Síða 1 af 1
2x router?
Sent: Mið 20. Ágú 2008 22:46
af Mortice
Sælir o/
Here's the deal. Tveggja hæða hús, router staðsettur í einum enda á efri hæð, fartölva staðsett í hinum enda á neðri hæð, þráðlausa drífur ekki þangað. Það er ekki option að færa routerinn né tölvuna. Nú koma smá vitleysingaspurningar
Ef að það er símatengi við tölvuna niðri, er option að tengja beint úr því yfir í tölvuna eða tengja annan router við það eða væri best að kaupa áframsendi fyrir þráðlausa?
Eða á ég að skammast mín og hringja bara í Vodafone?
Re: 2x router?
Sent: Fim 21. Ágú 2008 00:34
af CendenZ
Sæll
Er þetta 300+ fermetra hús ?
Re: 2x router?
Sent: Fim 21. Ágú 2008 00:36
af KermitTheFrog
lélegt netkort orsom
Re: 2x router?
Sent: Fim 21. Ágú 2008 00:39
af CendenZ
KermitTheFrog skrifaði:lélegt netkort orsom
Gæti líka verið illa staðsettur router og wifi loftnetið ekki upprétt.
5 cm breyting á router getur skipt öllu máli.
En svo gæti verið að það séu yfir 200 metrar í routerinn ef þetta er eitthvað mansion sem hann býr í

Re: 2x router?
Sent: Fim 21. Ágú 2008 00:56
af KermitTheFrog
það er líka lang skynsamlegast að staðsetja routerinn í miðju húsinu og helst að hafa routerinn uppá vegg ef það er möguleiki
Re: 2x router?
Sent: Fim 21. Ágú 2008 09:17
af einarornth
Mortice skrifaði:... eða væri best að kaupa áframsendi fyrir þráðlausa?
Ég myndi prófa fyrst að fá mér stærra loftnet á netkortið sem nær ekki sendingunni, en svo skoða svona áframsenda ef það virkar ekki nógu vel.
Re: 2x router?
Sent: Fim 21. Ágú 2008 10:01
af mind
Er því miður yfirleitt ekki hægt að tengja stærri loftnet við fartölvur.
En að láta stærra Omni loftnet á routerinn gæti mögulega leyst vandamálið.
Annars geturðu notað rafmangsdótið til að færa merki ef þetta er bara fyrir 1 tölvu.
http://www.tl.is/vara/7993Dýrt samt.
Re: 2x router?
Sent: Fim 21. Ágú 2008 20:20
af Gúrú
Gaur hann býr í mansjóni

Annars finnst mér ég hafa lesið að t.d. ef þú ert með sjónvarp síma og net í gegnum tenginguna þá verði voðalega lítil bandvídd eftir handa router no.2

Re: 2x router?
Sent: Fim 21. Ágú 2008 20:29
af andrig
ég var að reyna að tengja 2 routera hjá mér í dag en það gengur ekki.
þarft þá að borga fyrir 2 áskriftir af internetinu, þvíannars reyna þeir báðir að tengjast við netið með sama pass og þá fer allt í kerfi og einginn kemst á netið.
Re: 2x router?
Sent: Fim 21. Ágú 2008 21:59
af CendenZ
andrig skrifaði:ég var að reyna að tengja 2 routera hjá mér í dag en það gengur ekki.
þarft þá að borga fyrir 2 áskriftir af internetinu, þvíannars reyna þeir báðir að tengjast við netið með sama pass og þá fer allt í kerfi og einginn kemst á netið.
Tekur þá þær stillingar af routernum ...

Re: 2x router?
Sent: Fös 22. Ágú 2008 09:43
af Jon1
er þetta gamalt hús ? ef þetta er nýtt hús þá gætiru fært routerinn í inntakstöfluna og tengt strengina þar með Rj45 tengi í routerinn þá myndi hann deila netinu um húsið . það er að seigja í alla tengla sem þú myndir tengja við hann.
Re: 2x router?
Sent: Fös 22. Ágú 2008 12:25
af Mortice
CendenZ skrifaði: Tekur þá þær stillingar af routernum ...

Úh

Tveir routerar myndi virka best held ég, hringja í Vodafone og fá þá til að tala mig í gegnum þetta?
Re: 2x router?
Sent: Fös 22. Ágú 2008 17:50
af Harvest
Á hann ekki að geta notað router 2 sem svona wifi repeater?
Ætlaði sjálfur að reyna þetta, gafst þó fljótt upp. En ég held að þetta sé ekkert mikið vesen. - Megið alveg posta upplýsingum um hvenrig á að gera það

Annars leysti ég vandamálið með því að færa routerinn minn aðeins nær (keypti líka nýjann með sterkari loftnetum) og svo keypti ég svona drasl sem leiðir netið í gegnum rafmagnið - þú átt víst að geta tengt repeater í þannig græju líka.
Re: 2x router?
Sent: Lau 23. Ágú 2008 01:46
af CendenZ
Þarft ekki repeater ef þú ert með 2 routera..
Tveir routerar með wifi þýðir bara að þú getur tengst inná 2 wifi... bara hvort er sterkara hversu sinni
Re: 2x router?
Sent: Lau 23. Ágú 2008 14:39
af Harvest
CendenZ skrifaði:Þarft ekki repeater ef þú ert með 2 routera..
Tveir routerar með wifi þýðir bara að þú getur tengst inná 2 wifi... bara hvort er sterkara hversu sinni
Ég er að meina að breyta stillingunum inná öðrum routernum þannig að hann virki sem repeater
Re: 2x router?
Sent: Lau 23. Ágú 2008 15:03
af Mortice
Sko, húsið er víst 303 fermetrar og það yndislega við herbergið sem að lappinn er í er að það er eitthvað...spes í veggjunum sem að truflar sendingar þangað inn. Það hefur aldrei fengist nein ákveðin útskýring á því en til þess að fá þráðlausa þangað inn þyrfti áframsendi bara hliðiná herberginu til að tryggja að það komist í gegn, virkar ekki að færa routerinn til.
En þetta með tvo routera/tengi gegnum rafmagnið hljómar geðveikt

Einhver tips hvernig maður setur þannig upp? (er algjörlega heiladauður hvað varðar tækni

)
Re: 2x router?
Sent: Lau 23. Ágú 2008 21:11
af Xyron
tengir powerline hjá aðalrotuer.
tengir powerline þar sem hinn routerinn eða repeater eða acces point á að vera.
ef þú notar router þá verður þú að disable-a dhcp fídusinn í honum.
Re: 2x router?
Sent: Sun 24. Ágú 2008 18:16
af CendenZ
Mortice skrifaði:Sko, húsið er víst 303 fermetrar og það yndislega við herbergið sem að lappinn er í er að það er eitthvað...spes í veggjunum sem að truflar sendingar þangað inn. Það hefur aldrei fengist nein ákveðin útskýring á því en til þess að fá þráðlausa þangað inn þyrfti áframsendi bara hliðiná herberginu til að tryggja að það komist í gegn, virkar ekki að færa routerinn til.
En þetta með tvo routera/tengi gegnum rafmagnið hljómar geðveikt

Einhver tips hvernig maður setur þannig upp? (er algjörlega heiladauður hvað varðar tækni

)
í 303 fermetra húsi ætti að vera easy peasy að draga ethernet.
reyndar var ég að leggja slíkt í 240 fm hús.. kemur lang smartast út með töff dós með 45° gati.
Re: 2x router?
Sent: Sun 14. Sep 2008 00:07
af akarnid
Mortice skrifaði:Sko, húsið er víst 303 fermetrar og það yndislega við herbergið sem að lappinn er í er að það er eitthvað...spes í veggjunum sem að truflar sendingar þangað inn. Það hefur aldrei fengist nein ákveðin útskýring á því en til þess að fá þráðlausa þangað inn þyrfti áframsendi bara hliðiná herberginu til að tryggja að það komist í gegn, virkar ekki að færa routerinn til.
En þetta með tvo routera/tengi gegnum rafmagnið hljómar geðveikt

Einhver tips hvernig maður setur þannig upp? (er algjörlega heiladauður hvað varðar tækni

)
Færð þér bara
http://www.tl.is/vara/7995Síminn selur svona líka
https://vefverslun.siminn.is/internet/rlaust-heimatengi/index.htmlÞá ertu með powerline adapter sem er líka þráðlaus aðgangspunktur.
router-->powerline1-------------------powerline2+þráðlaus_punktur-->tölva_uppi .
Þú ræður svo alveg hvort þú tengir vélina uppi með wifi eða ethernet. Getur alveg gert bæði í einu.
Getur þá bara alveg saltað þessar pælingar með annan router.