Vantar content management kerfi
Sent: Sun 30. Mar 2008 22:18
af dadik
Sælir,
ég er að fara að setja upp vefsíðu fyrir lítinn golfklúbb úti á landi. Var helst að spá í að henda upp eh. content management kerfi á borð við Joomla eða Drupal.
Hefur einhver reynslu af þessum kerfum eða sambærilegum? Er eitthvað sérstakt sem maður þarf að forðast?
Re: Vantar content management kerfi
Sent: Sun 30. Mar 2008 23:44
af gumol
Ég hef talsverða reynslu af Joomla. Það er sæmilegt kerfi, nokkuð leiðinlegt að fá það til að passa við stillingar hjá netþjónustuaðilum á Íslandi samt. Þetta er mjög viðamikið kerfi og gott, en það hefur samt vissa ókosti. Out-of-the-box er td. mjög lélegt frontend þegar kemur að því að setja inn fréttir og myndir með fréttum. Það er samt nokkuð öruggt að það er eitthvað betra til sem er auðvelt að bæta við kerfið. Svo getur verið leiðinlegt að fá það til að virka með vinsælum ljósmyndakerfum ef sá sem hýsir síðuna er með takmarkandi stillingar á servernum.
Ef þú velur joomla þá þarftu að velja góðan, sveigjanlegan þjónustuaðila sem er tilbúinn að stilla serverinn þannig að Joomla, myndakerfi eins og gallery og spjallkerfi eins og phpBB virki 100%. Þá ertu í góðum málum.
Það eiga örugglega einhverjir eftir að segja að Joomla sé of stórt og umfangsmikið bla blabla bla bla... Það er amk. betra að hafa það of umfangsmikið heldur en að það sé farið að takmarka hvað þú getur gert. Joomla er ekkert erfiðara í uppsetningu og viðhaldi heldur en lítil bloggkerfi ef þú getur fundið góðan hýsingaraðila og ert ekki mikið að fikta í kóðanum sjálfur.