Noise margin fyrir ADSL

Skjámynd

Höfundur
Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1049
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 137
Staða: Ótengdur

Noise margin fyrir ADSL

Pósturaf Revenant » Fim 24. Apr 2008 23:37

Ég var að spá í hvað "gott" noise margin væri fyrir ADSL2+?
Tengingin mín hefur tekið upp á því að detta út og koma inn með mismunandi hraða en þegar ég skoða DSL diagnostics þá er noise margin frekar lágt.

Upstream:
noise margin upstream: 9 db
output power downstream: 21 db
attenuation upstream: 18 db

Downstream
noise margin downstream: 9 db
output power upstream: 12 db
attenuation downstream: 38 db

Router: ZyXel 660HW-61 V3.40(PE.11)
Getur þetta verið orsakavaldurinn fyrir að tengingin droppar? Eru þetta eðlilegar tölur?




axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1820
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 88
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Noise margin fyrir ADSL

Pósturaf axyne » Fim 24. Apr 2008 23:50

noise margin upstream: 10 db
output power downstream: 20 db
attenuation upstream: 17 db

noise margin downstream: 6 db
output power upstream: 14 db
attenuation downstream: 29 db


zyxel P-660HW-D1 V3.40(AGL.4)


tengdur 18417 kbps / 2199 kbps

Aldrei verið vandamál hjá mér að tengingin sé að droppa.


Electronic and Computer Engineer


Xyron
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Sun 09. Okt 2005 23:36
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Re: Noise margin fyrir ADSL

Pósturaf Xyron » Fös 25. Apr 2008 00:38

Output Power (Up/Down) [dBm]: 13,0 / 18,5
Line Attenuation (Up/Down) [dB]: 24,5 / 37,5
SN Margin (Up/Down) [dB]: 9,0 / 14,0

Þetta er hjá mér, ég er um 2,5 - 3km frá símstöð.. veit að margir nágrannar mínir eru með óstöðugar tengingar.. samt hef ég alltaf haldist inni..

Veit til þess að adsl2+ teningar eiga til með að verða óstöðugar þegar Line Attenutation er komið í um 30 í download, veit ekki hver talan er í upload?

Getur prófað að hringja í þjónustuaðilann þinn og látið þá prófa einhvern annan adsl prófíl ?

Annars er spurning um hvort það sé eitthvað lagnavandamál, getur prófað að tengja routerinn þinn við símainntakið og séð hvað þú ert að fá vs. þar sem routerinn er núna ef þú vilt útiloka innanhúslagna vandamál.

Getur alveg eins verið að þú hafir lent á lélegu sæti útí næsta dslam , best fyrir þig að tala bara við þjónustuverið með þetta. Annars eru routerar misgóðir að haldast inni.. Ég er sjálfur með isdn SpeedTouch 585v6 frá símanum.. hefur reynst mér ágætlega.
Síðast breytt af Xyron á Sun 27. Apr 2008 21:42, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 683
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 95
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Noise margin fyrir ADSL

Pósturaf natti » Lau 26. Apr 2008 11:10

Revenant skrifaði:Tengingin mín hefur tekið upp á því að detta út og koma inn með mismunandi hraða en þegar ég skoða DSL diagnostics þá er noise margin frekar lágt.

[...]


attenuation downstream: 38 db


Xyron skrifaði:Veit til þess að adsl2+ teningar eiga til með að verða óstöðugar þegar Line Attenutation er komið í um 30 í download, veit ekki hver talan er í upload?



Mig minnir að viðmiðið að línan eigi ekki að vera að fara yfir 27-29 í deyfingu/attenuation, því þá geturu verið að lenda í vandræðum með að detta inn og út.


Svona er þetta t.d. hjá mér:

Kóði: Velja allt

Noise Margin:     6.5 dB                         15.0 dB
Output Power:    20.0 dBm                         9.0 dBm
Attenuation:     33.0 dB                         17.0 dB

Og ég sé á routernum að hann missir sync af og til. Þetta var mun verra reyndar, var með attenuation í 37dB og var alltaf að detta út. Núna tek ég eiginlega ekkert eftir því :P (Enda spila ekki leiki eða slíkt)
Vandamálið hjá mér eru innanhússlagnirnar sem ég á eftir að laga.


En svona til samanburðar, þá hoppaði ég inn á annan router sem ég veit að er í fínu lagi.

Kóði: Velja allt

Noise Margin:    16.0 dB                          6.0 dB
Output Power:    12.0 dBm                        12.0 dBm
Attenuation:      6.5 dB                          5.0 dB


Mkay.

Skjámynd

Höfundur
Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1049
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 137
Staða: Ótengdur

Re: Noise margin fyrir ADSL

Pósturaf Revenant » Lau 26. Apr 2008 18:34

Talaði við Vodafone og þeir lögðu til að skipta um snúrur og síu en það breytti ekki neinu. Þeir skörkuðu eitthvað sín megin en þetta er ennþá jafn slæmt.

Án síu beint í tengilinn:
noise margin upstream: 8 db
output power downstream: 21 db
attenuation upstream: 18 db

noise margin downstream: 9 db
output power upstream: 12 db
attenuation downstream: 38 db

Ný sía
noise margin upstream: 9 db
output power downstream: 21 db
attenuation upstream: 18 db

noise margin downstream: 8 db
output power upstream: 12 db
attenuation downstream: 38 db

Spurning hvort þetta sé eitthvað utanhús eða innanhús (frá inntakinu að klónni)? Ég bý í miðjum fossvoginum og næsta símstöð væri þá líklegast grensás eða múli




akarnid
Ofur-Nörd
Póstar: 242
Skráði sig: Lau 04. Nóv 2006 22:35
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Noise margin fyrir ADSL

Pósturaf akarnid » Sun 04. Maí 2008 00:40

Þessar attenuation tölur eru ekkert óeðlilegar miðað við íbúa í Fossvogi. Man ekki hvort Vodafone eru með sinn eigin DSLAM í Grensásstöð, ef svo er þá ertu um 1,5 km í burtu frá stöð, annars ertu í Múlastöð og það er þá rúmlega 2 km í burtu. Hvað er þetta hröð tenging? Því hraðar sem verið er að pusha línuna því meiri líkur eru á bit errors á svona línuleið, þrátt fyrir að presens þeirra sé venjulegast í innanhússlögnum.