Síða 1 af 1

Setja síðu út á netið

Sent: Fös 11. Jan 2008 16:10
af noizer
Ég náði í WAMP server og lét t.d. inn WordPress og Joomla í www möppuna, svona til að prófa þetta, og það virkar allt fínt þegar ég fer inn á localhost í vafranum.
En málið er að mig langar til að prófa að setja þetta út á netið líka, þannig að ég fór og skráði mig á no-ip.com og gerði allt þar en þegar ég fer inná það sem ég bjó til, sem er bara það sama og ip talan, þá fer ég bara inn á routerinn minn, sé ekki síðuna.
Hvernig er best að koma svona síðu út á netið?

Sent: Fös 11. Jan 2008 16:50
af Dagur
Þú verður að breyta stillingunum á routernum þannig að incoming request á port 80 eru áframsend á tölvuna þína (þ.e.a.s. local ip töluna þína).

Passaðu bara að ef routerinn þinn notar port 80 þá verður þú að breyta því fyrst :)