Vantar að vita hvort einhver sé með lausn á þessu vandamáli mínu aðra en að "fá nýjann router"
Fékk mér sjónvarp símans um daginn og var þá nauðbeygður til að setja upp Speedtouch 585v6 router hérna heima.
Síðustu 2 mánuðir hafa gengið án allra teljandi vandræða en í fyrradag fór kvikindið að taka upp á því að svissa í "56k mode" þegar ég set Torrent clientinn minn í gang.
Ef ég slekk á Torrent clientinum (búinn að prófa 2 clienta og minnka tengifjölda niður í 50 concurrent) þá hrekkur hann oftast í gang aftur.
Ég er búinn að útiloka vélina mína með því að tengja fartölvuna við hann (bæði WL og LAN) og fæ fram sömu bilun.
Einhversstaðar finnst mér ég hafa lesið að connection loggið í þessum routerum hafi þann galla að tæma sig ekki úr minninu reglulega og það geti valdið þessu internet harðlífi í honum.
Ég loggaði mig inn á routerinn í Telnet en fann hvergi í menu möguleikann á að "tæma" hann.
Öll hjálp væri vel þegin