Síða 1 af 1

port tyrir 2 tölvur á sama heimili

Sent: Þri 29. Jan 2008 08:48
af hsm
Sælir

Ef ég er með 2 tölur tengdar á sama router og erum að nota sama forrit sem þarf að hafa opið port,
verðum við að vera með sitthvort portið eða getum við notað sömu tölur?

Sent: Þri 29. Jan 2008 10:13
af beatmaster
Ég myndi skipta tölunum út fyrir hnappa :wink:

En að öllu gamni slepptu þá þarftu að assign-a porti á sitthvora tölvuna nema router-inn/forritið styðji uPNP, þá áttu ekki að lenda í neinum vandræðum og þarft ekki að gera neitt :)

Hvernig router ertu annars með og hvaða forrit þarftu að opna port fyrir?

Sent: Þri 29. Jan 2008 10:38
af hsm
Speedtouch 585 og utorrent :8)

Sent: Þri 29. Jan 2008 11:06
af TechHead
Mæli sterklega gegn því að hafa uPnP enabled í routernum þar sem mikið af
nýju malware targetar akkurat veikleika í uPnP protocol routera.

Slökktu á uPnP í routernum, settu fastar IP tölur á netkortin í báðum tölvunum
og forwardaðu "torrent" portunum á báðar Ip tölurnar.

Hvernig skal opna port á ST 585 fyrir utorrent

Tól til að kanna hvort portin séu rétt opnuð

Sent: Þri 29. Jan 2008 11:10
af beatmaster
Ég var einmitt fyrir nokkrum dögum að fá 585 router :)

Ég kveikti bara á uTorrent og hann reddaði sér sjálfur, ég athugaði hvort að portið sem að ég var með stillt fyrir í uTorrent áður en að ég skipti um router og speedtouch-inn opnaði það sjálfkrafa (the beauty of uPNP)

Prufaðu bara að stilla inn á sitthvort portið í sitthvorri tölvunni (í uTorrent forritinum) og athugaði síðan bara með port check-inu í uTorrent hvort að það hleypi ekki í gegnum sig :)

EDIT: Eða gerðu bara það sem TechHead segir hérna fyrir ofan mig, ég hef hins vegar ekki persónulega fengið Vírus/Adware/Spyware í tölvuna mín í nokkur ár jafnvel þótt að ég noti enga vírusvörn/spywarevörn

En ef að fólk er að missa sig eitthvað í áhyggjum af þessu þá mæli ég með Avast og spybot en þau stoppa helvíti mikið í fæðingu saman :-)

Sent: Þri 29. Jan 2008 11:24
af urban
það er ekkert mál að vera með þetta í sitthvorri tölvunni.

passa sig bara að vera með sitthvort opið portið í sitthvorri vél.

Sent: Þri 29. Jan 2008 11:30
af TechHead

Sent: Þri 29. Jan 2008 11:59
af hsm
Takk kærlega fyrir
Ég fikra mig áfram eftir þessum upplýsingum og sé svo til hvernig gengur.