Gáttir út úr landi

Skjámynd

Höfundur
gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Gáttir út úr landi

Pósturaf gardar » Þri 25. Nóv 2008 19:58

Var að velta því fyrir mér hverjir séu með gáttir út úr íslandi þessa dagana...
Þar sem tal eru núna farnir að fara í gegnum vodafone, eru það þá ekki bara tal og síminn sem eru eftir? Eða jú voru hringiðan ekki líka með sína egin gátt?
Og hvað með einkafyrirtæki? Fara þau öll í gegnum símann eða vodafone?



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1550
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 217
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Gáttir út úr landi

Pósturaf depill » Þri 25. Nóv 2008 20:36

Vodafone og Síminn ( eins og ég giska að þú hafir ætlað að meina ) eru með stærstu pípurnar og flestar peeringarnar út úr landinu, en jafnframt flestu viðskiptavinina.

Svo er RHNET með til NorduNet og Teleglobe ( núna TATA communications )

Svo er Hringiðan með pípu til D-TAG ( Detuche Telekom )

Aðrir tengjast í gegnum Vodafone og Símann ( fyrir utan eyjar.is sem tengjast í gegnum Hringiðuna )



Skjámynd

Höfundur
gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Gáttir út úr landi

Pósturaf gardar » Þri 25. Nóv 2008 21:02

depill.is skrifaði:Vodafone og Síminn ( eins og ég giska að þú hafir ætlað að meina ) eru með stærstu pípurnar og flestar peeringarnar út úr landinu, en jafnframt flestu viðskiptavinina.


ah já úps...
Hringiðan fer í d-tag og rhnet í nordunet, hvert fara vodafone og síminn... ég veit að síminn fara í AMS-IX, en veit ekki mikið meira um þá...




Harvest
Geek
Póstar: 819
Skráði sig: Lau 13. Maí 2006 01:25
Reputation: 1
Staðsetning: artæki
Staða: Ótengdur

Re: Gáttir út úr landi

Pósturaf Harvest » Þri 25. Nóv 2008 23:07

Correnct me if i'm wrong.

Gætu svona 50-100 mans ekki bara komið saman, stofnað kennitölu og keypti sér eina gátt? eða er þetta flóknara dæmi?


Uppljóstrari samfélagsins... Lög og regla almúgans... Rödd samtímans... VAKTIN.IS


Zorba
spjallið.is
Póstar: 450
Skráði sig: Fös 09. Feb 2007 16:04
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Gáttir út úr landi

Pósturaf Zorba » Mið 26. Nóv 2008 00:01

Harvest skrifaði:Correct me if i'm wrong.


Vesgú :lol:


Antec180b-975X-CorsairXMS2Cl4-8800GTX-E6600 @3.55 GHZ-2xSamsung500GB-700w Fortron-1x WD 500GB

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1550
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 217
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Gáttir út úr landi

Pósturaf depill » Mið 26. Nóv 2008 00:21

gardar skrifaði:
depill.is skrifaði:Vodafone og Síminn ( eins og ég giska að þú hafir ætlað að meina ) eru með stærstu pípurnar og flestar peeringarnar út úr landinu, en jafnframt flestu viðskiptavinina.


ah já úps...
Hringiðan fer í d-tag og rhnet í nordunet, hvert fara vodafone og síminn... ég veit að síminn fara í AMS-IX, en veit ekki mikið meira um þá...


Sko AMS-IX er nottulega ekki gátt eða pípa frekar en RIX heldur mjög restrictive exchange punktur. Ennfremur er Síminn líka með tengingar við LINX. Þar fá þeir peering við fullt af aðilum sem hjálpar þeim,.

En já AS6677 eða Síminn er frekar veltengd AS númer og miklu betur tengt heldur en pípan þeirra í gegnum CANTAT og FARICE getur borið þá.

En ef við tölum um Transit partnera ( ekki peeringa IXa ) þá er Síminn með eftirfarandi transita
    AS3320 - DTAG Deutsche Telekom AG
    AS3356 - Level3 Level 3 Communication - Þetta er b.t.w mjög sterkur Transit partner, þótt hinir eru það líka, að þá er þetta mjög sterkur Tier 1 partner
    AS3549 - Global Crossings
    AS286 - KPN
    AS6453 - Teleglobe / TATA
    AS6461 - MFNX MFN Metromedia Fiber Network

Vodafone AS12969 hins vegar virðist miðað við Símann vera töluvert meira að spara ( það er kaupa sér ekki bandvídd á meigin landi Evrópu til þess að tengjast við AMS-IX og LINX. Og eru þess vegna ekki með peering partnera. Hins vegar eru þeir með ágætis Transita

    AS6453 - Teleglobe / TATA
    AS174 - Cogent - mjög sterkur Tier 1 partner sem hefur verið að forca sig í Tier 1 partner status með tilheyrandi fightingum við ISPa
    AS3257 - Tiscali
    AS3549 - Global Crossings ( þetta er reyndar mjög sterkur US transit partner )
    AS1299 - Telia ( samt samkv BGPlay, þá er eins og að Vodafone sé búið að droppa Telia ), en þeir eru með hann í publishaðri BGP töflu, þannig þetta gæti verið nýlegt.
    AS3320 -DTAG Deutsche Telekom AG - Þetta er samkv BGPlay en ekki í publishu import töflunni þeirra ( Vodafone ), væntanlega nýlegt ( virðist vera 21. Nóvember samkv bgplay )

Annars skiptir þetta ekki öllu máli, þetta snýst um að vera með fleirri en einn sterkan transit partner, helst 2 sterka transit partnera sitthvoru megin við atlantshafið. Sem þeir báðir hafa. Málið er að Íslensku ISParnir eru væntanlega að kaupa að lámarki 1 gig samband svo þessa Transit partnera jafnvel meira en eiga engan vegin nóg af bandvídd út úr landinu yfir FARICE. Vodafone er væntanlega komið 1 gig út úr landinu eftir Tal mergið og samkv mælingasíðu Símans virðast þeir vera í kringum 1,8 gig. Svo nottulega skiptir máli fjöldi viðskiptavina + hvernig bandvíddin er nýtt.....

Harvest skrifaði:Correnct me if i'm wrong.

Gætu svona 50-100 mans ekki bara komið saman, stofnað kennitölu og keypti sér eina gátt? eða er þetta flóknara dæmi?


Þetta er soldið flóknara dæmi, nema að þessir 50 -100 manns eru alveg vibba ríkir og eru tilbúnir að borga fyrir bandvídd. Vegna þess að hér er basicly einokun á bandvídd úr landinu þarftu fyrst að kaupa þér bandvídd annað hvort af CANTAT-3 ef þeir séu ennþá að selja viðbótarbandvídd á hann þar sem það er skipulagt að taka hann úr rekstri eða FARICE-1, FARICE-1 er þvílíkt að okra á bandvídd, þyrftir að kaupa þeir STM-1 samband, gætir reyndar farið í DS3 samkvæmt reglunum þeirra, við erum væntanlega að tala um nokkra tugi milljóna á mánuði, sá fleygna hérna 50 milljónum á mánuði.

Ofan á það þarftu að ná bandvíddin frá Seyðisfirði, en getur svo sem leygt þá þjónustu af FARICE og væntanlega er upphaflega verðið reiknað með því inní, það er borið af Mílu og Míla er ekki að slaka á verðlagningunni þeirra, það var haldið útboð á því að bera bandvíddina til Reykjavíkur og Reykjanes en það var basicly ósanngjarnt vegna þess að tímaramminn við það að leggja í raun og veru nýjan streng til Reykjanes var fáranlegur og þess vegna gat í raun og veru bara eitt fyrirtæki boðið í boðið sem var Míla.

Anyhow ofan á það þarftu annað hvort að bera alla bandvíddina beint til Íslands óshapeaða og semja þannig við transit parterninn ofan á það að FARICE virðist ekki bjóða uppá að bera bandvíddina með ethernet þá þarftu að fá þér búnað til að breyta bandvíddinni beggja megin við atlantshafið. Þetta er auka peningur.

Svo þarftu að kaupa þér router sem höndlar þetta magn af bandvídd ofan á það að hann styðji BGP. Ef þú ert með DS3 og vilt vera virkilega cheap geturðu kannski sloppið með í kringum hálfa milljón á routerinn ( ekki miðað við gengið í dag, gamla gengið ). Þú þarft ennfremur að vera með búnaðinn sem tekur við bandvíddinni einhverstaðar centralt og fá ljósleiðara þangað og fá sambandið afhent þar, væntanlega í kringum Múla eða Miðbær þar sem Míla getur afhent sambandið. Þar kemur leiga á annað hvort skáp hjá Mílu/Símanum eða Húsnæði.

Og þá þarftu einhvern megin að koma bandvíddinni heim til þessa 50-100 manns. Þú gætir til dæmis keypt þér aðgang að heildsölu Símans varðandi ADSL aðgang og látið þá basicly sjá um dreifinguna, en þá þarftu að koma þér upp RADIUS þjón, samtengingum, öðrum router og borga Símanum fyrir samteninguna og fyrir hverja einustu tengingu ( 2500 - 4500 kr ) reyndar færð 30% afslátt af heildsölugjaldinu þegar þú ert kominn í 70 notendur. Eða þú getur byggt upp þitt eigið DSLAM kerfi með tilheyrandi leigu/kaupum á DSLAM's, aðgangssvissum, leigu á ljósleiðruðum, skápum, rafmagni, og svo auðvita að loka koparnum eða ljósleiðaranum til að koma þessu heim til fólksins.

Þannig nei það að starta ISPa er ekki ódýrt og bara mjög dýrt sem er í raun og veru ástæðan fyrir því að allir ISPar sem hafa verið startaðir á Íslandi hafi allir fengið einhversskonar forskot frá ríkinu. Síminn fékk sitt forskot með því að vera í eigu ríkisins og ríkið byggði upp allt kerfið hérna og seldi á bara frekar góðum prís að mínu mati, enda finnst mér það sjást núna muninn á Símanum hvernig þeir eru að byggja upp sitt kerfi, það er aðeins meira cheap. Hive/Tal fékk forskot með því að þeirra kerfi var byggt upp sem tilraunakerfi hjá Linu.net reyndar í samstarfi við ZyXEL og er í raun og veru í grunninn góð hugmynd, heildsölufyrirtæki á DSLAM þjónustu gone bad.....

Og Vodafone samansuðan af öllu sem hefur failað í Íslenskri fjarskiptasögu. Vodafone fær sitt ljósleiðarakerfi og eithvað af svissum og routerum frá Gagnaveitu Reykjavíkur í samstarfi við þá. Þeir eiga samt sjálfir góðan part af kerfinu sínu, en alls ekki allt.

Eftir standa í raun og veru tvö fyrirtæki, Síminn og Vodafone sem eru til vegna þess að þau eru að bjóða uppá GSM þjónustu + að þeir þjónusta nettengingar til fyrirtækja þar sem allur alvöru peningurinn er í.

Það er alveg hægt að reka ISPa hérna heima, en þú þarft að hafa helvíti mikið bolmagn til að starta honum og vera með góð tilboð :). Og á meðan FARICE hefur ( sem virðist ætla halda áfram ) algjört grip á markaðinum og selur bandvídd hérna fáranlega hátt ( nema til víkinga eins og Bjögga Thor ) að þá munu Íslendingar ekki fá meiri bandvídd.

Þetta er ennfremur ein enn ástæðan fyrir því að ég vill ganga í ESB, vegna þess að ESB er nefnilega svo mikið skrifinnskuríki að það hefur einn stórkostlegan kost, það er svo stórt að spilling á erfiðari með að þrífast vegna þess að allir eru að rífast um allt, og ég held að ESB yrði líklegt til að skipta FARICE upp og neyða þá til tvenns, vera með opinbera verðskrá, og gilda jafnræðis milli kaupenda, það er að þeir geti ekki selt Bjögga Thor ódýra bandvídd á meðan restin sem hefur ekkert við að gera við 160 gig fær bandvíddina ótrúlega dýra.

Svona svipað og rafmagnið kannski :)

Sambandið sem gat tekið Microsoft og Rupert Murdoch á teppið fær OK frá mér. Þess vegna held ég að þetta sé með þeim einu leiðum okkar til þess að það hætti að verða þessi endalausa spilling hérna heima




dadik
Tölvutryllir
Póstar: 616
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 104
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gáttir út úr landi

Pósturaf dadik » Mið 26. Nóv 2008 03:38

Nei heyrðu mig.

Ég vil ekkert hafa svona útskýringar á hlutunum. Sérstaklega þegar þær eru svona langar. Og ef þú hættir ekki að nota svona mörg orð sem ég skil ekki ætla ég að taka því sem disrespect - maður.

Ég vil bara fá að downloada geðveikt miklu og helst ekkert borga fyrir það. Amk. ekki mikið. Já eða það er mamma sem vill ekki borga mikið skilurðu. Hún varð nefnilega alveg brjáluð um daginn útaf reikningnum.

Download á bara að vera frítt maður. Ég er búinn að tala við alla vini mína og þeir eru sammála mér. Og ef það verður ekki frítt förum við í verkfall eða eikkað.

Sjáum hvað isparnir gera þá ... haha!


ps5 ¦ zephyrus G14


oskarom
Ofur-Nörd
Póstar: 272
Skráði sig: Mán 05. Mar 2007 18:51
Reputation: 12
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gáttir út úr landi

Pósturaf oskarom » Mán 01. Des 2008 14:47

Og hvar vinnur þú í dag depill? :)

Skemmtilegur "pistill", takk takk



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1550
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 217
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Gáttir út úr landi

Pósturaf depill » Mán 01. Des 2008 16:11

oskarom skrifaði:Og hvar vinnur þú í dag depill? :)

Skemmtilegur "pistill", takk takk


Hvergi .... :) Ég er núna bara nemi við HÍ. Fjandi sáttur núna að hafa farið þangað í haust miðað við allt sem hefur gerst ...