Síða 1 af 3

Internetveitur og IP tölur.

Sent: Fim 02. Jan 2003 18:50
af kemiztry
Sælir,

Ég var að velta fyrir mér hvað það eru margir hér með fastar IP tölur. Og er ég aðallega að því vegna þess að jú netveitur hér á Íslandi virðast komast upp með það að taka okkur í þurrt taðgatið. Hvað er ég nú tala um? Jú eins og margir netnotendur vita þá kosta fastar IP tölur og erum við að tala um 500kr á mánuði fyrir svoleiðis "lúxus". En það sem ég skil ekki alveg er sú staðreynd að þessar netveitur eru að fá þessar IP tölur FRÍTT! Þær þurfa ekki að borga krónu fyrir þær!
Þetta getur svosem verið smámunasemi í mér að þurfa borga auka 500kr á mánuði fyrir þjónustu sem ætti að vera frí. En þetta er kannski bara ég :)
Svo ef að við hugsum út í það.. þá er 500 í 12 mánuði ágætis peningur eða 6000 kall sem myndi nægja mér til að borga einn mánuð á netinu :?

Fastar IP tölur eru t.d. nauðsynlegar fyrir þá sem notast mikið við Remote Desktop Connection (eða svipuð forrit), vefþjón, ftpþjón o.s.frv..
Í sumum tilvikum þarf maður að hafa fasta IP eins og t.d. í Counter-Strike þar sem ýmis Communication-forrit virðast ekki virka án þess.

En eins og ég sagði áðan þá er þetta kannski smánöldur í mér en mig langaði bara aðeins til að deila þessu með ykkur :wink:

Sent: Fim 02. Jan 2003 18:59
af Voffinn
ég er nú með fasta ip, kannski aðallega, því að ég fæ hana fría, ef ég þyrfti að borga fyrir hana, úff, þá þyrfti mar að gera upp við sig, þarftu hana eða ertu bara að eyða 500 á mán, í ekkert. 500 á mán er kannski ekki stór upphæð, en það safnast saman.

Sent: Fim 02. Jan 2003 19:19
af Castrate
Ég er ekki með fasta ip. En maður myndi nota hana ef maður væri með hana. Samt er ég alveg sammála þér að þurfa að borga 500 kr fyrir þetta er fáránlegt

Sent: Fim 02. Jan 2003 19:56
af Hannesinn
Hah!

Ef þér finnst 500kall á mánuði mikið fyrir fasta IP-tölu (sem það raunar er), þá skaltu fyrst fara að spá í hræsnina varðandi það að fá fleiri netföng og breytingu á DNS nafni.

Sent: Fim 02. Jan 2003 21:00
af kiddi
Satt! Ég held að fyrirtæki séu að nýta sér fávisku fólks (fyrirtæki geta leyft sér það á íslandi því við erum svo smá og fá og lítil samkeppni) - Auðvitað rukkarðu fyrir svona smávægilega þjónustu ef aðeins einn af hverjum 200 eða 300 veit að þetta er peningaplokk =)

(PS. ég lagaði leturstærðina hjá gæjanum að ofan og eyddi svo bréfinu sem vitnaði í leturvitleysuna, hope u don't mind :-) )

Sent: Fim 02. Jan 2003 23:51
af galldur
er hjá Línu net á loftlínu , fékk fasta með tengingunni
kannski ekki skrítið virðist vera nauðsyn í þessu kerfi ?

ekkert aukagjald og bull hjá þeim bara eitt verð einsog marteinn mosdal segir....

Sent: Fim 02. Jan 2003 23:56
af MezzUp
amms, þetta er outrage.........
Hefur einhver reynslu af eða veit hvað DDNS (Dynamic DNS) kostar?

Sent: Fös 03. Jan 2003 00:38
af kemiztry
Ég veit vel hvað hostname kostar heh. Það er 1000kr aukalega á 500 krónurnar sem maður þarf að borga fyrir fasta IP. Hostnameið er ekkert annað en auka lína fyrir aftan IP töluna og er hneysa að þeir skuli detta sér í hug að rukka 1000 KALL á mánuði fyrir! Mér finndist sanngjarnt að borga fyrir uppsetningu á IP og hostnamei en mánaðargjald er alveg fáranlegt :evil:

Svarið við öllum þessum áleitnu spurningum!

Sent: Fös 03. Jan 2003 01:01
af noline
Kannski væri besta leiðin að láta bæði neytendasamtökin og ICANN/RIPE vita af þessu, því að ég veit fyrir víst að þegar fyrirtæki fá úthlutað IP handa notendum frítt. Í reglum hjá ICANN/RIPE er hins vegar skýrt kveðið á um að ekki megi rukka fyrir þessar tölur hjá notendum, annars séu fyrirtækin að brjóta reglur þeirra. Það væri kannski óskandi að eitthver léti vita :twisted:

Sent: Fös 03. Jan 2003 01:10
af kemiztry
Þú segir nokkuð noline :twisted:

Jamms!

Sent: Fös 03. Jan 2003 01:18
af noline
Jamms....ég segi nokkuð sem ég veit fyrir staðreynd....var að vinna á internetveitu og vinn núna á hýsingarþjónustu og hef alltaf þurft að fá með mér þá reyndari í að komast í gegnum IP tölu-umsóknir. Reynar voru IP tölur fríar á síðasta vinnustaðnum mínum (ISP-a) en ég helda aðallega að það hafi nú verið vegna þess að ég nöldraði um það að það væri ekki rukkað fyrir svoleiðis og fékk það í gegn á að vera frekur. Finnst allt svoleiðis hvort eð er óviðeigandi, þar sem að allir eiga netið, ekki fyrirtækin. :twisted:

Sent: Fös 03. Jan 2003 02:11
af kemiztry
so true :wink:

Sent: Fös 03. Jan 2003 13:10
af MezzUp
Það mætti reyna en ég veit fyrir víst að þá eiga ISPar eftir að bera fyrir sig að þetta sé ekki fyrir IP töluna sjálfa heldur um vesenið fyrir því að láta þig hafa fasta tölvu(þ.e. "umhirðu") Skiljiði mig?
Er ekki málið annars að einhver snillingurinn hérna taki sig til sendi bréf til allra ISPana sem að rukka fyrir fasta IP tölu og vitna þar í verðlista fyrirtækja annarsvegar og hinsvegar að vitna í grein úr lögum ICANN/RIPE og senda CC á ICANN/RIPE og neytendasamtökin?

Sent: Fös 03. Jan 2003 13:29
af kiddi
Takk fyrir að bjóða þig fram MezzUp :lol: :lol: :lol:

Sent: Fös 03. Jan 2003 16:50
af MezzUp
:) Mér sýnist nú noline hafa soldið meira vit á þessu :)
Ef að engin annar nennir því þá er ég til í að gera uppkast sem að þið mynduð svo komment á áður en ég sendi...........

Sent: Mán 06. Jan 2003 14:22
af MezzUp
Hvað segiði, dó þessi barátta út?

Sent: Mán 06. Jan 2003 14:36
af kiddi
Við erum allir að bíða eftir þessu uppkasti sem þú lofaðir okkur :lol:

Sent: Mán 06. Jan 2003 15:22
af MezzUp
andsk..... :)
Ég skal kíkja á þetta í kvöld..... :/

Sent: Fös 10. Jan 2003 10:13
af natti
Jáhá...
Well, mér finnst þetta bara ekki rétt hjá ykkur.
Það er engin nauðsyn að hafa fasta ip tölu, þannig að það á
ekki að vera sjálfgefið að allir notendur fái fasta ip tölu.
Og mér persónulega finnst alveg sjálfsagt að fólk borgi 500kr fyrir aukna
þjónustu.
Ég var með fasta ip tölu hjá islandiu, skímu þegar það var og hét, og símanum internet.
Allir þessir aðilar rukkuðu 500kr/mán fyrir fasta ip tölu.
Síminn Internet rukkaði aftur á móti 1000kr/mán fyrir að breyta dns nafninu í blabla.simnet.is, það finnst mér útí hött. Amk fáránlegt að hafa
mánaðargjald fyrir það.

Og varðandi ftp og vefþjóna.
ADSL tildæmis, er ekki litið á að fólk eigi að vera keyra svoleiðis heima hjá sér. Margir ISPar úti leyfa ekki slíkt.
Og svo við tölum nú um ISP úti, t.d. í bandaríkjunum, þar kostar líka að fá fasta ip tölu.

Væri líka gaman ef þið gætuð vitnað í þessar reglur frá ripe hér.

- Natti

Sent: Fös 10. Jan 2003 12:02
af kiddi
Sæll natti og velkominn ;)

mér finnst ekkert rangt við að rukka fyrir uppsetningu á þessum hlutum, en föst mánaðargjöld finnast mér hallærisleg, það getur ekki verið að það sé reglulegur kostnaður hjá ISP að halda úti föstum IPum =) eða hvað?

að auki, hvað er að því að keyra úti FTP'a og vefþjóna? hvað kemur það ISP'anum við? þetta er bara bandvíddarnotkun og ekkert annað hvað þá varðar, og ef fólk er að borga fyrir þessa bandvíddarnotkun þá er ekkert út á þetta hægt að setja =)

ég er ekki network-gúrú, svo endilega leiðréttið mig ef ég fer með vitleysu

Sent: Fös 10. Jan 2003 15:14
af kemiztry
Já sammála þessu. Það kemur einfaldlega engum við hvort maður sé að reka vefþjón eða ftpþjón á sínu xDSLi. Það er alveg sjálfsagt að borga fyrir alla unna þjónustu, þ.e.a.s. þar sem net/kerfis/or-whateverstjóri breytir fyrir mann IP eða hostname. Það mætti jafnvel kosta 1000-1500 uppsetningin á því :wink: Hugsa að það væri alveg sanngjarnt.

ÚFFF...gafst uppá þessu ip dóti og ...

Sent: Mán 13. Jan 2003 23:20
af noline
Hah...ég gafst upp á því að fá ip tölu úthlutun, þ.e.a.s. fleiri en eina ip tölu hjá ónefndu fyrirtæki af stærri gerðinni.
En ég gerði betur, ég einfaldlega er kominn með fyrirtæki, er að bíða eftir 254 ip tölum og þá verður fjör....fæ heilt c-net takk fyrir :-)
Kostnaður.....fullt af peningum við að koma þessu á laggirnar fyrir næstu helgi, en ávinningurinn, hugsjónin, fríar 254 ip tölur :-)

Svona á þetta að vera.

Sent: Þri 14. Jan 2003 08:05
af natti
"kostaður .... fullt af peningum" + "fríar ip tölur"
þetta fer ekkert of vel saman í sömu setningu.

Annars langar mig mikið til að spyrja, hvað í ósköpunum hefuru að gera við fleiri en 4 ip tölur?

Sent: Þri 14. Jan 2003 10:21
af zake
þetta er nú bara einsog með fiskinn í sjónum og kvótan. Það er nú bara til takmarkaður fjöldi IP talna og ekkert óeðlilegt að borga fyrir að vera með löglega tölu.

Takmörkuð auðlind.

Re: ÚFFF...gafst uppá þessu ip dóti og ...

Sent: Þri 14. Jan 2003 15:42
af Voffinn
noline skrifaði:Hah...ég gafst upp á því að fá ip tölu úthlutun, þ.e.a.s. fleiri en eina ip tölu hjá ónefndu fyrirtæki af stærri gerðinni.
En ég gerði betur, ég einfaldlega er kominn með fyrirtæki, er að bíða eftir 254 ip tölum og þá verður fjör....fæ heilt c-net takk fyrir :-)
Kostnaður.....fullt af peningum við að koma þessu á laggirnar fyrir næstu helgi, en ávinningurinn, hugsjónin, fríar 254 ip tölur :-)

Svona á þetta að vera.



HVAÐ 'I AND******** ætlarðu að gera við 254 ip tölur ?