Setja upp heimaserver


Höfundur
juggernaut
Fiktari
Póstar: 63
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 21:42
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Setja upp heimaserver

Pósturaf juggernaut » Þri 07. Des 2010 22:03

Sælir, ég er í smá vandræðum með hvernig ég á að setja upp heimilið.

Málið er að ég var í smá framkvæmdum hérna heima og þar sem ljósleiðarinn er að detta inn gerði ég smá breytingar. Ég fræsti cat-6 kapla inn í öll herbergi þar af 3 að sjónvarpinu. Nú langar mér að setja upp einskonar heimilis server en málið er að ég veit ekkert um þetta og var ég að vona að þið hefðuð einhverjar hugmyndir.
Inn í miðri íbúð er geymsla þar sem ég er með krosstengjabretti og fara kaplarnir þaðan á víð og dreif um íbúðina. Ljósleiðaraboxið endar þar við hliðina á. Þarna langar mér að hafa eina servertölvu sem þjónar öllu heimilinu og prentara við hliðina á. ég hafði hugsað mér að hún væri einhverskonar gagnageymsla fyrir allt heimilið sem allir kæmust inn á, eins myndi ég vilja geta spilað af tölvunni í sjónvarpinu. Ég er með dvico tvix hd-3300 flakkara sem á að geta tengst heimanetinu en hann spilar bara ekki allt og var ég að vonast til að geta streymt beint úr tölvunni.
Eins og ég sagði eru bara cat-6 kaplar á milli (eftir á að hyggja hefði ég kannski átt að setja líka hágæða HDMI kapla

Eftir að hafa lesið vefinn sá ég einn stinga upp á þessu dóti en veit ekki hvort þetta er að virka vel http://www.qnap.com/pro_detail_feature.asp?p_id=135

Allar ráðleggingar eru vel þegnar en vinsamlegast hafið í huga að ég skil ekki mjög flókið tölvumál :oops: Eins ef þið eruð að sjá eitthvað sniðugt sem ég gæti gert í leiðinni en hefur ekki dottið í hug

Með þökk Juggernaut :beer




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp heimaserver

Pósturaf AntiTrust » Þri 07. Des 2010 22:52

NAS hefur sína kosti og galla. Takmarkar auðvitað functionality, og tekur bara x marga diska og ekki meir. Auðvitað misjafnt eftir notendum hversu mikið pláss þeir þurfa næstu árin, sumum duga 2TB á meðan aðrir þurfa 10TB+. Stærsti ókosturinn sem ég hef rekið mig á varðandi NAS er hversu dýrt þetta er.

Þú ert samt í rauninni kominn út í tvær einingar með því að vilja hafa sér gagnageymslu og svo sér vél til afspilunar. Það eru hinsvegar til HDMI-to-ethernet lausnir, þeas þú gætir tekið HD myndefni í gegnum Cat6-ið (svo lengi sem bæði enda interface eru Gbit) - en slíkt er ekki auðfáanlegt og ekki ódýrt. Ef þú færir í að draga HDMI kapla útum allt ertu samt sem áður að búa til ýmis vandamál hvað varðar fjarstýringar, hljóðflutning og flr.

Nokkrar leiðir sem ég sé fýsilegastar fyrir þig. NAS/PC Server vél í geymslunni yfir í PS3/360/HTPC vél í stofunni. Mitt fyrsta setup sem dæmi hefði uppfyllt þessar þarfir þínar og það var svona:

Server vél inn í geymslu, uppsett með WHS. Ef þú þekkir ekki WHS, leitaðu að "WHS" hérna á spjallinu og skoðaðu þræðina, ég hugsa ég hafi kommentaði heilan helling á það í gegnum tíðina, hérna er m.a. eitt quote frá mér :

Windows Home server!

Ekki spurning, hentar að mér heyrist fullkomnlega í þetta. Er búinn að nota hann persónulega sjálfur í um 2 ár núna og get ekki beðið eftir 2008 útgáfunni (Vail).

- Viðbjóðslega sniðug og hagkvæm backup lausn, automatískt af hverri heimavél sem er tengd inn á WHSinn
- Localised user möppur (eins og litli bróðir domain)
- Storage pool, hendir bara hvaða diskum sem þú vilt í vélina og WHS býr til eitt stórt pláss sem allir hafa aðgang að
- Remote aðgangur hvaðan sem er inná allar vélar tengdar WHSinum
- Media streaming möguleikar, þó svo að það séu til mörg forrit sem gera það betur


Í stofunni var svo lengi vel PS3 vél sem tók við streaming efni frá servernum. Á servernum var uppsett PS3 media server forrit sem sá um að transcoda (breyta efni úr formatti á vélinni yfir í format sem PS3 les, á rauntíma (on-the-fly). Eftir að ég setti CAT6 útum allt hús var 1080p streaming ekkert vandamál, þar er örgjörvinn á servernum farinn að spila mikið stærra hlutverk.

Í dag er ég með þetta aðeins öðruvísi, aðeins flóknara í uppsetningu en svo margfalt skemmtilegri upplifun f. vikið.

Svipaður server inn í tölvuherbergi og áður, nema bara örlítið kraftmeiri og meira pláss. Uppsett á hann er Windows Server 2008 R2, sem sér um virtual tölvur (sem sjá svo um sérstaka hluti, dev og beta testing f. vinnuna og flr.) og svo sér hann um að halda utanum RAID poolið (pool = margir diskar sameinaðir sem einn, e-ð sem hægt er að gera í mörgum stýrikerfum á mismunandi vegu)

Í stofunni er ég núna með HTPC vél (Home Theater PC) sem er uppsett með XBMC. XBMC eða sambærileg forrit er e-ð sem allir, ALLIR sem horfa á efni í stofunni ættu að skoða. Ef þú hefur ekki prufað það, sæktu það og skoðaðu. Þetta gjörbreytir því hvernig þú upplifir heima-í-stofu vídeo glápið.

Í basis ræðuru auðvitað alfarið hvaða stýrikerfi þú setur upp á serverinn, ef þú færir út í server. WHS er einfaldast, það er engin spurning, og myndi líklega meira en duga þér. WHS V2 (Vail) er næsta WHS sem er á leiðinni en er ennþá í þróun og því ekki villulaus en þó nokkuð stöðugur. W7 og WinServ 2008 R2 gætu einnig þess vegna hentað vel sem miðlægar geymsluvélar - þetta fer allt eftir því hvað þú þarft/vilt. Ef þú vilt vera algjör töffari og hella þér í *nix mál er til distro sem heitir Amahi, og er distro ætlað í beina samkeppni við WHS-inn með mörgum sambærilegum fítusum, sumum verri og sumum margfalt flottari.

Hvað varðar peningamál, þá er hægt að gera þetta mjög ódýrt og gríðarlega dýrt. Ódýrasta lausnin fyrir þig væri að pússla saman e-rjum ódýrum dual core server með ágætis diskaplássi sem myndi stream-a efni yfir í flakkarann hjá þér, hugsa þú fengir mest fyrir peninginn á þann veginn frekar en að fara í NAS, þótt NASið sé líklega einfaldara. Þú gætir líka sett saman svipaðan server og selt flakkarann, og keypt þér PS3 eða pússlað saman í ágætis HTPC vél. Hægt að fá _mjög flotta_ HTPC vélar á undir 100k í dag, svo það er auðvelt að leika sér þar með samsetningu. Kosturinn við PS3 er að, þú ert að fá leikjavél + bluray spilara + vél sem styður flott hljóðoutput og kemur aldrei til með að lagga í HD afspilun. Ókostirnir eru að þú færð aldrei æðislegheitin sem XBMC og sambærileg forrit gefa þér. Líklega myndiru enda svipað peningalega séð, Notaða PS3 vél ertu að fá á 40k +, sem er líklega svipað budget og þú gætir notað fyrir low-end HTPC vél.

Vona að ég hafi ekki flækt þetta of mikið fyrir þér, og þetta hjálpi þér aðeins að ákveða hvaða leiðir þú vilt fara.



Skjámynd

Frantic
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Mið 04. Mar 2009 17:43
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp heimaserver

Pósturaf Frantic » Þri 07. Des 2010 23:57

Ég held að AntiTrust hafi sagt allt sem segja þarf :happy




aevar86
Nörd
Póstar: 137
Skráði sig: Mán 24. Maí 2010 00:49
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp heimaserver

Pósturaf aevar86 » Mið 08. Des 2010 00:57

JoiKulp skrifaði:Ég held að AntiTrust hafi sagt allt sem segja þarf :happy

Held það sé rétt..

Ætla samt að bæta smá við hérna.. Ég setti upp svipað kerfi heima hjá mér, er með dual-core tölvu með nokkrum terabæt diskum með öllu efninu, þessi tölva er svo bara með smb share(windows share).
Í stofunni er ég með htpc tölvu keyrandi xbmc sem spilar allar skrár í gengum heimanetið mitt, svo keypti ég mér "margmiðlunar spilara" fyrir herbergið sem ég mæli með, hann spilar flestar skrár og allt í gengum heima netið.
http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=21689
Þetta er mjög einföld uppsetning, þarft ekkert að hafa mikkla kunnáttu og ekkert mál að bæta við fleiri tækjum..



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3116
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 533
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp heimaserver

Pósturaf Hjaltiatla » Mið 08. Des 2010 01:07

juggernaut Skrifaði:
Nú langar mér að setja upp einskonar heimilis server


Held að hann sé að leita að Server líka,ekki bara media center og stream frá tölvunni


Just do IT
  √


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp heimaserver

Pósturaf AntiTrust » Mið 08. Des 2010 01:11

Hjaltiatla skrifaði:
juggernaut Skrifaði:
Nú langar mér að setja upp einskonar heimilis server


Held að hann sé að leita að Server líka,ekki bara media center og stream frá tölvunni


Tjah, localised storage er nú einfaldast af þessu öllu. Annars kem ég inn á það í WHS kvótinu mínu.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3116
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 533
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp heimaserver

Pósturaf Hjaltiatla » Mið 08. Des 2010 01:25

Btw AntiTrust var að svara aevar86.Ekkert út á þitt svar að setja :)
Fannst bara vanta smá upp á í svarinu hjá aevar86 það sem snéri að svona almennum afritunar og aðgangsstýringarmálum í því setupi sem aevar mældi með.

Hins vegar væri það nægilegt til að redda bíó aðstöðu málunum hjá honum með þeirri framkvæmd.


Just do IT
  √


Höfundur
juggernaut
Fiktari
Póstar: 63
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 21:42
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp heimaserver

Pósturaf juggernaut » Mið 08. Des 2010 05:03

Glæsilegt Antitrust og félagar. Þetta eru hjálpsamar upplýsingar. Ég vissi að ég kæmi ekki að tómum kofunum hérna.
Bróðir minn var búinn að ræða að ps3 hentaði vel í afspilunina og hljómar ekk illa aðfjárfesta í svoleiðis líka

Ein spurning. Hvað með að nota Linux? Ég á frænda sem er hrifinn af linux og hann vildi meina að Linux Samba væri kjörið fyrir þetta. Ég hef enga reynslu af Linux og þar af leiðandi enga skoðun á því hversu hentugt það er.

Annars takk kærlega og ég á örugglega eftir að spyrja ykkur nánar út í þetta seinna.


Með kveðju Juggernaut :beer




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp heimaserver

Pósturaf AntiTrust » Mið 08. Des 2010 09:57

juggernaut skrifaði:Glæsilegt Antitrust og félagar. Þetta eru hjálpsamar upplýsingar. Ég vissi að ég kæmi ekki að tómum kofunum hérna.
Bróðir minn var búinn að ræða að ps3 hentaði vel í afspilunina og hljómar ekk illa aðfjárfesta í svoleiðis líka

Ein spurning. Hvað með að nota Linux? Ég á frænda sem er hrifinn af linux og hann vildi meina að Linux Samba væri kjörið fyrir þetta. Ég hef enga reynslu af Linux og þar af leiðandi enga skoðun á því hversu hentugt það er.

Annars takk kærlega og ég á örugglega eftir að spyrja ykkur nánar út í þetta seinna.



Linux er auðvitað mjög sniðug lausn, til margar útgáfur (distro's) sem myndu henta þér. Það er bara spurning hvort þú vilt hætta þér út í gjörólíkan heim sem kemur til með að geyma gögnin þín, án þess að hafa grunnkunnáttuna fyrir. Leiðinlegt ef það kemur e-ð upp á sem fyrir langtíma linux notenda lítið mál að laga en fyrir Windows mann nánast ómögulegt, og gögn jafnvel tapast.

Fyrir mann sem er ekki nýgræðingur, en ekki neinn kerfisstjóri/forritari heldur myndi ég mæla með Windows Home Server.




topas
Ofur-Nörd
Póstar: 244
Skráði sig: Mið 16. Jún 2010 11:22
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp heimaserver

Pósturaf topas » Mið 08. Des 2010 10:57

Ég er með Linux Ubuntu sem server og nota hann sem gagnaþjón og prentþjón. Virkar mjög vel, er einfalt í uppsetningu og gengur mánuðum saman án þess að þurfa svo mikið sem endurræsa. Ég er svo með XBMC á linux vél í stofunni til afspilunar. Frábært kerfi sem ég mæli með.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp heimaserver

Pósturaf AntiTrust » Mið 08. Des 2010 10:59

topas skrifaði:Ég er með Linux Ubuntu sem server og nota hann sem gagnaþjón og prentþjón. Virkar mjög vel, er einfalt í uppsetningu og gengur mánuðum saman án þess að þurfa svo mikið sem endurræsa. Ég er svo með XBMC á linux vél í stofunni til afspilunar. Frábært kerfi sem ég mæli með.


Ertu að nota desktop eða server edition?



Skjámynd

ponzer
Kerfisstjóri
Póstar: 1270
Skráði sig: Þri 07. Sep 2004 18:18
Reputation: 13
Staðsetning: Router(config)#
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp heimaserver

Pósturaf ponzer » Mið 08. Des 2010 12:19

Tvent sem ég mæli með

Smoothwall sem router og Openfiler sem NAS, mjög solid setup.


Specs: Tölva, skjár, lyklaborð, mús og internet.


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp heimaserver

Pósturaf AntiTrust » Mið 08. Des 2010 12:26

ponzer skrifaði:Tvent sem ég mæli með

Smoothwall sem router og Openfiler sem NAS, mjög solid setup.


Openfiler betra en FreeNAS?



Skjámynd

ponzer
Kerfisstjóri
Póstar: 1270
Skráði sig: Þri 07. Sep 2004 18:18
Reputation: 13
Staðsetning: Router(config)#
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp heimaserver

Pósturaf ponzer » Mið 08. Des 2010 13:02

AntiTrust skrifaði:
ponzer skrifaði:Tvent sem ég mæli með

Smoothwall sem router og Openfiler sem NAS, mjög solid setup.


Openfiler betra en FreeNAS?


Hef verið með Freenas líka virkaði bæði en ég er meira að fýla Openfiler því þeir eru með mikið meira hardware support en Freenas. Eru líka með flott software raid sem er að virkar vel svo nota ég þetta líka sem iscsi target fyrir esxi serverana sem ég er með.


Specs: Tölva, skjár, lyklaborð, mús og internet.

Skjámynd

sakaxxx
FanBoy
Póstar: 752
Skráði sig: Fim 24. Jan 2008 16:22
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp heimaserver

Pósturaf sakaxxx » Mið 08. Des 2010 15:50

Mynd

þetta gæti hjálpað


2600k gtx780 16gb

sjónvarps Intel Core2 Quad q6600 @3.0 Gtx660
  ▲
▲ ▲


Binninn
Ofur-Nörd
Póstar: 208
Skráði sig: Fös 14. Mar 2003 00:32
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp heimaserver

Pósturaf Binninn » Mið 08. Des 2010 18:16

Sá á heimasíðu Okbeint.is helvíti flottann HP Micro Server á einhvern 75þ kall
hægt að setja í hann 4 x 2tb diska.
Nokkuð nett.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp heimaserver

Pósturaf AntiTrust » Mið 08. Des 2010 18:22

Binninn skrifaði:Sá á heimasíðu Okbeint.is helvíti flottann HP Micro Server á einhvern 75þ kall
hægt að setja í hann 4 x 2tb diska.
Nokkuð nett.


Nokkrir gallar við hann. Örgjörvinn er ekki nógu öflugur hugsa ég til að transcode-a 1080p efni, og styður bara RAID 1 og 0.

Ég verð að segja að ég myndi nota þennan 75kall í whitebox build.



Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1882
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 63
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp heimaserver

Pósturaf emmi » Mið 08. Des 2010 19:32

Synology vörurnar eru líka mjög flottar, er sjálfur með DS409+ og þetta er mjög auðvelt og virkar vel. Ókosturinn er hinsvegar að þær eru frekar dýrar, en það fer auðvitað eftir því hvaða týpu þú tekur. :)




Höfundur
juggernaut
Fiktari
Póstar: 63
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 21:42
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp heimaserver

Pósturaf juggernaut » Mið 08. Des 2010 20:21

Það er gaman að lesa pælingarnar hérna, ég á greinilega smá lestur á google inni áður en ég negli þetta. Annars líst mér mjög vel á þetta HTPC sem þú varst að tala um Antitrust, þó að ps3 sé aldrei leiðinlegt að eiga. En ef að maður fer út í svoleiðis þarf ég þá servertölvuna líka eða sinnir HTPC því hlutverki sjálf??



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3101
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 448
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp heimaserver

Pósturaf hagur » Mið 08. Des 2010 20:43

juggernaut skrifaði:Það er gaman að lesa pælingarnar hérna, ég á greinilega smá lestur á google inni áður en ég negli þetta. Annars líst mér mjög vel á þetta HTPC sem þú varst að tala um Antitrust, þó að ps3 sé aldrei leiðinlegt að eiga. En ef að maður fer út í svoleiðis þarf ég þá servertölvuna líka eða sinnir HTPC því hlutverki sjálf??


Það er ekkert sem segir að þú getir ekki haft allt efnið þitt bara inná HTPC vélinni sjálfri. Ef þú ert hinsvegar með fleiri en eina HTPC vél, eða aðra client-a til afspilunar, þá er skemmtilegra að hafa sérstakan miðlægan server sem geymir öll gögn. Líka þægilegra að láta hann sjáum backup mál og/eða nota RAID uppsetningu á honum. En auðvitað getur HTPC vélin alveg líka notast við RAID uppsetningu og séð um backup málin sjálf, og líka deilt efni á aðrar útstöðvar.

Að vera með sér server er bara einhvernveginn eðlilegra setup þegar um margar vélar er að ræða.




Höfundur
juggernaut
Fiktari
Póstar: 63
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 21:42
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp heimaserver

Pósturaf juggernaut » Mið 08. Des 2010 22:53

hagur skrifaði:Að vera með sér server er bara einhvernveginn eðlilegra setup þegar um margar vélar er að ræða.


Já enda var það pælingin, maður er bara ekki klár á þessa hluti :-" En það verður gaman að spá í þessu og setja upp eitthvað skemmtilegt.

En tvær spurningar í viðbót: Eru menn að nota tölvurnar sem router og af hverju þá. Og eins eruð þið að setja upp einhverja spes eldveggi og þá af hverju og getur maður gert það sjálfur eða borgar sig að fá einhvern snilling til að gera það?


Með kveðju Juggernaut




capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp heimaserver

Pósturaf capteinninn » Mið 08. Des 2010 23:18

Langar að setja upp svona media share líka hjá mér. Er með fartölvu með Win7 installað. Vill geta notað hana sem media share tölvu en líka aftengt hana og spilað leiki í Win7.

Langar að geta tengst við tölvuna þannig að ég get komist að gögnunum á öllum tölvum í húsinu. Svo vill ég geta horft á efni í Xbox 360 tölvunni minni. Hef prófað að nota tversity og Serviio til að share-a. Líst betur á Serviio því að tölvan virðist ekki vilja keyrt tversity.

Ég vill líka geta horft á myndir í Makkanum mínum, er að nota XBMC og Boxee á henni. Nota frekar XBMC reyndar.

Ætti ég að dual boota tölvuna með Linux og Windows 7 eða setja einhvern veginn upp sharing eða ætti ég að nota bæði Serviio og SMB share eða eitthvað?

Kann ekki að setja upp SMB share á Win7.




topas
Ofur-Nörd
Póstar: 244
Skráði sig: Mið 16. Jún 2010 11:22
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp heimaserver

Pósturaf topas » Mið 08. Des 2010 23:49

AntiTrust skrifaði:
topas skrifaði:Ég er með Linux Ubuntu sem server og nota hann sem gagnaþjón og prentþjón. Virkar mjög vel, er einfalt í uppsetningu og gengur mánuðum saman án þess að þurfa svo mikið sem endurræsa. Ég er svo með XBMC á linux vél í stofunni til afspilunar. Frábært kerfi sem ég mæli með.


Ertu að nota desktop eða server edition?


Ég er með desktop edition á þessum vélum.




eta
Fiktari
Póstar: 54
Skráði sig: Mið 20. Feb 2008 13:43
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp heimaserver

Pósturaf eta » Fim 09. Des 2010 00:04

Ekki gleyma að setja upp MediaPortal á serverinn :D
þarna getur þú streamað Öllu!

http://www.youtube.com/watch?v=6xRr2VeDx0o&hd=1

http://www.team-mediaportal.com/

MediaPortal: everything else is just a Media Center :megasmile

    Listen to music and radio
    Play videos, movies and DVDs
    View pictures or create a slideshow
    Watch, schedule and record live TV - like a TiVo, but more, and for free!
    Stream media, radio and TV to any HTPC / PC connected to your network
    Check weather, news, or information on the web, even play games

Búinn að nota þetta í rúm ... 6 ár :megasmile