Síða 1 af 1

Nettengin yfir ethernet beini

Sent: Mið 20. Feb 2008 22:38
af Bjosep
Sæl.

Ég biðst forláts ef fyrirsögnin er ekki nógu skýr en þannig er mál með vexti að ég er með nettengingu á háskólanetinu en þar er eingöngu heimilt að vera með eina mac-addressu skráða og því var mér bent á að nota beini til að geta nettengt fleiri en eina vél.

Beinirinn sem ég er að reyna að nota er Planet Ade 4000, kannski í eldri kantinum en ég er í vandræðum með það hvernig á að stilla hann, ef það er á annað borð að nota þennan beini í þetta. En hann er allaveganna tengdur núna með netkapli í vegginn.

Þannig að ég er að velta því fyrir mér hvort að einhver hér hefði reynslu af svona löguðu.

Það sem ég er að pæla í hverju ég á að fikta í er semsagt, WAN, LAN, PPP, NAT og DNS. Eða þá hvort að ég á bara að breyta einhverri einfaldri stillingu til þess að beinirinn viðurkenni net yfir netkapal í stað símasnúru?

virðingarfyllst
Bjosep

Sent: Fim 21. Feb 2008 22:10
af tms
Er þetta semsagt wireless net? Bara skil ekki af hverju má ekki vera með meira en eitt netkort á þessu LANi. Kallaðu bara kerfisstjórarnn fasista á meðan þú heldur hendinni á fjöltengi og hótar að aftengja það.

Ég kann ekki á svona sérhæfða beini en þú þarft líklegast að setja upp NAT á honum þannig að þú verðir með þitt egið subnet á bakvið hann.

Re: Nettengin yfir ethernet beini

Sent: Fim 21. Feb 2008 23:07
af dorg
Bjosep skrifaði:Sæl.

Ég biðst forláts ef fyrirsögnin er ekki nógu skýr en þannig er mál með vexti að ég er með nettengingu á háskólanetinu en þar er eingöngu heimilt að vera með eina mac-addressu skráða og því var mér bent á að nota beini til að geta nettengt fleiri en eina vél.

Beinirinn sem ég er að reyna að nota er Planet Ade 4000, kannski í eldri kantinum en ég er í vandræðum með það hvernig á að stilla hann, ef það er á annað borð að nota þennan beini í þetta. En hann er allaveganna tengdur núna með netkapli í vegginn.

Þannig að ég er að velta því fyrir mér hvort að einhver hér hefði reynslu af svona löguðu.

Það sem ég er að pæla í hverju ég á að fikta í er semsagt, WAN, LAN, PPP, NAT og DNS. Eða þá hvort að ég á bara að breyta einhverri einfaldri stillingu til þess að beinirinn viðurkenni net yfir netkapal í stað símasnúru?

virðingarfyllst
Bjosep


Þú hlýtur að þurfa ethernet-ethernet router sem nattar það sem þú setur bak við routerinn út gegnum wan ip töluna.
Held að þessi planet sé ADSL router þ.e. að wan interfaceið á honum sé fyrir adsl tengingu. En þú leiðréttir mig þá bara ef þetta er ekki rétt hjá mér.

Sent: Fim 21. Feb 2008 23:34
af Bjosep
Mig grunar að beinirininn bjóði sennilega ekki upp á það gera þetta eins og ég ætlaði að hafa þetta, en langaði aðallega að prufa að nota hann þar sem að hann gerði hvort eð er fátt annað en að safna ryki.

Núna er allaveganna hægt að hafa hann sem fallegt hilluskraut, sem blikkar.

Þakka svörin.

Sent: Fös 22. Feb 2008 00:35
af Marmarinn
Bjosep skrifaði:Mig grunar að beinirininn bjóði sennilega ekki upp á það gera þetta eins og ég ætlaði að hafa þetta, en langaði aðallega að prufa að nota hann þar sem að hann gerði hvort eð er fátt annað en að safna ryki.

Núna er allaveganna hægt að hafa hann sem fallegt hilluskraut, sem blikkar.

Þakka svörin.


ef þú ert með XP gætiru athugað Internet Connection Sharing.

Sent: Fös 22. Feb 2008 14:26
af Bjosep
Já, gerði það og þetta virkaði loksins eftir svona 10 tilraunir!