Síða 1 af 1

aðstoð með vista

Sent: Fim 18. Sep 2008 20:39
af awerinn
þannig er mál með vexti að fyrir helgi var keypt splunkuný dell fartölva með vista stýrikerfi .
Tölvan virkaði fínt þangað til í dag en þátók hún uppá á því að hætta að responda um leið og maður fer t,d inná vafrara eða því um lýkt virkar mjög hægt og stoppar síðan alveg.. hvað gæti mögulega verið að ?

Re: aðstoð með vista

Sent: Fös 19. Sep 2008 01:08
af DoofuZ
Ég var einmitt nýlega að laga svipað vandamál í nýjum lappa með Vista. Man því miður ekki hvernig lappi það var en vandamálið lýsti sér þannig að tölvan var farin að frjósa rétt í innskráningunni og sama hvað ég reyndi (defrag, scandisk, hreinsa startup drasl í burtu) þá hvarf vandamálið ekki. Svo þegar ég var við það að verða uppiskroppa með hugmyndir að lausn þá fann ég repair valmyndina sem Vista er með (ýtir á F8 eftir boot) en þar fór ég í system restore og valdi nýlegan restore punkt, eftir það þá var allt komið í lag! :) Og það var víst bara eitthvað driver drasl sem hafði verið sett inná tölvuna sem hafði skapað vandamálið. Ég skoðaði því miður ekki nánar fyrir hvað það var en það er frekar ömurlegt að eitthvað smádrasl geti skapað eitthvað svona stórt vesen :roll: Ég allavega mæli með því að þú prófir system restore. Svo geturu svosem líka prófað eitthvað af hinum valmöguleikunum í repair valmyndinni.