Síða 1 af 1
SATA driver
Sent: Þri 25. Mar 2008 16:01
af noizer
Ég ætla að setja upp Win XP á tölvu sem er með SATA harðan disk og mig vantar SATA driver á floppy disk þannig að maður sjái harða diskinn í uppsetningunni. Þetta er Western Digital WD1600 diskur og ég finn enginn driver fyrir hann
Einhver leið að komast framhjá þessu?
Sent: Þri 25. Mar 2008 16:23
af beatmaster
Diskurinn þarf ekki driver, heldur móðurborðið, finndu út hvaða móðurborð þú ert með og fáðu driver-inn af heimasíðunni þeirra

Sent: Þri 25. Mar 2008 16:23
af einzi
gæti verið að það sé hægt að stilla SATA controlerinn á compatibility mode í BIOS. skoðaðu það
Sent: Þri 25. Mar 2008 17:39
af noizer
Búinn að finna þennan driver. Fann ekkert með að stilla SATA controlerinn á compatibility mode í BIOS.
Svo finn ég heldur ekki snúruna fyrir floppy drifið, er ekki séns að gera þetta einhvernveginn öðruvísi heldur en með floppy?
Sent: Mið 26. Mar 2008 11:50
af mind
http://www.nliteos.com/
Getur notað þetta forrit til að smíða nýjan windows xp disk með SATA drivernum innbyggðum.
Getur meirasegja slipstreamað öllum service packs og updates inn.
Ég myndi gera ráð fyrir 2-3 klst vinnu fyrir tilturlega kúnnáttumikinn mann til að framkvæma þetta. En á móti færðu "updated" disk.