Síða 1 af 1

Router, Windows og Linux server

Sent: Þri 09. Des 2003 00:18
af Icarus
Sælt verið fólkið

Ég keyri Linux server með slackware og er svona að fíflast með það en nota windows annars sem tölvuna mína. Málið er það að kannski eftir að það er búið að vera kveikt á tölvunni í 3 tíma næ ég ekki lengur connection við serverinn og þarf ég að restarta Windows vélinni til að fá connection aftur.

Þetta er voða leiðinlegt þar sem ég tengist irc í gegnum bnc sem keyrir einmitt á linux servernum svo að ég dett af irc og þetta gerist einmitt oftast þegar ég er að vinna eitthvað í servernum.

Sent: Þri 09. Des 2003 19:36
af Fox
notaðu windows sem router, þú kannt á windows., og það er fljótlegra og einfaldara fyrir þig að læra að NATa á windows.

Sent: Þri 09. Des 2003 21:24
af gumol
Hvað kemur Router þessu við?

Sent: Mið 10. Des 2003 08:34
af Gothiatek
Spurnig hvort þetta sé Linux eða Windows megin....stendur eitthvað í syslogginu í Linux. (sennilega undir /var/log/)

Oft ágætt að sjá hvað er að gerast með:

Kóði: Velja allt

tail -f /var/log/messages

Sent: Mið 10. Des 2003 16:54
af Fox
dettur af irc þegar þú ert að vinna á servernum?
nærð ekki samband við serverinn?

eftir að þú dettur út af irc, getur þú ennþá unnið á servernum
ef svo, þá ertu ennþá tengdur við hann...

bnc er drasl.. afhverju tengir þú þig ekki beint á irc?

Sent: Mið 10. Des 2003 18:45
af gumol
bnc eru góðir td. fyrir skólafólk afþví skólarnir loka oft fyrir port 666*

Sent: Fim 11. Des 2003 11:49
af gnarr
er þetta bara tilvlijun að þetta sé á porti 666* ;) hljómar prestalega að loka porti sem að inniheldur 666 ;)

Sent: Fim 11. Des 2003 13:37
af gumol
hljómar "prestalega" að loka fyrir MSN í skólanum en haf opið fyrir Yahoo messinger

Sent: Fim 11. Des 2003 14:07
af gnarr
nei.. það hljómar "linuxmannalegasemaðerusvokúlaðhataalltsemaðkemurmicrosoftvið" lega

Sent: Fim 18. Des 2003 17:03
af Icarus
Fox: ég er með Alcatel Speedtouch 500 series router og stilli hann með windows vélinni, reyndar held ég að hann komi þessu voða lítið við. Þar sem úr routernum fer ein snúra uppí hub og það deilir á vélina mína og svo serverinn