Skrítin grafík áður en XP keyrir upp
Sent: Mán 05. Jan 2009 03:31
Ég hef fengið eftirfarandi mynd á skjáinn núna í nokkur ár en þar sem engin önnur vandamál hvað varðar skjákortið eða skjáinn hafa komið upp hjá mér með núverandi tölvu (sú sem er í undirskrift) að þá hef ég hingað til ekki pælt mikið í þessu en núna síðast þegar ég endurræsti tölvuna þá datt mér í hug að prófa að taka mynd af þessu, skella henni hingað inn og sjá hvort einhver hér geti sagt mér afhverju þetta kemur. Ég man því miður ekki hvort þetta hafi komið á tölvunni sem ég notaði áður en ég keypti þessa (farinn að kalka eitthvað
) en ég er nokkuð viss um að þetta hafi alltaf verið svona eftir að ég fékk mér þessa tölvu sem var í júní 2005. Ég er búinn að vera með Windows XP Pro SP2 inná síðan þá og enn sem komið er hef ég ekki gert reinstall á því en ég tel að þetta tengist líklega móðurborðinu eða skjákortinu meira en stýrikerfinu
Þess má geta að ég er búinn að hafa bæði túbuskjá og flatskjá (sem ég er núna með eins og sést) og þetta kemur á báðum skjám svo við getum auðveldlega útilokað þá. Einhverjar hugmyndir um hvað gæti orsakað þessa grafík? Einhver séð svona áður?
Þess má geta að ég er búinn að hafa bæði túbuskjá og flatskjá (sem ég er núna með eins og sést) og þetta kemur á báðum skjám svo við getum auðveldlega útilokað þá. Einhverjar hugmyndir um hvað gæti orsakað þessa grafík? Einhver séð svona áður?
örugglega bara harmless glitch...