Vesen með uppsetningu á Windows 7
Sent: Mán 01. Feb 2010 18:58
Sælinú. Um daginn dó annar af hörðu diskunum sem ég var með í RAID-uppsetningu á borðvélinni minni. Nú er ég búinn að kaupa nýjan 1TB disk sem ég hugðist nota í staðinn - planið var sum sé að setja Windows 7 fremst á gamla heilbrigða diskinn, og nota nýja diskinn undir gögn. Ég er búinn að setja nýja diskinn í, ekkert vandamál með það. Þegar ég set Win7 (32bita) install diskinn í og reyni að installa (vel Custom) sér hún ekki gamla diskinn, bara þennan nýja. Ég er búinn að reyna að fikta í BIOSinum en ég veit ekki nógu vel hvað ég á að vera að gera, svo það getur verið að einhver stilling þar sé vitlaus. Diskurinn sést í BIOSnum, btw.
Fyrst þetta gekk ekki nógu vel ætlaði ég að reyna að setja bara windowsið á nýja diskinn, en þá fæ ég villumeldingu: "Setup was unable to create a new system partition or locate an existing system partition." Það er ekkert partition á honum, og ekkert búið að eiga við hann yfir höfuð. Hvað í fjandanum?
Ég er búinn að reyna að gúgla þessi vandamál, en ég finn ekkert sem virðist eiga við. Einhver sem getur leyst annað þeirra fyrir mig?
Relevant tech specs:
*Gamli diskurinn er 500GiB Samsung Spinpoint SATA2, nýji er sama nema 1TiB.
*Móðurborðið er Gigabyte GA-X38-DS4
Krosspóstað af Huga.
Fyrst þetta gekk ekki nógu vel ætlaði ég að reyna að setja bara windowsið á nýja diskinn, en þá fæ ég villumeldingu: "Setup was unable to create a new system partition or locate an existing system partition." Það er ekkert partition á honum, og ekkert búið að eiga við hann yfir höfuð. Hvað í fjandanum?
Ég er búinn að reyna að gúgla þessi vandamál, en ég finn ekkert sem virðist eiga við. Einhver sem getur leyst annað þeirra fyrir mig?
Relevant tech specs:
*Gamli diskurinn er 500GiB Samsung Spinpoint SATA2, nýji er sama nema 1TiB.
*Móðurborðið er Gigabyte GA-X38-DS4
Krosspóstað af Huga.