Allaveganna, þá byrjaði þetta með því að ég þarf endalaust að resetta rouderinn eftir að ég downloada eitthverju, það kemur connection has been reset eftir að ég dla einhverju í Firefox og ég þarf að resetta, og þetta gerist alltaf eftir að ég dla einhverju. (Torrent og venjulegt ftp).
Ég er með speedtoutch 585, og á að vera með 12 Mb tengingu.
Ástæðan fyrir að ég segi á en ekki er, er vegna þess að ég hef verið að borga fyrir 12 MB tengingu hjá þeim, en hvert skipti sem ég hringi seigja þeir að ég sé með 2mb/4mb/8mb (það fer eftir deild

Núna nýlega hef ég fengið nýtt vandamál, (kom kannski upp þegar þeir uppfærðu þetta uppí 12mb). Það lýsir sér þannig að pingið mitt í tölvuleikjum spikar hræðilega (Hoppar á milli 60 og 300), lýtur út fyrir að þetta komi í kannski 5 mín (þá gefst ég upp og hætti þannig að ég er ekki viss) en seinna þá virkar þetta aftur, held að þetta sé alveg random. Þetta gerist á öllum serverum, (Íslenskum, breksum, US).
Ég hef aðgang af þessu adsl sjónvarpi hjá þeim, en nota það alldrei, þannig að ef það er að valda vandamálum þá má það alveg fara. Þegar ég er að reyna að leysa þetta þá tek ég allar tölvur úr sambandi bara til að vera viss um að það sé enginn að dla þar eða eitthvað.
Ég er búinn að margtjekka hvort eitthvað forrit sé að tengjast netinu þegar þetta gerist, alltaf ekkert. Búinn að margformatta tölvuna mína, og jafnvel skipta út móðurborðinu fyrir eitthvað í einni af hinum tölvunum mínum.
Einhverjar hugmyndir um hvað er að eða hvað ég get gert til að leysa þetta?
Takk.