Síða 1 af 1

Gæti verið að vefur hafi lokað á mig vegna adblock varnar?

Sent: Mán 30. Mar 2009 02:06
af Heliowin
Ég var að reka mig á það í kvöld að vefsíða sem ég hafði haft uppi í Firefox áður en ég opnaði vafrann á ný var með villuboðin: Address Not Found. Ég hélt að þetta væri eitthvað tímabundið hjá þeim en þetta stóð síðan í góðann tíma. Ég athugað hvort síðan væri aðgengileg frá öðru netkerfi en hjá hjá mér og svo var.

Ég prófaði þá að nota proxy og komst þá á vefinn. Þetta þótti mér skrítið.

Mér datt í hug hvort IP talan mín hafi fallið undir filter hjá þeim en mig grunar meira að þetta sé tilkomið af adblock plus sem ég er að nota. Mér skilst nefnilega að sumir vefstjórar séu hreinlega farnir að loka á gesti sem nota adblock varnir.

Eruð þið sem eruð að nota adblock plus eða svipuð forrit að lenda í þessu á þessari síðu?: Blogging Tips. Það gæti kannski tekið tíma fyrir serverinn að loka á IP töluna ef adblock er orsökin.

Re: Gæti verið að vefur hafi lokað á mig vegna adblock varnar?

Sent: Mán 30. Mar 2009 02:12
af urban
adblock hérna.

virkar fínt að fara á síðuna í fyrsta skipti.
prufa aftur seinna.

Re: Gæti verið að vefur hafi lokað á mig vegna adblock varnar?

Sent: Mán 30. Mar 2009 13:52
af Gúrú
Er með ABP og þessi síða virðist ekki virka.
En hún virðist heldur ekki virka í raw Iexplore.

Re: Gæti verið að vefur hafi lokað á mig vegna adblock varnar?

Sent: Mán 30. Mar 2009 14:07
af Heliowin
Takk fyrir þetta urban og Gúrú,

ég disablaði adblock plus fyrir vefinn í nótt og hleðst hann niður núna.

Re: Gæti verið að vefur hafi lokað á mig vegna adblock varnar?

Sent: Þri 31. Mar 2009 07:06
af daremo
Heliowin skrifaði:Ég prófaði þá að nota proxy og komst þá á vefinn. Þetta þótti mér skrítið.


Þú hefur fengið cache úr proxyinum. Ætli síðan hafi ekki bara verið niðri.

Ég nota adblock og noscript, og kemst inn á síðuna núna.

Re: Gæti verið að vefur hafi lokað á mig vegna adblock varnar?

Sent: Þri 31. Mar 2009 16:15
af coldcut
Ekki vitiði um einhver svipuð add-on fyrir google chrome ?

Re: Gæti verið að vefur hafi lokað á mig vegna adblock varnar?

Sent: Þri 31. Mar 2009 16:33
af Heliowin
daremo skrifaði:
Heliowin skrifaði:Ég prófaði þá að nota proxy og komst þá á vefinn. Þetta þótti mér skrítið.


Þú hefur fengið cache úr proxyinum. Ætli síðan hafi ekki bara verið niðri.

Ég nota adblock og noscript, og kemst inn á síðuna núna.


Já, kannski. Ég notaði samt tól á netinu sem segir manni hvort vefur sé uppi eða ekki og hann var uppi meðan vefurinn virtist vera niðri í vöfrum á tölvunni lengi eftir á. Spurning hvort það tól sé nákvæmt.

Re: Gæti verið að vefur hafi lokað á mig vegna adblock varnar?

Sent: Fim 16. Apr 2009 20:34
af tms
Veistu um einhverjar síður sem hafa að vera droppa fyrirspurnum frá aðilum með Adblock?

Re: Gæti verið að vefur hafi lokað á mig vegna adblock varnar?

Sent: Fim 16. Apr 2009 22:54
af JReykdal

Re: Gæti verið að vefur hafi lokað á mig vegna adblock varnar?

Sent: Fim 16. Apr 2009 22:57
af Heliowin
tms skrifaði:Veistu um einhverjar síður sem hafa að vera droppa fyrirspurnum frá aðilum með Adblock?

Nei, en ég hef heyrt að mörgum eigendum vefja sé ekki sama og grípi til ýmissa ráða.


JReykdal skrifaði:http://downforeveryoneorjustme.com/ :D


Já ég notaði þessa eða aðra þennan dag.