Tölvan restartar sér við upload


Höfundur
hallihg
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Mið 17. Sep 2003 22:06
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Tölvan restartar sér við upload

Pósturaf hallihg » Lau 27. Des 2003 22:15

Ég hef sent inn þráð um þetta áður en fékk í rauninni engin nytsamlega svör, svo ég spyr aftur.

Málið er, að í hvert skipti sem einhver byrjar að uploada frá mér á DC hubbum, þá restartar tölvan sér. Þetta gerist líka á lönum þegar einhver fer að browsa það sem ég er með í share. Ég hef reynt að installa nýjum driver fyrir netkortið en það breytti engu. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað þetta er pirrandi :x . Hafiði einhverja hugmynd um hvernig ég get lagað þetta, án þess að formatta?

kveðja
HalliHg

Og ef þið getið ekki hjálpað þá væri ágætt ef þið mynduð sleppa því að svara, svo ég fái ekki heilan aragrúa af emailum :D


count von count

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16274
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1995
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Lau 27. Des 2003 23:41

Fyrsta sem manni dettur í hug er vírus, ertu búinn að vírustékka?
Ef ekki farðu þá HINGAÐ og vírustékkaðu tölvuna.



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6423
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 284
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Sun 28. Des 2003 14:11

tékkaðu hvort þú getur update-að firmware-ið á netkortinu. annars geturu líka prófað að uppfæra biosinn. ef ekkert gengur, þá geturu altaf testað að skipta á kortum við vin þinn, kanski virkar þitt kort fínt hjá inhverjum vini þínum og hanns kort hjá þér.


"Give what you can, take what you need."


Höfundur
hallihg
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Mið 17. Sep 2003 22:06
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Pósturaf hallihg » Sun 28. Des 2003 23:37

Ég er með smá update hérna;

Tölvan virðist restarta sér einnig þegar ég downloada frá fleiri en 2 aðilum á Dc++ hubbum. Mér þykir afar líklegt að þetta sé tengt því að tölvan restarti sér líka þegar einhver uploadar frá mér.

kveðja,


count von count

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6423
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 284
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Sun 28. Des 2003 23:53

þú lætur okkur líka ekkert vita nógu mikið hvað þú ert búinn að gera.. ertu búinn að gera það sem ég var að stinga uppá áðan? virka önnur forrit, td. eins og odc eða dc pro


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3755
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 121
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Sun 28. Des 2003 23:56

i think he is faking it




Höfundur
hallihg
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Mið 17. Sep 2003 22:06
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Pósturaf hallihg » Mán 29. Des 2003 01:20

Ég hef oft prófað oDC og önnur forrit, það breytti engu, enda held ég að þetta tengist dc forritinu ekki á neinn hátt, þe. það sé ekki blóraböggullinn. Ég held að ég sé ekki einu sinni með firmwire á netkortinu mínu, og ég veit ekkert hvert skal leita til þess að uppfæra biosinn minn.


count von count

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6423
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 284
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Mán 29. Des 2003 03:06

segðu okkur hvernig móðurborð þú ert með.. hvað framleiðanada og týpu


"Give what you can, take what you need."


Zaphod
Gúrú
Póstar: 562
Skráði sig: Sun 06. Apr 2003 17:13
Reputation: 0
Staðsetning: Omaha Beach
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Zaphod » Mán 29. Des 2003 04:43

þarft eiginlega að koma með nákvæmari lýsingu á tölvunni þinni . Stýrikerfi, velbúnaður........


ertu að nota BitTorrent?


"You can fool some of the people all of the time, and all of the people some of the time, but you can not fool all of the people all of the time."


Höfundur
hallihg
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Mið 17. Sep 2003 22:06
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Pósturaf hallihg » Mán 29. Des 2003 17:46

Eftir mikið fikt í support center og því öllu held ég að ég hafi náð að laga þetta. Ég fann upplýsingar um þennan error, hér. Þarna stendur að tölvan restarti sér ef notandi er að nota Windows XP með sausb.sys driver fyrir Universal Reader frá Lexar Media, sem er eldri en version 4.6. Ég hef aldrei heyrt um þennan Universal Reader, en þetta er víst einhvers konar USB memory dót. Ég googglaði eftir version 4.6 af þessum driver og fann einn á heimasíðu fyrirtækisins hérna. Ég downloadaði Lexar USB Combo Reader 4.6.zip drivernum, og installaði. Eftir reboot fór ég beint á Ásgarð og viti menn, tveir hófu að hlaða lögum frá mér og ekkert gerðist. Vonandi er þetta horfið fyrir fullt og allt, en þetta er samt ótrúlega skrýtið þar sem að ég hef aldrei heyrt um þennan universal reader og hvað þá þetta Lexar Media fyrirtæki. Ætli þessi 4.6 version sausb.sys fæll hafi ekki lagað þetta. Takk fyrir hjálpina allir.


count von count