Þarf hjálp með stillingu á APF (Advanced Policy Firewall)

Skjámynd

Höfundur
Heliowin
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Þarf hjálp með stillingu á APF (Advanced Policy Firewall)

Pósturaf Heliowin » Mið 11. Mar 2009 17:39

Ég er ekki alveg viss hvort þetta eigi heima í þessu borði en ég læt allavega reyna á það og sjá til.

Ég þarf að setja upp APF (Advanced Policy Firewall) á VPS þjón sem ég er með og þarf á leiðsögn að halda þar sem ég hef aldrei sett þannig upp áður.

Ég veit hvað ég þarf að setja inn í ssh til að setja það upp en ég er ekki viss hvernig ég á síðan að stilla það. Leiðbeiningarnar sem fylgja með eru ekki alveg nýbyrjendavænar en ég kom niður á einn nýlegan tutorial sem virðist vera það. Hérna er hann.

Getur einhver sagt mér hvort fylgja megi þessu eftir eins og það kemur fyrir og þetta sé það sem þurfi til að gera hann virkann og sinni því sem hann eigi að gera?

Ég veit að það má stilla þetta öðruvísi og bæta en fleiru við en ég er ekki með kunnáttu til þess eins og stendur og spyr því hvort þetta sé nægilegt til að byrja með?




JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Re: Þarf hjálp með stillingu á APF (Advanced Policy Firewall)

Pósturaf JReykdal » Mið 11. Mar 2009 20:34

Fyrst er best að athuga hvort þú þurfir svona græju :)

Er venjulegur iptables veggur ekki nóg?


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.

Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3086
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Þarf hjálp með stillingu á APF (Advanced Policy Firewall)

Pósturaf lukkuláki » Mið 11. Mar 2009 20:42

JReykdal skrifaði:Fyrst er best að athuga hvort þú þurfir svona græju :)

Er venjulegur iptables veggur ekki nóg?



Bíddu :shock: hvað kemur þér það við ?
Maðurinn er að biðja um aðstoð.


Flott ef þetta væri svona á söluþráðum:
Seljandi: Til sölu fartölva
Comment: Ertu viss um að þú þurfir að selja hana :)
Geturðu ekki beðið ömmu þína að lána þér pening?

Fyrirgefðu að ég get ekki hjálpað þér í þessu fannst þetta comment bara svo mikið rugl


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1550
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 217
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Þarf hjálp með stillingu á APF (Advanced Policy Firewall)

Pósturaf depill » Mið 11. Mar 2009 21:47

lukkuláki skrifaði:Bíddu :shock: hvað kemur þér það við ?
Maðurinn er að biðja um aðstoð.


Flott ef þetta væri svona á söluþráðum:
Seljandi: Til sölu fartölva
Comment: Ertu viss um að þú þurfir að selja hana :)
Geturðu ekki beðið ömmu þína að lána þér pening?

Fyrirgefðu að ég get ekki hjálpað þér í þessu fannst þetta comment bara svo mikið rugl


Hvaða drull er í þér lukkuláki, kynntu þér fyrst hvað þú ert að tala um áður en þú ferð að drulla yfir fólk, APF er eldveggur byggður á IPTables og er í raun og veru bara aðeins ítarlegri og meira detailed configurateated firewall en iptables. Gæinn er svo ekki viss um hvernig á að configa hann og JReykdal kann ekki jafnvel að configa APF ( ekki frekar en ég, las bara þetta um á síðunni þarna ) þannig hann stingur uppá algengum firewall sem þessi er byggður á sem er auðvelt að configa.

En til að svara þráðhöfundi, hvað ertu að fara gera svona rosalegt á VPSinum, ég held að það væri miklu notendavænna fyrir þig og auðveldara að fá hjálp með því að fjarlægja þennan og nota bara iptables.




Gullisig
Fiktari
Póstar: 88
Skráði sig: Lau 28. Feb 2009 19:42
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Þarf hjálp með stillingu á APF (Advanced Policy Firewall)

Pósturaf Gullisig » Mið 11. Mar 2009 23:12

Lukkuláki Slakaðu á mar

Hey hérna hefurðu eitthvað til að skoða með iptables setti þetta inn fyrir nokkrum árum á huga vonandi geturðu notað þetta

http://www.hugi.is/linux/articles.php?p ... Id=1313128
Síðast breytt af Gullisig á Mið 11. Mar 2009 23:15, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3086
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Þarf hjálp með stillingu á APF (Advanced Policy Firewall)

Pósturaf lukkuláki » Mið 11. Mar 2009 23:14

Gullisig skrifaði:Lukkuláki Skakaðu á mar

Hey hérna hefurðu eitthvað til að skoða með iptables setti þetta inn fyrir nokkrum árum á huga vonandi geturðu notað þetta

http://www.hugi.is/linux/articles.php?p ... Id=1313128


Já en hverju á ég að skaka mér á ? :D


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

Skjámynd

Höfundur
Heliowin
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Þarf hjálp með stillingu á APF (Advanced Policy Firewall)

Pósturaf Heliowin » Fim 12. Mar 2009 16:00

Sælir og afsakið hversu seint ég svara.

JReykdal skrifaði:Fyrst er best að athuga hvort þú þurfir svona græju :)

Er venjulegur iptables veggur ekki nóg?


Takk fyrir, ég ætla að athuga það.
Málið er að ég var að fá þjóninn um daginn og er rétt svo farinn að kynna mér hvað sé í boði fyrir hann. Ég gerði ráð fyrir að það væri einhver eldveggur virkur enda er það venjulega tilfellið hjá þeim sem eru að bjóða upp á manage hosting. Það tekur smá tíma fyrir mann að tjékka á þessu öllu sérstaklega fyrir óvanann mann eins og mig.

Ég enablaði Brute force attack í gær. Síðan fór ég að fá tölvupósta sem tilkynntu mér að tilraunir hefðu verið gerðar frá IP tölum allt frá Kína til Hollands. Ég hafði samband við hýsingar aðilann þar sem hann er að veita mér manage hosting og vildi þvi ganga úr skugga um nokkur atriði áður en ég færi að gera eitthvað sem gæti fockað einhverju upp sem hefði áhrif á þeirra support hlið og var mér þá bent á að setja þetta upp.

lukkuláki skrifaði:Fyrirgefðu að ég get ekki hjálpað þér í þessu fannst þetta comment bara svo mikið rugl


Takk samt fyrir.

depill skrifaði:En til að svara þráðhöfundi, hvað ertu að fara gera svona rosalegt á VPSinum, ég held að það væri miklu notendavænna fyrir þig og auðveldara að fá hjálp með því að fjarlægja þennan og nota bara iptables.


Takk fyrir, mun athuga betur hvað sé hentugast.


Gullisig skrifaði:Hey hérna hefurðu eitthvað til að skoða með iptables setti þetta inn fyrir nokkrum árum á huga vonandi geturðu notað þetta

http://www.hugi.is/linux/articles.php?p ... Id=1313128


Takk fyrir þetta, mun athuga þetta betur.



Skjámynd

Höfundur
Heliowin
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Þarf hjálp með stillingu á APF (Advanced Policy Firewall)

Pósturaf Heliowin » Fim 12. Mar 2009 18:45

Jáhá, hýsingaraðilinn setti APF upp fyrir mig rétt í þessu :D



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Þarf hjálp með stillingu á APF (Advanced Policy Firewall)

Pósturaf gardar » Sun 15. Mar 2009 11:56

APF er þrusufínn eldveggur, nota hann á nokkrum vélum hjá mér en hann er alls ekki byrjendavænn... Mæli með að menn kynni sér iptables áður en þeir fara að fikta í APF