Nú er ég búinn að búa mér til server inni í geymslu.
Hann er með þráðlausri net-tengingu. og hún er komin á netið og allt í góðu þar. ADSL routerinn sem ég er með heitir P-660HW-D1
Nú myndi ég vilja tengja ÚR servernum með lan snúru frá lan porti á móðurborðinu, í Switch sem heitir ZyXEL Desktop Ethernet Switch ES-108A
Þar vil ég geta haft amk 2 tölvur tengdar þegar ég þarf og einn network prentara. Switchinn er 8 porta = 5 port + 3 Qos port (til hvers er Qos)
Ég er búinn að prófa að tengja þetta þetta en fæ þetta ekki til að virka
Búinn að gera þetta: control panel > network connections > view network connections > hægri klika á þráðlausa netkorts tenginguna > properties > advanced > undir internet connection shareing > klikka í "allow other network users to connect through this computer´s internet connection"
En prentarinn kemur ekki inn.
Það sem ég er semsagt að gera er að reyna að koma switchinum á netið í gegn um serverinn.
Hvernig kem ég net-tengingunni úr servernum í swissinn ?
Ok ég er búinn að vera að fikta í þessu í dag og er búinn að koma þessu í gang að sumu leiti.
Vandamálið núna er að þegar swissinn er tengdur þá kemst serverinn ekki á þráðlausa netið.
Serverinn sjálfur finnur prentarann (í gegn um swissinn) en þá kemst serverinn ekki á netið og ef ég tek swissinn úr sambandi þá kemst hann á netið .. hvað er ég að gera vitlaust hérna ? ég er ekki að fatta það.
Ég er búinn að prófa nokkrar lan snúrur og 2 tegundir swissa en það breytir engu
Alveg gæti ég trúað að þetta sé eitthvað einfalt eða þá að netkortið í vélinni er ekki að supporta svona flutning í 'öfuga átt' miðað við venjulega.