Smá vesen með heimanet
Sent: Fim 26. Jún 2008 23:42
Ég lenti í því núna um daginn að krækja fót í símasnúru sem varð til þess að ég sleit hana frá plögginu en snúran lá úr holi inní herbergi mitt og þar í router. Þetta var í fjórða sinn (minnir mig) sem þessi snúra slitnar svona og hingað til hefur það ekki verið mikið mál að laga þetta en núna er það allt önnur saga
Aðalvandamálið er að setja vírana úr símasnúrunni í plöggið en þar eru svona skeifur eða hvað sem það heitir sem maður setur vír í gegnum smá rör og svo utanum skrúfu sem er svo hert í gat sem er á einu af fjórum bitum plöggsins sem fara í veggtengið en skeifurnar eru núna svoldið illa farnar svo ég varð að reyna eitthvað nýtt
Mér datt í hug að taka plaststykkið sem er á símasnúrum af einni svoleiðis og setja á slitna endan á snúrunni en veit ekki betur en að það sé ekki hægt að taka svoleiðis af (endilega leiðréttið mig ef það er hægt, stórefast þó um það...).
Þannig að ég fór í staðin að reyna að finna betri lausn á snúruvandanum og endaði á því að setja routerinn hjá símanum inní holi og svo ætlaði ég að hafa netsnúru í stað símasnúrunnar eftir gólfinu og að skrifborði þar sem hún átti að tengjast í switch sem ég gróf upp og svo ætlaði ég að tengja allar tölvur heimilisins í switchinn sem er þá miðsvæðis gagnvart flestum tölvunum en það er bara ekki alveg að virka
Er núna bara með eina tölvu tengda við switchinn og svo switch í router og vandamálið er að á u.þ.b. 10 sekúnda fresti eða svo þá dettur tengingin milli switchins og routersins út en kemur sekúndu seinna aftur inn
Hvað er málið? Á ekki að virka að tengja svona? Ég á gamalt adsl módem sem ég notaði einu sinni og þá var ég með það tengt við switchinn og svo allar tölvur tengdar þar líka og þá virkaði það alveg
Einhverjar hugdettur?
Mér datt í hug að taka plaststykkið sem er á símasnúrum af einni svoleiðis og setja á slitna endan á snúrunni en veit ekki betur en að það sé ekki hægt að taka svoleiðis af (endilega leiðréttið mig ef það er hægt, stórefast þó um það...).Þannig að ég fór í staðin að reyna að finna betri lausn á snúruvandanum og endaði á því að setja routerinn hjá símanum inní holi og svo ætlaði ég að hafa netsnúru í stað símasnúrunnar eftir gólfinu og að skrifborði þar sem hún átti að tengjast í switch sem ég gróf upp og svo ætlaði ég að tengja allar tölvur heimilisins í switchinn sem er þá miðsvæðis gagnvart flestum tölvunum en það er bara ekki alveg að virka
Einhverjar hugdettur?