Síða 1 af 1

Er verið að takmarka hraðan hjá mér?

Sent: Þri 26. Jún 2007 21:53
af Heliowin
Góða kvöldið!
Ég er að hlaða niður nokkrum leikja patch frá ýmsum stöðum með Firefox.

Ég var með þrjá skrár sem voru allar á ca. 25KB/sec hraða.
En þegar ein skráin var búin þá rauk hraðinn á hinum tveimur upp í ca 35KB/sec og halda sig þar.

Svo nú spyr ég er Hive að cappa hjá mér?

Edit: þess má geta að erlent niðurhal hjá mér er bara nokkur GB á mánuði.

Sent: Þri 26. Jún 2007 22:13
af Taxi
Ég er líka hjá Hive og er ekki að lenda í þessu,ég nota dl manager og fæ mjög góðann hraða á allt sem ég sæki,sama hvað það eru mörg dl í einu.

Sent: Þri 26. Jún 2007 22:34
af Heliowin
Hraðinn á þessum tveimur skrám er alltaf líkur. (auðvitað er ég ennþá að hlaða þessu niður).
Ég bætti síðan við nýjum þriðja patch og frá allt öðrum stað eins og áður. Áður en ég byrjaði á því þá datt hraðinn á hinum tveimur niður í 25KB/sec og enn aftur niður í 15KB/sec þegar ég bætti við þeim þriðja.

Þetta er grunsamlegt finst mér. Ég er búin að hlaða niður um 3GB erlendis frá í júní og það getur ekki verið að Hive sé að cappa mig vegna þess.

Update: Jæja þá var þriðju skránni að ljúka og þá rauk hraðinn á hinum tveimur frá þessum 15KB/sec upp í 25KB/sec :x

Update2: ég gafst upp á þessu helvíti og hlóð niður patchinn frá góðum server sem ég held að sé erlendur, allavega náði ég ekki fullum hraða. Í stað 25KB/sec hraða fékk ég ca. 900KB/sec.