Að routa á milli tveggja ST585 neta

Skjámynd

Höfundur
einzi
spjallið.is
Póstar: 439
Skráði sig: Þri 27. Maí 2003 11:25
Reputation: 1
Staðsetning: Ísafjörður
Staða: Ótengdur

Að routa á milli tveggja ST585 neta

Pósturaf einzi » Mán 08. Mar 2010 00:20

Hér er smá forvitni. Ég og vinur minn búum á sitthvorri hæðinni og langar okkur að fara með netkapal á milli til að geta spilað leiki og þessháttar. Það sem mér langaði að prófa er að tengja saman ST585 okkar og prófa að stilla hann þannig að internettengingarnar okkar séu aðskildar, sumsé ég nota mitt net og hann sitt, en höfum samt sem áður aðgang að tölvum hvors annars.

Ef einhver snillingurinn veit hvernig skal bera sig að í þessu máli, væri hjálp vel þegin



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1550
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 217
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Að routa á milli tveggja ST585 neta

Pósturaf depill » Mán 08. Mar 2010 10:05

Hmmza, það eru til einfaldarleiðir og flóknar leiðir.

Sko þið gætu fyrst báðir verið bara á default 192.168.1.0/24 netinu og svo tengt ykkur saman og deilt gateway og í raun og veru sagt upp netinu ( giska að þetta sé ekki vilji fyrir )

Þið gætuð báðir verið á 192.168.1.0/24 netinu ( líka relievar routerana með að rúta umferð á milli ) og stillt annan routerinn til þess að vera ekki með DHCP server og sett hann á aðra ip tölu t.d. 253 í stað 254. Og ef við segjum að þú átt routerinn sem er með 253 tölunni þá fast setur þú allar vélarnar þínar og setur gateway 253.

Svo geturðu farið flóknu leiðina, þessi router er vlan capable. Ég reyndar hef bara gert þetta með ST585 + Cisco og það er langt síðan og til þess að geta gert þetta með ST585 þyrfti einhver að senda mér config skránna þannig ég gæti reynt að hacka mig í kringum hana, en eflaust aðrir STarar sem eru betri en ég í því..... Og þegar ég gerði þetta með Cisco var ég með 192.168.2.0/24 og 192.168.1.0/24 ásamt nokkrum netum sem voru rútuð yfir WAN. En allavega þá notaði ég reyndar ekki millinet heldur lét Ciscoin fara inná net STsins þar sem það var auðveldara.

Þú þyrftir þá í raun og veru 3 net t.d.
192.168.1.0/24
192.168.2.0/24
og svo millinet t.d.
192.168.3.0/30

Það sem þú þyrftir að gera ( og þetta er hægt með ST585 ) er að breyta innra netinu á öðrum routernum, gera svo nýtt vlan, setja millinetið á vlanið ( þetta gerirðu á báðum routerunum ), setja það á ákveðið port á routernum ( ef þú ert með IPTV er mjög auðvelt að replicatea configið, þetta gerirðu á báðum routerunum ). Tengja svo á milli og rúta sitthvoru netinu yfir millinetið á sitt hvoru STinum.