Síða 1 af 1

Forrit fyrir boðskort hvað er best

Sent: Fim 07. Feb 2008 21:21
af hsm
Sælir :)
Hvaða forrit er best að nota fyrir boðskort með mynd.
Er það bara Office eða Photoshop.
Ef þið vitið um eitthvað gott væri ágæt að fá að vita það.

Takk fyrir

Sent: Fim 07. Feb 2008 21:23
af einzi
Publisher, Word held ég leysi málið auðveldlega

Sent: Fim 07. Feb 2008 21:51
af zedro
Láta gera þetta á stofu ;)

En þá er Photoshop málið ef þú kannt almennilega á það.

Word og svipuð forrit eru "last case scenario".

En ég mæli hiklaust með stofu ef þetta er eitthvað sérstak tilefni.

Hef notað Pedrómyndir í jólakortin, þeir eru að vísu staðsettir á AK
en það söðvar ekki póstinn:

http://pedromyndir.is/sites/fermingakort/
http://pedromyndir.is/sites/jolakortin/ (Bara fá hugmynd um hvað er hægt að gera)

Svo geturu eflaust fengið eitthvað custom made er samt ekki 100% viss :)

Sent: Fim 07. Feb 2008 23:17
af hsm
Þetta á að vera boðskort fyrir skírnarveislu.
Var búinn að skoða kortin sem Hans Petersen er með og það fullnægði ekki þörfum móðurinnar svo að ég held að Photoshop verði fyrir valinu
Takk fyrir svörin.

Ég þekki einn Photoshop snilling, kanski ég misnoti mér vinarsambandið þar og læt hann gera þetta fyrir mig :D

Sent: Fim 07. Feb 2008 23:20
af zedro
Um að gera, svo geturu haft samband við t.d. Pedromyndir og fengið upplausn á "boðskorti" og látið þá sjá um að prennta.

Minnir að 50 jólakort hafi verið um 5-6000kr ;)