Síða 1 af 1

Lan tengd vél í veseni

Sent: Þri 22. Júl 2008 14:53
af w.rooney
Er í smá veseni með vélina heima , kemst fínt á netið á Wifi-inu en LAN vélin er alveg steingeld.

Ég get pingað útum allt á LAN velinni en kemst bara ekki á netið, er eitthvað sem að er líklegra en annað sem gæti verið að hrjá vélina ?

Er búinn að restarta routernum og breyta um tengi á honum og restarta tölvunni en ekkert breytist

Re: Lan tengd vél í veseni

Sent: Þri 22. Júl 2008 15:17
af dorg
Er ekki bara að tékka þetta kerfisbundið:


ipconfig /all

Athuga hvort þú hafir DNS og Default GW rétt.

ping http://www.mbl.is athugar hvort DNS leysir rétt upp nafnið.

Athuga hvort vírusvörn sé að blokka aðgang að netinu.

telnet http://www.mbl.is 80
GET / <enter><enter>
Ef þetta er bara browserinn.

Svona eitthvað til að prófa í byrjun.