Jún 2004 17:11

það er verið að tala um að það er hægt að skella inn BBCode stýlum snögglega, þannig að maður getur dregið yfir texta og klikkað á BBCode takka sem setur tildæmis bold eða skáletrað


"Give what you can, take what you need."


Höfundur
digiculture
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Sun 02. Nóv 2003 15:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf digiculture » Fös 25. Jún 2004 19:46

gnarr skrifaði:það er verið að tala um að það er hægt að skella inn BBCode stýlum snögglega, þannig að maður getur dregið yfir texta og klikkað á BBCode takka sem setur tildæmis bold eða skáletrað

Jájá, maður svosem fattar alveg hvað átt er við sko, væri bara hægt að orða það betur. T.d. ATH, auðveldlega er hægt að breyta textastíl með hnöppunum eða eitthvað. Ekki það að mér sé ekki slétt sama, fannst þetta orðalag bara mjög fyndið af því að ef maður hefur slíkar saurugar hugsanir eins og ég þá má lesa annað út úr þessu.

Hinsvegar virðist ég hafa á mjög heimskulegan hátt rænt mínum eigin þræði. Ég er mikið að spá í að byrja á að prófa Debian. Mér er að skiljast að menn séu mjög ánægðir með hann og virki vel. Þar að auki er fínt að geta fengið PPC útgáfu af honum og verið með nokkurnveginn sama kerfið þar ef ég fíla i386 útgáfuna.

Gústi


Nei!