Síða 1 af 1

Vélarhýsingar

Sent: Sun 27. Apr 2008 21:32
af dezeGno
Góðan daginn/Gott kvöld.

Var ekki viss um hvar best væri að setja þetta en þar sem þetta tengist netinu þá set ég þetta hingað. Mig langaði að forvitnast um það hvaða fyrirtæki tækju að sér að hýsa vélar og hugsanlega hvort þið vissuð hvað fyrirtækin tækju mikið fyrir það á mánuði/ári?

Er búin að vera spá í þessu í langan tíma og hef aldrei fengið fullnægjandi svar.

Takk fyrir mig og vona bara að vaktarar viti um einhver fyrirtæki :D

Re: Vélarhýsingar

Sent: Sun 27. Apr 2008 22:44
af Gúrú
Hvað ertu þá að hugsa um að hýsa?

Re: Vélarhýsingar

Sent: Sun 27. Apr 2008 22:47
af dezeGno
Var að spá hvort að það væru fyrirtæki sem tækju að sér að taka vél frá mér og hýsa hana í vélarsal eða einhver staðar hjá sér.
Er búin að fá að vita að GroundZero tekur að sér að hýsa vélar á 8.000 kr. á mánuði plús erlent niðurhal.

Annars er ekkert sérstakt sem á að hýsa, er aðalega bara að skoða hverjir möguleikarnir eru á þessu.

Re: Vélarhýsingar

Sent: Sun 27. Apr 2008 22:48
af Gúrú
Hef aldrei heyrt um svona þjónustu :O

Því miður þá get ég ekki hjálpað þér meira en þetta :D

Re: Vélarhýsingar

Sent: Sun 27. Apr 2008 23:12
af mainman
GroundZero hefur bara engann áhuga á að fá neinn pening fyrir svona þjónustu, ég reyndi að ná í einhvern þarna sem ég man ekki lengur hvað heitir hátt á þriðja mánuð vegna þess að ég vildi koma vél að þarna fyrir vefhýsingar, á endanum gafst ég upp og verslaði mér þjónustu af 1984.is . skildi eftir alveg endalaust magn af skilaboðum og reyndi að hringja í gsm hjá gaurnum en hann svaraði aldrei. mér var nokkuð sama hvað þetta kostaði hjá honum, mig langaði bara að hafa mína eigin vél í þessu en það hafði greinilega enginn áhuga á því að selja mér svona þjónustu þarna. Skil ekki hvernig er hægt að reka fyrirtæki og svara aldrei í símann.

ps: minnir að gaurinn heiti Ingi, er samt ekki viss. held síðan að ég hafi séð gaurinn reyna að selja fullt af tölvum hérna á vaktinni.

Re: Vélarhýsingar

Sent: Sun 27. Apr 2008 23:20
af kiddi
vaktin.is var lengi vel (4ár~) hýst á sinni eigin vél í vélarsal Þekkingu í Hlíðarsmára (hét áður Tristan) - prófaðu að bjalla í þá.

Re: Vélarhýsingar

Sent: Sun 27. Apr 2008 23:43
af dezeGno
Þakka svörin, og ég prófa það kiddi :)

Re: Vélarhýsingar

Sent: Mán 28. Apr 2008 20:26
af Dazy crazy
Gúrú skrifaði:Hef aldrei heyrt um svona þjónustu :O

Því miður þá get ég ekki hjálpað þér meira en þetta :D


Geðveik hjálp eitthvað. :?

Re: Vélarhýsingar

Sent: Mán 28. Apr 2008 20:32
af Haddi
dezeGno skrifaði:Þakka svörin, og ég prófa það kiddi :)

Mæli ekki með þeim.. dýrir og nokkrir routerar sem virka ekki inná síður hýstar hjá þeim. Ég veit um einn sem komst aldrei inná vaktina þegar hún var þarna, á sama tíma komst hann ekki á dci og fleiri síður sem hýstar voru þar.

Re: Vélarhýsingar

Sent: Mán 28. Apr 2008 20:42
af dezeGno
Haddi skrifaði:
dezeGno skrifaði:Þakka svörin, og ég prófa það kiddi :)

Mæli ekki með þeim.. dýrir og nokkrir routerar sem virka ekki inná síður hýstar hjá þeim. Ég veit um einn sem komst aldrei inná vaktina þegar hún var þarna, á sama tíma komst hann ekki á dci og fleiri síður sem hýstar voru þar.


Takk fyrir það. Hafði samband við þá og þeir taka oftast ekki við hýsingu turna nema viðskiptavinurinn flytji í aðra tengund hýsingar innan árs, blade eða rack þjóna.

Re: Vélarhýsingar

Sent: Sun 04. Maí 2008 13:55
af Gúrú
Dazy crazy skrifaði:
Gúrú skrifaði:Hef aldrei heyrt um svona þjónustu :O

Því miður þá get ég ekki hjálpað þér meira en þetta :D


Geðveik hjálp eitthvað. :?



Ég reyndi þó, hefði getað hjálpað honum með IRC servera, Ventrilo, Teamspeak, CS, CSS, HL2DM, og heimasíður.

Re: Vélarhýsingar

Sent: Sun 04. Maí 2008 19:31
af natti
dezeGno skrifaði:Takk fyrir það. Hafði samband við þá og þeir taka oftast ekki við hýsingu turna nema viðskiptavinurinn flytji í aðra tengund hýsingar innan árs, blade eða rack þjóna.


Mín persónulega skoðun er sú að mér finnst það líka bara eðlilegt.
Það að hýsa turna er ekkert svakalega praktískt, litið til kostnaðar við skápa/pláss og þess háttar, vs. hversu mikið pláss turnar taka.
rackmountable vélar (1-2 U) þurfa ekkert að vera svo dýrar, einnig hægt að fá refurbished.

Re: Vélarhýsingar

Sent: Sun 04. Maí 2008 19:51
af Pandemic
Bæði óhagkvæmt í sambandi við pláss, eldvarnarhættu, öryggi, support og síðan myndi ég aldrei nenna að hafa snúruflæðið sem fylgdi þessu.

Re: Vélarhýsingar

Sent: Sun 04. Maí 2008 19:57
af depill
Ég veit að Vodafone býður uppá þetta, en þú borgar fyrir Uið þannig að þú borgar anskoti mikið fyrir turnvél sem er ekki rackmountable ( nema kannski ef þú veitir skúffu.

Síminn að minnsta kosti bauð uppá þetta og rukka fyrir að mig endilega minnir 4U ef þú kemur með turnvél, lang hagstæðast er bara að kaupa ódýran Rack-mountable server eða rack server af eBay kannski, þeir eru ekki það dýrir og borga sig fljótt þegar þú ert að borga fyrir Uið ( borgar það mánaðarlega auðvita ).

Basis býður svo uppá netþjónahýsingu og getur líka leikt heilt Blade af þeim, þetta er ennfremur að mig minnir hægt hjá Skýrr íka.

Svo geturðu líka bara pælt í því að leigja virtual-server af t.d. 1984.is og/eða Netsamskipti (nwc.is) og ef það skiptir ekki máli hvort hann sé á Íslandi eða ekki þá geturðu leigt þér netþjón til tölulega ódýrt úti. Til dæmis af EasySpeedy ( easyspeedy.com ) sem er í DK þannig ekki það hátt latency og ekki það dýrir. Svo er líka til fullt af öðrum hostum þarna úti.

Re: Vélarhýsingar

Sent: Sun 04. Maí 2008 20:17
af dezeGno
Takk fyrir svörin, ég veit fyrir víst að vodafone taka ekki við þessu lengur og taka bara við rackmountable serverum. En getiði þá bent mér á einhverjar verslanir sem eru með rackmountable servera til sölu?

Re: Vélarhýsingar

Sent: Sun 04. Maí 2008 23:42
af emmi
EJS er með Dell netþjóna.

Re: Vélarhýsingar

Sent: Mán 05. Maí 2008 00:13
af depill
Já, Opin Kerfi, Nýherji og allir þessir aðilar selja rackmountable vélar. Hins vegar selur Task.is rack-mountable vélar á ágætisverði bara. Bæði frá Siemens og svo eithvað non-label shit