Síða 1 af 1

Heimanetið

Sent: Mán 25. Feb 2008 13:18
af coldcut
Já sælir ég er að velta fyrir mér hvort ég geti tengt tölvuna mína við netið í gegnum einhvers konar ´"símatengibox" en routerinn er tengdur á annarri hæð og þess vegna ekki séns að tengja ethernet snúru úr routernum og beint í tölvuna.

1. hæð (mitt herbergi): Tölva og tengibox fyrir 2 ethernet tengi eða 2 símasnúrutengi (bæði passa!). Frammi er svo sími tengdur í vegg með símakló.

2. hæð: Þráðlaus router (tengdur í símakló og hún í vegg), vod (tengt í router með ethernet)

get ég riggað þessu einhvern veginn án þess að það sé eitthvað major mál? =/

Sent: Mán 25. Feb 2008 14:07
af zedro
Færa routerinn niður á fyrstu hæð?

Sent: Mán 25. Feb 2008 14:29
af coldcut
en þá er vandamál með vodið! =/

Sent: Mán 25. Feb 2008 14:39
af Dazy crazy
það er hægt að nota rafkerfið í húsinu sem netkerfi, kaupir sér tengi fyrir það sem þú stingur í kló. Hef allavega séð það einhversstaðar en ég get ekki ábyrgst hvaða hraði kemur úr því.

Sent: Mán 25. Feb 2008 15:06
af coldcut
já en er það ekki rándýrt?? og svo er þetta nú frekar gamalt hús þannig að er nokkuð víst að það virki? =/

Sent: Mán 25. Feb 2008 16:09
af start
Best að fara bara í N router..

Þessi tengist í VOD routerinn frá Símanum (slekkur á þráðlausa þar)
http://start.is/product_info.php?cPath= ... ts_id=1916

og svo í borðtölvuna uppi...
http://start.is/product_info.php?cPath= ... ts_id=1467

Virkar pottþétt.

Sent: Mán 25. Feb 2008 16:14
af ÓmarSmith
Afhverju eyða 20k í að gera e-ð þráðlaust sem er ekkert öruggt að virkar þar sem að Sjónvarp Símans er ekkert garanterað þráðlaust.

Ég myndi bara skoða lagnaleiðir og reyna að koma Cat 5 streng um húsið og í fleiri tengla.

En kannski er það svo sem vonlaust, fer eftir hvernig er innanhúss.

Sent: Mán 25. Feb 2008 16:17
af coldcut
start skrifaði:Best að fara bara í N router..

Þessi tengist í VOD routerinn frá Símanum (slekkur á þráðlausa þar)
http://start.is/product_info.php?cPath= ... ts_id=1916

og svo í borðtölvuna uppi...
http://start.is/product_info.php?cPath= ... ts_id=1467

Virkar pottþétt.


samt sem áður lausn uppá 20 þús kall =/

Sent: Mán 25. Feb 2008 16:21
af start
Þessi lausn sem ég stakk upp á hefur ekkert með sjónvarp símans að gera heldur einungis að fá þráðlaust internet á efri hæðina.

Munurinn á þessari lausn og öðrum er að þessi virkar en auðvitað kostar mikið.

Sent: Mán 25. Feb 2008 16:42
af ÓmarSmith
start skrifaði:Best að fara bara í N router..

Þessi tengist í VOD routerinn frá Símanum (slekkur á þráðlausa þar)
http://start.is/product_info.php?cPath= ... ts_id=1916

og svo í borðtölvuna uppi...
http://start.is/product_info.php?cPath= ... ts_id=1467

Virkar pottþétt.



Ok, því þú sagðir VOD routerinn

Hélt þú værir að tala um allt annað ;)

Sent: Mán 25. Feb 2008 17:52
af Yank
Ef þú ert tilbúinn að eyða 20 þúsndum um í wireless, þá ættir þú að skoða powerline lan græjur. Hafa orðið framfarir á þessu og hægt að fá allt að 200Mbs græjur. Og já þær virka.

Minni sjónmengun af því heldur en einhverju super wireless kerfi með loftneti og látum.

Sent: Mán 25. Feb 2008 18:31
af appel
Eg vinn hja Sjonvarpi Simans, og það sem verslanirnar hafa selt viðskiptavinum sem eru ekki með routerinn þar sem sjonvarpið er, er svona net-i-rafmagninnstungu. Það er alveg að virka, foreldrar minir nota það m.a. fyrir Sjonvarp Simans.

Her getur þu skoðað þetta:
https://vefverslun.siminn.is/shop.do?cID=10052

8.400 kall er odyr lausn a þessu vandamali.


Spurðu bara i versluninni hvort þu fair ekki að skila þessu ef þu heldur að rafmagnið hja þer er eitthvað lelegt.

Sent: Mán 25. Feb 2008 22:02
af coldcut
appel skrifaði:
8.400 kall er odyr lausn a þessu vandamali.



já 8.400 ekkert svo mikið sá hins vegar link einhverstaðar á vaktinni þar sem þetta kostaði 19k minnir mig hjá EJS, en ég hefði mátt vita að hún væri að okra.
En þar sem þú ert starfsmaður Símans þá spyr ég...hvað er málið með að hafa pilta sem hafa ekki hundsvit á heimanetum í tæknilegri aðstoð hjá Símanum??? Ég hringi til að fá hjálp og lendi í annaðhvert skipti á einhverjum sem spyr sömu spurningarinnar þrisvar og hefur sömu þekkingu og ég þegar ég hafði fyrir 5 árum þegar ég átti ekki einu sinni tölvu! =/

Sent: Mán 25. Feb 2008 22:20
af appel
coldcut skrifaði:
appel skrifaði:
8.400 kall er odyr lausn a þessu vandamali.



já 8.400 ekkert svo mikið sá hins vegar link einhverstaðar á vaktinni þar sem þetta kostaði 19k minnir mig hjá EJS, en ég hefði mátt vita að hún væri að okra.
En þar sem þú ert starfsmaður Símans þá spyr ég...hvað er málið með að hafa pilta sem hafa ekki hundsvit á heimanetum í tæknilegri aðstoð hjá Símanum??? Ég hringi til að fá hjálp og lendi í annaðhvert skipti á einhverjum sem spyr sömu spurningarinnar þrisvar og hefur sömu þekkingu og ég þegar ég hafði fyrir 5 árum þegar ég átti ekki einu sinni tölvu! =/


Það er otrulegt hvað þessu einfaldar spurningar geta hjalpað mikið. Eg hef sjalfur hringt i þjonustuverið og fengið abendingar sem hjalpa mer að leysa vandamalið.

Held að malið se að flestir sem kunna mikið eru að vinna við annað en að svara svara simanum i þjonustuverinu, og starfsmannavelta mikil þar. Þess vegna eru sennilega til staðlaðir spurningalistar til að leysa algeng vandamal. Ef það tekst ekki að leysa vandamalið þa er yfirleitt haft samband við serfræðinga, einsog mig :)

Eg þekki ekki hvernig allur Siminn virkar, enda starfa held eg yfir 1000 manns þar og fyrirtækið með starfsstöðvar, buðir og skrifstofur um allt land. Buinn að vera þar i 4 ar held eg og kannast ekki ennþa við 90% andlitanna i mötuneytinu.

Sent: Mán 25. Feb 2008 23:18
af OverClocker
Þetta dót sem tengist í gegnum straum er ágætt en oft er það nú svo að rafmagnstenglarnir þurfa að vera á sömu grein í rafmagnstöflunni.

Sent: Þri 26. Feb 2008 00:31
af coldcut
já appel...meinti þetta ekki neitt sem leiðindi á þig sko ;)

en fyrst þú ert sérfræðingur þá gætirðu kannski sagt mér af hverju netið er alltaf að detta út og líka að alltaf þegar maður ýtir á "hringi/svara/leggja á" takkann þá dettur netið út ;D hefurðu einhvertímann heyrt um þetta?

haha alveg steikt :)

Sent: Þri 26. Feb 2008 00:37
af zedro
coldcut skrifaði:alltaf þegar maður ýtir á "hringi/svara/leggja á" takkann þá dettur netið út

Hljómar einsog smásíu vandamál :P

Sent: Þri 26. Feb 2008 00:54
af coldcut
eitthvað sem ég get lagað sjálfur? er btw ekki með smásíu...held ég. Setti símann á aðra hæð til að prófa en það virkaði ekki. Einhver þjónustufulltrúi sagði að það gæti lagað það að netið sé alltaf út =/

Sent: Þri 26. Feb 2008 00:58
af zedro
Átt að hafa smásíur á öllum símum á heimilinu er ég vissum.

Sent: Þri 26. Feb 2008 00:59
af coldcut
semsagt þótt að síminn sé ekki tengdur í sama tengi og routerinn ætti ég samt að hafa síu á símatenginu?

Sent: Þri 26. Feb 2008 01:03
af zedro
Auðvita!

Sent: Þri 26. Feb 2008 01:11
af coldcut
hehe ókei...ég prufa það þá ;)

Sent: Þri 26. Feb 2008 10:29
af lukkuláki
coldcut skrifaði:semsagt þótt að síminn sé ekki tengdur í sama tengi og routerinn ætti ég samt að hafa síu á símatenginu?


Já vegna þess að þetta er allt á sömu símalínu úti í götu og símalínan er ADSL lína þar með heyrist suð á línunni ef þú ert ekki með smásíu og það getur líka truflað nettenginguna

(nema þú sért með 2 símalínur - 2 símanúmer annað fyrir adsl og hitt fyrir símana)